Sagnir - 01.06.1996, Page 38

Sagnir - 01.06.1996, Page 38
Davíð Loai Siaurðsson Fyrsti íslenski Enn af ævintýrum Ólafs Loftssonar Upphaf Frímúrarareglunnar á íslandi Um starfsemi frímúrarareglunnar leikur jafnan nokkur dulúð enda fá engir nema innvígðir meðlimir að vita nákvæmlega hvað fram fer á fundum. Ekki er samt öll starfsemi frtmúrara háð sömu þagmælsku og meðal yfirlýstra markmiða reglunnar er að gera félögum sínum auðveldara að rækta manngildi sitt. „Frímúrarareglan veitir mönnum dýpri skilning á sjálfum sér og afstöðu sinni til þess heims sem þeir lifa í. Hún hvetur til heiðarleika og drengskapar í hvívetna og getur verið grundvöllur dýrmætra vináttubanda."1 Löngum hafa margir ályktað sem svo að bræðralag þetta beiti sér fyrst og fremst fyrir veraldlegri vegsemd meðlima sinna og í gegnum tíðina hafa verið á sveimi alls kyns samsæriskenningar um öll þau þjóðfélagsvöld er reglan sölsi undir sig2 og frægust hlýtur að vera sú kenning að Frímúrarareglan hafi staðið á / Sögnum hefur áður verið rætt um skrautlegan feril Ólafs Loftssonar. Hér er upplýst að Ólafur varð fyrstur íslendinga til þess að gerast frímúrari. bak við frönsku stjórnarbyltinguna árið 1789.3 Frímúrarareglan á Islandi tekur hins vegar fram í upplýsingariti sínu að reglan hafi „... engin markmið um gagnkvæma aðstoð eða stuðning við einkahagsmuni félagsmanna sinna. Það hefur hvorki fjárhagslegan ávinning né önnur forréttindi í för með sér að vera þar félagi."4 Fyrsta skráða heimild um sameiningu frímúrarastúkna í eina stórstúku er frá London árið 1717 en þó er talið að frtmúrarar og stúkur hafi verið til lengur en það. Frímúrarastarfið breiddist út um allan hinn siðmenntaða heim frá Englandi en til að byrja með var það helst á Bretlandi og í Danmörku sem Islendingar gerðust aðilar að reglunni.5 Aðild íslenskra manna var hins vegar harla tilviljanakennd og má telja íslenska frímúrara á fingrum annarrar handar allt fram á þessa öld. Hingað til hefur verið talið vist að fyrsti frímúrari á Islandi hafi verið Þórður Skúlason Thorlacíus (d. 1850) sem var sýslumaður í Suður-Múlasýslu og seinna í Árnessýslu. Hann mun hafa gengið í stúkuna Z. og F. í Kaupmanna- höfn hinn 19. febrúar 1817 en kom ekki Ludvig Kaaber bankastjóri Landsbankans er jafnan nefndur faöir Frímúrarareglunnar en Sveinn Björnsson forseti íslands varð fyrsti Stórmeistari Frímúrarareglunnar á Islandi en hún var stofnuö áriö 1951. Sagnir 1996 - 88 til Islands eftir það og varð síðast bæjarfógeti í Ringköbing á Jótlandi. Grímur Thomsen skáld gekk í Z. og F. árið 1858 og varð þar með annar Islendingurinn til að gerast frímúrari. Undir aldamót gekk Jón Vídalín konsúll í regluna í Newcastle á Englandi og um svipað leyti var Ásgeir Ásgeirsson kaupmaður á Isafirði tekinn inn í stúku í Kaupmannahöfn. Árið 1905 vissi Jón Vídalín ekki til þess að nokkrir frímúrarar væru á íslandi auk hans en ekki löngu seinna hóf Ludvig Emil Kaaber stórkaupmaður og bankastjóri Landsbankans 1918- 1940 hins vegar að beita sér fyrir eflingu reglunnar á Islandi og er fyrir vikið jafnan nefndur faðir frímúrarareglunnar á Islandi. Hann gekk í regluna í Danmörku árið 1906 og fyrir hans tilstilli tóku fleiri Islendingar að bætast í hópinn.6 Frímúrarastúkan Edda var stofnuð hinn 6. janúar 1919 og varð þar með fyrsta íslenska stúkan. I fyrstu

x

Sagnir

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Sagnir
https://timarit.is/publication/1025

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.