Sagnir - 01.06.1996, Qupperneq 48
.QASMNM.SyMPiO.RN5.SM
innra. Júlí-lýðveldið var lýðveldi borg-
arastéttarinnar, landeigendur voru ráð-
andi og flestir þræðir lágu í höndum
fjármagnseigenda sem sáu m.a. til þess
að lagt var bann við verkföllum. Aðg-
erðir Louis-Philippe og ráðherra hans
benda fyrst og fremst til þess að hagur
ofangreindra þjóðfélagshópa hafi setið í
fyrirrúmi.33
Þegar pólitísk ólga varð tilfinnanleg
braust út bylting í febrúar 1848. Á því
ári brutust út fleiri byltingar víðsvegar
um Evrópu en nokkru sinni fyrr eða síð-
ar. Sviðið spannaði Evrópu frá Kaup-
mannahöfn til Palermo og frá París til
Búdapest. Hvarvetna voru reist vígi, bar-
ist var á götum, konungar flúðu lönd og
ríkisstjórnir féllu. Stuttu síðar, í júni,
brutust út óeirðir „verkamanna" í París
en þær voru barðar niður með harðri
hendi. Þá var ljóst að sú eining sem
menn trúðu að skapast hefði í febrúar,
þvert á stéttaskipti, var endanlega úr
sögunni. Þó var samin stjórnarskrá. I
henni var almennur kosningaréttur stað-
festur. Þeirri kenningu haldið á lofti að
allt vald kæmi frá þjóðinni sem kaus
bæði löggjafarþingið og forsetann, en
kjörtímabil hans var fjögur ár og mátti
ekki endurkjósa hann í næstu kosning-
um. Það fór þó svo að nýkjörinn forseti,
Lúðvík Napóleon Bonaparte (bróður-
sonur keisarans mikla) leysti upp þjóð-
þingið 2. desember 1851. Stjórnlaga-
rofið hlaut samþykki eftir á í þjóðar-
atkvæðagreiðslu og Bonaparte var kos-
inn forseti til tíu ára. Eftir aðra
þjóðaratkvæðagreiðslu var stofnað
keisaradæmi og Bonaparte forseti varð
Napóleon III keisari. Þróunin var mörg-
um þungbær. Skáldið Victor Hugo fór í
sjálfskipaða útlegð um árabil.
Ymsum skýringum hefur verið
hampað varðandi hin miklu bylt-
ingaruppþot ársins 1848.
Þjóðernishyggja
nefnd, samsæri alþjóðlegra byltingar-
samtaka og fleira.34 Þó virðist einsýnt
að orsakirnar voru fyrst og fremst
efnahagslegar.
Byltingarnar voru hámarkið í röð
kreppna - efnahagslegra, félagslegra og
stjórnmálalegra - sem áttu sér stað síðla
á 5. áratugi 19. aldar. Frumorsökin var
léleg uppskera, og afleiðingarnar mögn-
uðust vegna alþjóðlegrar fjármála- og
iðnaðarkreppu. Víða blasti við víðtækt
hungur, sjúkdómar, atvinnuleysi og
gjaldþrot.35
Saga Frakklands um miðja 19. öld er
prófsteinn marxískrar kenningar. Þá
gerðist það sem Victor Hugo ræddi um í
Vesalingunum, að úr djúpi dimmunnar,
angistarinnar, eymdarinnar og
heiftarinnar; gagnstætt öllum reglum um
frelsi og jöfnuð og fóstbræðralag, reis
götulýðurinn upp gegn þjóðinni.
Stjórnmálaklúbbar mynduðust þar sem
róttækar skoðanir blómstruðu. Vorið
1848 voru 250 klúbbar starfandi í París.
Á slíku hafði ekki borið undir stjórn
Bourbons árið 1830 og raunar þarf að
leita allt aftur til byltingarinnar 1789 til
þess að finna hliðstæður.36 Undir niðri
ólgaði rík byltingarhefð. Frakkland var
hin klassíska fyrirmynd.
I ljósi aðstæðna er ekki að undra að
oft er litið til byltinganna í Frakklandi
1848 sem sósíalískra byltinga þar sem
baráttuglaðir öreigar börðust innblásnir
af boðskap Kommúnistaávarpsins. Júní-
óeirðirnar voru fyrstu átökin sem hægt
var með ein-
hverjum
v hætti
að kenna við markmið og vonir
verkamanna og öreiga sem stéttar. Þá
taldi Marx að við blasti, „... fyrsta
stórorustan milli þeirra tveggja stétta, er
þjóðfélag nútímans skiptist í ...*‘37 -
borgara og öreiga. Kommúnistaávarpið
hafði engin teljandi áhrif á þessa atburði
og þótt margir byltingarmenn væru
undir áhrifum sósíalískra hugmynda og
stéttaandstæðurnar milli borgara og
verkamanna hafi í sumum tilvikum
komið glöggt fram þá átti þessi mikla
byltingahrina ekki rætur í sósíalisma
nema að takmörkuðu leyti.38 Baráttan
■----------beindist iðulega gegn
einveldi og lénshátt-
um og átti víða
upptök í millistétt.39
Kjör verkamanna-
stéttarinnar versnuðu
ekki í tíð kapítal-
ismans. Svo virðist
sem lífskjör hafi al-
mennt batnað, jafnvel
þrátt fyrir að fólks-
fjölgun væri talsverð.
= Kapítalisminn var
ðferðilega kaldranalegur en
fylgdu efnislegar framfarir.40
e.t.v.
honum
Hinar sígildu andstæður milli kapítalista
og iðnverkamanna féllu í skugga þess að
allur fjöldi byltingarsinna var enn sem
fyrr smáborgarar og öreigar sem lifðu í
hugar- og tilfinningaheimi sem var
fremur mótaður af hugmyndum jakobína
um frelsi, jafnrétti og bræðralag en af
hugmyndum marxismans um stétt gegn
stétt.
Hugmyndir Kommúnistaávarpsins biðu
ósigur. Marx og Engels horfðu beiskir í
augu við veruleikann. Marx ræðir um
tímabilið 1848-51 sem lærdómstíð, „...
sem að vísu átti að fara á undan
febrúarbyltingunni, hefði hún átt að vera
annað en yfirborðshreyfing."41 Spádóm-
ur Kommúnistaávarpsins um að öreigum
myndi safnast lið úr öllum stéttum
rættist ekki.
I júni kom það í ljós að öreigum
safnaðist ekki lið úr öllum þjóðfél-
agshópum heldur sameinuðust allar
stéttir og allir flokkar stjórnfestu-
flokkunum gegn öreigastéttinni, stj-
órnleysisflokknum, sósíalismanum,
kommúnismanum.42 Með öreigum
Parísar stóðu engir nema þeir sjálf-
ir.43
Nú er spurt. Afhjúpar þjóðfélags-
þróun áranna 1848-1851 falsspádóm
Kommúnistaávarpsins. Miða hugmyndir
Sagnir 1996 - 48