Sagnir - 01.06.1996, Side 51
MABXÍSKJÁIS.Ý.N.
gegn arðræningjum - jafnvel þótt venjur
þeirra, hugarfar og markmið séu sundur-
leit og spretti af mismunandi tengslum
við framleiðsluöflin.57 Það er jafnvel
enn athyglisverðara að undir eðlilegum
kringumstæðum einkennast samskipti
stétta fyrst og fremst af samvinnu og
hver sú kenning sem gerir ráð fyrir hinu
gagnstæða hlýtur að byggja á undan-
tekningartilfellum.58 A það er hins vegar
að líta að Marx átti engra kosta völ.
Þjóðfélagsgreining hans gerir þá kröfu
að samskipti stétta einkennist af fjand-
skap. Ef fjandskapur ríkir ekki milli
stétta þá er byltingin tæplega óum-
flýjanleg og kerfið myndi lyppast niður.
Stéttabaráttan er þungamiðja sögunnar
og um hana liggur leiðin til sósíalískrar
dögunar.
I inngangi að „Stéttabaráttunni í
Frakklandi 1848-1850“, sem ritaður er
1895, gerir Engels athyglisverða játn-
ingu: „Við upphaf febrúarbyltingarinnar
voru hugmyndir okkar allra um fors-
endur og þróun byltingarhreyfinga mjög
undir áhrifum undangenginnar sögulegr-
ar reynslu og þá fyrst og fremst hinnar
frönsku.1'59 I ljósi atburðanna 1848 voru
Marx og Engels „... ekki í neinum efa
um, að hin miklu úrslitaátök væru hafín,
(og) að þeim mundi ljúka á samfelldu
löngu og atburðaríku byltingarskeiði,
sem þó gæti aðeins endað með lokasigri
öreiganna."60 Þeir virðast fljótt átta sig
á því að sigurbrautin var ekki samfelld;
við lýstum því yfir þegar haustið
1850, að lokið væri a.m.k. fyrsta þætti
byltingarskeiðsins, og einskis væri nú að
vænta fyrr en næsta heimskreppa skylli
á."61 Þetta er sá lærdómur sem Marx og
Engels draga árið 1850-51. En þessi
viðhorfsbreyting orsakar ekki breytingar
á söguskoðun. I huga þeirra stóð söguleg
efnishyggja óhögguð og kenningin um
stéttir og séttabaráttu er óbreytt. Þeir
hafa ekki misst trú á öreigabyltinguna,
kjósa þvert á móti að líta á byltingar-
ósigrana 1848 sem óhjákvæmilegan þátt
í þróunarsögu byltingarinnar.
Kenningar Marx og Engels standa
höllum fæti gagnvart þjóðfélagsþróun og
róstum miðrar 19. aldar. Þrátt fyrir að
formleg stéttaskipting hafi verið óskýr
um miðja 19. öld, þá voru lífskjörin
aðskiljanleg og stjórnmálabaráttan dreg-
m nýjum dráttum. Júníuppreisnin var
ekki borgaraleg uppreisn í hefðbundnum
skilningi undangenginnar reynslu. Hún
var ólík öllu því sem á undan var gengið
og það er einmitt þess vegna, sem skáld-
inu Victor Hugo fallast hendur og lýsir
því yfir að öll fyrri orð sín tapi gildi
þegar komi til þessa stórkostlega upp-
þots. Ásamt samtímamönnum stóð hann
ráðþrota gagnvart því sem honum virtist,
.. angist hínna vinnandi stétta sem
óttuðust um rétt sinn." Af þessu má
ráða að Hugo hafi öðrum þræði talið
óeirðirnar spretta af sósíalískri rót. En
um réttmætið er hann ósammála Marx;
telur að nauðsynlegt hafi verið að bæla
uppreisnina niður vegna þess að hún
ógnaði lýðveldinu. Júníuppreisnin hafi
Niðurstaða hans í hinum sagnfræðilegu
textum er sú að byltingarósigrarnir hafi
einungis verið endalok þeirra aukaatriða
sem gengu á undan byltingunni og voru
„... mótuð af þjóðfélagsaðstæðum, þar
sem ekki höfðu enn þróazt skarpar
stéttaandstæður..."
því reynst; „Uppreisn alþýðunnar gegn
sjálfri sér.“62
Framhald sögunnar ...
