Sagnir - 01.06.1996, Qupperneq 46
D AfiM UB. .S.Ví.l.N.B J.QRN.5.5.QN.
®íc ^ícuoíwtíoit,
(n jwangloftn ^tfttn.
iii
I. lUtuiímiij11.
gtr fltl tlfl.
Pcr 18tc pntmairc >c» íouis ttnpolton
«11
Jtorl 9»arK.
9{ft»«t)0rr.
S.rm Bi. «•«.
háttum og -tengslum. Þetta eðli skilgr-
einingarinnar leiðir til þess að hún er
afar ónákvæm varðandi skipan einstak-
linga í stéttir. Samkvæmt kenningunni
virðist óhætt að útiloka þann möguleika
að tekjur greini milli stétta. Skilin milli
stétta ákvarðast tæplega af starfi þeirra
sem tilheyra viðkomandi stétt.20 Einnig
má útiloka að stéttamunur grundvallist
af stöðu. Hvort sem vísað er til menn-
ingarlegrar eða lagalegrar stöðu þá er í
hvorugu tilvikinu um að ræða hag-
fræðilegt hugtak.
I „Atjánda Brumaire Lúðvíks Bóna-
parte" lýsir Marx flókinni stéttasam-
setningu franska þjóðfélagsins og hags-
munaárekstrum milli stétta og innan
stétta. Fólk má ekki ímynda sér, segir
hann, að hinir lýðræðissinnuðu fulltrúar,
pólitískir og bókmenntalegir, séu allir
„shopkeepers", en þeir eru fulltrúar smá-
borgarans vegna þess að „... í höfði sínu
komast þeir ekki út fyrir þau takmörk,
sem smáborgarinn strandar á í lífi
sínu.“21 Samkvæmt þessu geta menn
skipast í stéttir sökum skoðana sinna,
þótt þeir tilheyri ekki stéttinni að öðru
leyti. Svipuð hugsun kemur fram í Þýsku
hugmyndajrteðinni. Þar lýsa Marx og
Engels því yfir, þegar þeir ræða um
möguleika kommúnískrar vitundar, að
slík vitund geti „... myndast einnig
meðal annarra stétta með því að íhuga
lífsskilyrði [öreiga] stéttarinnar."22
Hér opnast nýjar viddir stéttahug-
taksins. Skilgreiningin verður huglæg og
sveigjanleg. Stétt getur verið til í sjálfu
sér (in itself) án þess að vera stétt fyrir
sig (for itself) þ.e. meðvituð um hlut-
„Átjándi Brumaire Lúðvíks Bonaparte" er ritaöurá
tímabilinu desember 1851 - mars 1852. Hann er I
reynd samansafn greina sem Marx ritaði í
tímaritið Die Revolution. Marx fæst við að greina
þjóðfélagslegan bakgrunn febrúarbyltingarinnar
og þá atburðarás sem leiddi til keisarakrýningar
Lúövíks Bonaparte. Um er að ræða einn besta
texta marxískrar hefðar. Marx nær hámarki sem
sagnfræðingur.
Kommúnistaávarpið, sem telsttil klassískra
stjórnmálarita, kom út áriö 1848, stuttu fyrir
febrúarbyltinguna. Þar birtast útlínur sögulegrar
efnishyggju með afar skýru móti. Stafar það án
efa af þeirri staðreynd að ritið er fyrst og fremst
áróðursrit. ^
skipti sitt í framleiðsluferlinu og dreif-
ingu. Þessi víkkun kenningarinnar skapar
vanda. Samkvæmt fyrrgreindum skil-
greiningum stendur stétt einungis undir
nafni ef hún er meðvituð um sig sjálfa
og það hyldýpi haturs og fyrirlitningar
sem hlýtur að marka samskipti stéttanna.
Hagsmunir tiltekinnar stéttar hljóta að
standa andspænis hagsmunum annarra
stétta og því þarf stéttin að skipuleggja
pólitíska baráttu fyrir hagsmunum sín-
um. Vandinn er að ef menn tilheyra ör-
eigastéttinni sakir íhugunar þá tengist sú
stéttastaða engan veginn hagsmunum
viðkomandi.
Stöðugleiki hinnar ríkjandi stéttar
grundvallast á hinum huglæga þætti skil-
greiningarinnar. Hún hefur möguleika til
þess að hafa áhrif á, ef ekki stjórna,
hugsunum trú og hugmyndum - „meðvit-
und“ hinna vinnandi stétta. Yfirbygging-
in er til útskýringar, réttlætingar og lög-
væðingar verkaskiptingarinnar, stétta-
munar, misskiptingar auðs, stöðu, og
þess valds sem er til staðar í þjóðfélagi.
Komið er í veg fyrir að hinar vinnandi
stéttir geri sér rétta mynd af raunveru-
legum aðstæðum sinum. Fyrir misskiln-
ing gerir hún hugmyndir hinnar ríkjandi
stéttar að sínum. Verkamennirnir þjást
af falskri vitund og svo lengi sem svo
verður er stétt þeirra „in itself“ en ekki
„for itself“, þ.e. stétt sem er ekki með-
vituð um hagsmuni sína og hugsanlega
byltingarmöguleika. I stéttskiptu þjóð-
félagi, segir Marx, mun hugmyndafræðin
ávallt þjóna hinni ríkjandi stétt en
undiroka hina þjónandi stétt.2-5
II
I huga Marx er ríkið skýrasta dæmið um
að undir kapítalismanum sem allar
meiriháttar stofnanir verkfæri stétta-
drottnunar. I Kommúnistaávarpinu er áh-
ersla lögð á að; „Ríkisvald vorra tíma er
ekkert annað en framkvæmdaráð, er
annast sameiginleg stjórnarmálefni allrar
borgarastéttarinnar."24 Marx virðist
samkvæmur þessari
hugsun í „Átjánda
Burmaire Lúðvíks
Bónaparte" þar sem
hann ræðir um að
ríkið umlyki, skorði,
skipuleggi, yfirlíti og
leiði hið borgaralega
félag.25 Grundvallaratriði varðandi
ríkiskenningu Marx eru tengsl ríkis og
stéttabaráttu. 1 þessu samhengi er
viðeigandi að vísa til Þýsku hugmyniajrteí-
innar en þar leggur Marx áherslu á að
öllu fólki sé skipt í stéttir og að ávallt
drottni ein þeirra yfir öllum hinum. Af
þessu leiði að „... öll barátta innan
ríkisins, svo sem barátta milli lýðræðis
og aðalsveldis og einveldis, baráttan um
kosningarétt o.s.frv. eru einungis villandi
form hinnar raunverulegu baráttu milli
stéttanna."26 Þetta spennuhlaðna ástand
Grundvallaratriði varðandi ríkiskenningu
Marx eru tengsl ríkis og stéttabaráttu. ...
Ríkið er tæki til að ríkja og þá tæki
ríkjandi stéttar.
Sagnir 1996 - 46