Sagnir - 01.06.1996, Síða 47
Marxís.k JÁ.L5ÝN.
Marx og Engels leiða rök aö því að öreigum muni safnast lið úr miðstéttum þjóðfélagsins ýmist fyrir þá
sök að fjármagn þeirra hrekkur ekki til stóriðju og þíður lægri hlut í samkeþþni um
stórauðmagnið, eða vegna hins, að verklag þeirra úreldist vegna nýrra framleiðsluaðferða.
þarfnast einhverrar yfirstjórnar, hagræð-
ingar, réttlætingar. Þessu hlutverki gegnir
ríkið í krafti viðeigandi stofnana s.s.
hers, embættismannakerfis, hugmynda-
fræði, o.s.frv. Ríkið er tæki til að ríkja
og þá tæki ríkjandi stéttar.
Marx og Engels leiða rök að því að
öreigum muni safnast lið úr miðstéttum
þjóðfélagsins, ýmist fyrir þá sök að
fjármagn þeirra hrekkur ekki til stóriðju
og bíður lægri hlut í samkeppni um
stórauðmagnið, eða vegna hins, að verk-
lag þeirra úreldist vegna nýrra fram-
leiðsluaðferða. I Kommúnistaávarpinu er
því spáð að í fyrstu berjist einstakir
verkamenn, þá verkamenn einnar verk-
smiðju, því næst verkamenn í einni atv-
innugrein á einum og sama stað, gegn
hinum einstaka borgara, sem arðrænir
þá. Ahersla er lögð á að þeir beini ekki
aðeins skeytum sínum að sjálfum fram-
leiðsluháttum borgarastéttarinnar. Ráð-
ist verði á sjálf framleiðslutækin. I kjöl-
far þessa muni verkamenn mynda samtök
gegn borgarastéttinni. Samtök hinna
ýmsu landshluta tengist síðan auðveld-
lega í krafti bættra samgangna, en þá
verði hinar mörgu launadeilur að alþjóð-
abaráttu, stéttabaráttu.27
Firringarhugtakið er i brennidepli
sem fyrr. I „Parísarhandritunum" heldur
Marx því fram að verkaskipting og
sérhæfing séu orsakir firringar og
stéttaskiptingar. Stéttaskipting endursp-
eglar firringu. Meðlimir stétta eru ekki
heilsteyptir menn. Hvaða stétt sem
maður tilheyrir þá er alltaf hluti af
honum í annarri stétt. Ef uppræta á
firringu er nauðsynlegt að eyða verka-
skiptingu og henni verður aðeins útrýmt
ef kapítalisminn og stéttafyrirkomulag
hans hverfa. Marx sá enga þverstæðu í
því að verndun friðarins útheimti bar-
áttu. Stéttabarátta þar sem einn stendur
uppi sem sigurvegari er vænlegri til þess
að útrýma stéttum en stéttasamvinna
sem byggist á málamiðlun.28 Stéttabar-
áttan á fyrst og fremst rót í hagsmuna-
árekstrum,
... andstæðum efnahagslegum hags-
munum sem eiga rót mismunandi
afstöðu stéttanna til framleiðslunnar,
ólíkra tengsla við framleiðslutækin
og ólíkra aðferða við öflun
félagslegra gæða.29
Stéttaskiptingin endurspeglar þau
framleiðslu- og félagstengsl sem rikja og
tengist þannig þeirri þverstæðu fram-
leiðsluafla- og tengsla sem henni er
ætlað að leysa. I ferli stéttabaráttunnar
eru framleiðslutengsl löguð að fram-
leiðsluöflum (framleiðsluhættir fela
hvort tveggja í sér: framleiðsluöfl og
framleiðslutengsl. Ymis orð eru notuð
yfir framleiðslutengsl t.d. „félagstengsl"
eða „eignatengsl'*, en merkingin er hin
sama).30 Stéttabaráttan hefur þá fyrst
þýðingu þegar framleiðsluöflin hafa
þróast á það stig að félagstengsl þ.e.
eignatengsl verða fjötrar sem hamla frek-
ari þróun. Þetta stafar af því að hin ríkj-
andi stétt stendur vörð um ríkjandi
framleiðslutengsl, á meðan hin rísandi
stétt beinir kröftum sínum að því að
rjúfa þessi tengsl. Þegar hin undirokaða
stétt verður vör við þessar þverstæður þá
verður bylting. I sigurvímunni nýtir ör-
eigastéttin ríkið og lögin sem tæki. Sam-
kvæmt Marx htldur þetta ferli áfram þar
til einkaeign er afnumin og þar með sk-
ipting þjóðfélagsins í andstæðar stétt-
ir.31 Markmið Marx var að breyta öreig-
astéttinni úr s étt í sjálfu sér (class in
itself) í stétt fy..r sig (class for itself),
meðvitaða stétt. Þá mun hún fær um að
ryðja kapítalismanum til hliðar, ná tök-
um á ríkisvaldinu og koma á alræði ör-
eiganna, forstigi kommúnísks þjóðfélags.
Stéttaskipting og stéttabarátta heyra sög-
unni til, og þar með ríkisvaldið, endur-
skin stéttahagsmuna.
Eldskírnin
Saga Frakklands um miðja 19. öld er
prófsteinn marxískrar kenningar. Þá
gerðist það sem Victor Hugo ræddi um í
Vesalingunum, að úr djúpi dimmunnar,
angistarinnar, eymdarinnar og heiftar-
innar; gagnstætt öllum reglum um frelsi
og jöfnuð og fóstbræðralag, reis götu-
lýðurinn upp gegn þjóðinni.32 Skír-
skotað er til byltingarinnar 1848 og
pólittskra sviptivinda næstu ára á eftir.
Stjórnartíð Louis-Philippe sem nefnd er
Júlí-lýðveldið einkenndist af friði hið
ytra, en af biturð og árekstrum hið
47-Sagnir 1996