Sagnir - 01.06.1996, Qupperneq 58

Sagnir - 01.06.1996, Qupperneq 58
S !6 R.ÚN. Sj S.URÐARDÓTI! B. Á árunum 1856-1860 bjó Ólafur á stúdentagarðinum við Stóra Kanúkastræti. Ósjaldan sat hann í litlu herbergi sínu á gangi 6, íslendingaganginum og skrifaði heim. heimkomunnar; þótt mönnum máskje kunni að þykja það undarlegt."16 I bréfasafninu er einnig að finna bréf sem Steingrímur skrifaði frá Oðinsvéum. Þar kveður við sama tón. Steingrími leið illa í danska sumarhitanum, og lítið skrifaði hann um gestgjafa sína þau Önnu og Olaf. Fallegustu ummælin í þessu bréfi fá börn Ölafs þau Hannes og Sigríður. Steingrímur skrifaði: Hannes er fremur lítill og spinkeel en fjörkálfur mesti og einstaklega góðlegur ... Sigga er þar á móti tölu- vert stærri eptir aldri og yndislega fallegt og gott barn; þau voru ósköp spennt, uppá að sjá mig og vita ekki hvað þau eiga að gjöra til þess að skemmta mér; Sigga gengur í skóla frá kl. 9-2 og þangað fylgi ég henni á morgnana en Ólafur sækir hana vanalega á daginn.17 Ekki verður annað séð en að Stein- grímur hafi fengið hlýlegar móttökur í Óðinsvéum og erfitt er að segja til um hvað það er sem olli ólyndi hans og heimþrá. Steingrímur var þegar hér er komið sögu kominn í ágæta stöðu sem kennari i trúarbragðafræði og söng við Lærða skólann í Reykjavík.18 Hann var ókvæntur og barnlaus og eftir heimildum að dæma verður ekki séð að hann hafi orðið fyrir neinu stóru áfalli sem gæti hafa dregið úr honum. Samkvæmt bréf- unum tveimur frá árinu 1879 hefur þó orðið mikil persónuleikabreyting á Steingrími. Sjálfstraustið og lífsgleðin sem einkenndu hann hér áður fyrr fyrir- finnast ekki i þessum bréfum.19 Eins og áður sagði var Steingrímur i hlutverki stjórnandans á námsárum sín- um í Höfn og á ég þá ekki einungis við að hann hafi stjórnað félögum sínum i Höfn heldur stjórnaði hann einnig for- eldrum sinum upp að ákveðnu marki. Sagnfræðingar eru flestir sammála um að á nitjándu öld hafi vald fjölskyldu- föðursins á heimilin fyrst og fremst skapast vegna fjárhagslegrar stöðu hans sem fyrirvinnu heimilisins.20 Hannes Johnsen stjórnaði lífi og lífsstíl Ölafs sonar sins að miklu leyti (og var þannig nálægur í uppeldi hans á Hafnarárunum) með þvi að skammta honum pening á námsárunum. Hannes reyndi einnig að stjórna lífi og eyðslu Steingrims en óhætt er að segja að vopnin hafi snúist í höndunum á honum. Steingrimur eyddi langt um efni fram. Hann sendi föður sinum skýrslu um eyðsluna, útskýrði hversu „nauðsynlegt" það væri fyrir hann að fá hærri fjárupphæð til úthlut- unar og þar fram eftir götunum. „Fáein ord þarf eg ad tala vid þig fadir minn um mínar peningasakir ,..“21 skrifaði Steingrimur i mars 1869 en setningar á borð við þessa er að finna í nánast hverju einasta bréfi sem hann skrifaði föður sinum. Sem dæmi um eyðslu Steingrims má nefna að fyrsta mánuðinn sem hann var i Höfn, haustið 1866, eyddi hann u.þ.b. 100 ríkisdölum sem er töluvert meira en ferðin með gufuskipinu frá Reykjavik til Kaup- mannahafnar kostaði á sama tíma.22 Veturinn I870-I87I eyddi Stein- grímur að meðaltali 40-60 ríkisdölum á mánuði en var þó alltaf að reyna að spara eftir því sem hann sagði sjálfur.28 Sumarið 1869 skrifaði hann til að mynda „...hvad mikid sem madur reynir að spara, svo brúkar madur þó mikid, ef madur ekki alveg ætlar, að loka sig inni; eg vona ad þú sjáir, ad eg get ekki haft þad öðruvisi..."24 Af bréfum Steingríms að dæma er ekki annað að sjá en að föður hans hafi þótt meira en nóg um eyðsluna og reynt að fá hann til að draga úr tóbaksnotkun og öðrum munaði.25 Ólafur hafði að sama skapi áhyggur af útgöldum föður síns vegna Steingrims2® en sjálfur sagði Sagnir 1996 - 58
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76
Qupperneq 77
Qupperneq 78
Qupperneq 79
Qupperneq 80
Qupperneq 81
Qupperneq 82
Qupperneq 83
Qupperneq 84
Qupperneq 85
Qupperneq 86
Qupperneq 87
Qupperneq 88
Qupperneq 89
Qupperneq 90
Qupperneq 91
Qupperneq 92

x

Sagnir

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Sagnir
https://timarit.is/publication/1025

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.