Sagnir - 01.06.1996, Síða 42
Dagfinnur Sveinbjörnsson
Marxismi og byltingarnar 1848
Að binda enda á söguna ...
Árið 1921 hitti Steinn Elliði fyrir
meinlætamann af skóla Benedikts frá
Núrsíu. Hann lýsir því að það sem hann
hafi orðið áskynja um múnkareglurnar
hafi nægt honum til að sanna sér að hver
regla um sig, og hvert klaustur væri ekki
annað en dálítið sameignarríki. Og hann
segir við meinlætamanninn:
Gott og vel, herra minn, í þessum
sameignarríkjum ykkar er náúnga-
kærleikur kristindómsins og tíu boð-
orð guðs framkvæmt á einfaldan hátt
... með einfaldri stjórnfræði, skipu-
lagi grundvölluðu á mannviti. Og
það er samskonar stjórnfræði, sams-
konar skipulag grundvallað á sams-
konar mannviti, sem felst í kenníngu
Marx...1
Sameignarskipulag klaustra er samkvæmt
þessu boðskapur marxismans. Að skipan
þjóðmála skuli grundvallast á náunga-
kærleik kristindómsins og tíu boðorðum
guðs. Heilagir feður svífi yfir vötnum og
aðgerðir breyskra manna taki á sig
svipmót trúarinnar. Samfélag heilagra.
Árið 1989 brutust ríki Mið- og
Austur-Evrópu undan oki sovéskrar kúg-
unar og tóku upp stjórnarhætti frjálsra
lýðræðisríkja. Meðal þeirra sem fögnuðu
var Francis Fukuyama, stjórnspekingur
sem trúir því að framþróun mannkyns
nái fullnustu í frelsi og lýðræði. Kok-
hraustur lýsti hann því yfir, að breyt-
ingaskeiðið væri runnið á enda, tog-
streitu hugmyndastefna lokið og „enda-
lok sögunnar" runnin upp.2 I ljósi þess-
Blek Kommúnistaávarpsins var
vart þornað þegar byltingar
brutust út um alla Evrópu árið
1848. Pá hlaut kenning marx-
ismans um stéttir og stéttabar-
áttu eldskírn. Dagfinnur Svein-
björnsson fæst við kenninguna
og afdrif hennar. Hugað erað
viðbrögðum kenningasmiðanna
og orsökum þess að miðbik 19.
aldar markaði ekki endalok
sögunnar
arar hástemmdu yfirlýsingar, er forvitni-
legt að hugsa til þess að í kenningu
Karls Marx felst fyrirheit um „endalok
Karl Marx (1818-1883)
Sagnir 1996 - 42
sögunnar“ í sama skilningi þ.e.a.s. þeim
skilningi að marxisminn marki endalok í
togstreitu hugmyndastefna, sé hin eina
kenning, líkt og frelsi og lýðræði í hug-
mvndum Fukuyama.
Segjum að Steinn Elliði hafi nokkuð
til síns máls. Hitt er skýrara að marx-
isminn sé boðskapur um „endalok sög-
unnar“ í skilningi Fukuyama. Af þessu
tvennu leiðir að við „endalok sögunnar"
rísi himnaríki á jörðu. Guðspjöll þess-
arar trúar voru rituð um miðja 19. öld.
Þau eru margslungin og tyrfin en hitt er
athyglisverðara að rétt um það leyti sem
ritun guðspjallanna stóð yfir þóttist
guðspjallamaðurinn sjá teikn á lofti um
þá byltingu sem hann boðaði. Blek
Kommúnistaávarpsins var vart þornað
þegar byltingar brutust út í febrúar 1848
en á því ári brutust út fleiri byltingar um
Evrópu en nokkru sinni fyrr eða síðar.
Sviðið spannaði Evrópu frá Kaupmanna-
höfn til Palermo og frá París til Búda-
pest. Hvarvetna voru reist vígi, barist var
á götum, konungar flúðu lönd og ríkis-
stjórnir féllu. Stuttu síðar, í júni, brut-
ust út óeirðir „verkamanna" í París.
Hvernig koma þessir atburðir heim
og saman við guðspjöllin? Hér verður
rýnt í boðskapinn og þá sérstaklega í
kenningu Marx um stéttir og stéttabar-
áttu. Þetta er gert með það fyrir augum
að varpa ljósi á þá kenningu sem hlýtur
eldskírn. Sjónum er beint að þcim af-
drifum sem kenningin hlýtur í þjóð-
félagshræringum ársins 1848, en þó fyrst
og fremst að viðbrögðum Marx og
Engels. Fjórir frumtextar eru lagðir til
grundvallar. Eldri textarnir tveir sem eru