Þess var áður getið að viðfangsefni
marxismans væri að bylta hugarfarinu og
skapa hugtakamynstur pólitískra og
félagslegra breytinga, þannig að mann-
kynssagan yrði leidd til lykta í öreiga-
byltingu mannlegrar reisnar. Byltingar-
róstur miðrar 19. aldar mörkuðu ekki
upphafið að „endalokum sögunnar" að
hætti Marx. En Marx lét ekki deigann
síga og boðaði byltingu framtíðarinnar
ótrauður. Hann sagði öreigabyltinguna
óumflýjanlega. En hver voru markmiðin
og hvers vegna gerðist það ekki að hin
óumflýjanlega öreigabylting markaði
„endalok sögunnar" í Frakklandi um
miðbik 19. aldar?
Kommúnistaávarpið er vissulega
falsspádómur þegar kemur til bylting-
anna 1848. Því var ekki spáð að þróunin
yrði eins og raun ber vitni. Fjölda-
hreyfingin stóð ekki djúpum rótum í
marxískri kenningu. En hugmyndafræði-
leg endurskoðun er takmörkuð. Hann
færir ýmsar skýringar á þeirri þróun sem
átti sér stað, en þær miða að því að fella
atburðina að kenningakerfinu. Marx er
samkvæmur hugmyndum Kommúnista-
ávarpsins í „Átjánda Brumaire Lúðvíks
Bonaparte" þegar hann greinir stétt smá-
bænda og í „Stéttabaráttunni í Frakk-
landi 1848-1850" heldur hann fast við
þá hugmynd Kommúnistaávarpsins að öreig-
unum muni safnast lið úr öðrum stéttum
þjóðfélagsins. Rök Marx eru þau að
júníósigurinn hafi verið forsenda þess að
slík sameining gæti átt sér stað síðar. Og
hann spáir fyrir um þá þróun. Marx felst
einungis á að byltingin sé ótímabær.
Hún komi ekki til mála við skilyrði
hinnar almennu velmegunar er leiði af
örri þróun framleiðsluafla hins borgara-
lega þjóðfélags. Niðurstaða hans er því
sú að byltingarósigrarnir hafi einungis
verið endalok hinna forbyltingarlegu
aukaatriða. Júníósigurinn væri framar
öðru þáttur í sigur-
göngu byltingarinnar.
Þessi viðhorfsbreyting
orsakar ekki breytta
söguskoðun. Söguleg
efnishyggja stendur
óhögguð og kenningin
um stéttir og stétta-
baráttu er óbreytt.
Þeir missa ekki trú á
öreigabyltinguna,
kjósa þvert á móti að
líta á ósigrana sem óhjákvæmilegan þátt
í þróunarsögu hennar.
I ljósi þessa er sú spurning knýjandi
sem aldrei fyrr; Hvers vegna náði kenn-
ingin ekki fram að ganga? Hver voru
markmiðin? Þar er skýringanna e.t.v. að
leita. En ekki er á vísan að róa því að
Marx gerði enga viðhlítandi grein fyrir
boðskap sínum um ríki mannlegrar
reisnar. Og hver er hin mannlega reisn?
Felst marxísk hugsýn í því að á jörðu
muni rísa samfélag heilagra? Marxisminn
felur í sér náðarútvalningu. Öreigarnir
eru hinir útvöldu. Himnaríki er dvalar-
staður útvaldra. Andlegt sameignarríki. I
Kommúnistaávarpinu ræðir Marx um sam-
félag þar sem frjáls þróun hvers einstak-
lings er skilyrði fyrir frjálsri þróuh
heildarinnar. Þessi orð minna um margt
á hina skáldlegu lýsingu Halldórs
Laxness á jöklinum sem ber við loft og
landinu sem hættir að vera jarðneskt.
Jörðin fær hlutdeild í himninum, segir
hann; „... þar búa ekki framar neinar
sorgir og þessvegna er gleðin ekki nauðs-
ynleg, þar ríkir fegurðin ein, ofar hverri
kröfu."65 Sýn marxismans, hið stéttlausa
þjóðfélag, er skáldleg, gildum er bylt,
þjóðfélagi umturnað. Andstæður hverfa
rétt eins og sorg og gleði skáldskaparins.
Jörðin fær hlutdeild í himninum. Feg-
urðin mun ríkja. Fegurð himins.
Ríki hinnar andlegu einingar hefur
ekki enn litið dagsins ljós. Til of mikils
er mælst af byltingarkenningu að hún
lýsi og skýri flókinn þjóðfélagsveruleika
með algildum hætti. Takmarkanir kenn-
51 -Sagnir 1996