Sagnir - 01.06.1996, Qupperneq 62
tekið þátt í umönnun barna sinna til að
létta undir með eiginkonunum en ekki
sjálfra sín eða barnanna vegna og sumir
þeirra efuðust jafnvel um eigin hæfileika
til að elska börnin í jafnmiklu mæli og
mæðurnar gerðu.71 í bréfum Ólafs kem-
ur hvergi fram það viðhorf að móðirin
væri betur til þess fallin frá náttúrunnar
hendi að hugsa um ungabarn, sem margir
telja að hafi verið ríkjandi viðhorf á
nítjándu öld. Aftur á móti er stundum
að sjá sem Ólafi hafi þótt sterk móður-
ást Önnu til barna sinna orsaka agaleysi
í uppeldinu.72
Fyrsta bréfið sem Ólafur skrifaði
foreldrum sínum eftir fæðingu Hannesar
er dagsett 6. mars 1868 og má á því sjá
að hann hafði þá þegar mjög mikla
ánægju af syni sínum, jafnvel þó að sá
síðarnefndi væri aðeins hjálparvana
ungabarn. Ólafur hefur væntanlega ekki
tekið mikinn þátt í umönnun barnsins
fyrstu vikurnar, að minnsta kosti virðist
hann ekki hafa tengst Hannesi til-
finningalega fyrr en sá síðarnefndi var
farinn að geta haft lágmarks samskipti
við annað fólk. Þegar Hannes var fimm
mánaða gamall skrifaði Ólafur: „... vid
erum farin ad hafa mikið gaman af
honum, hann er síhjalandi og makalaust
fjör í honum. Þar til er hann einstaklega
gódur, greyid litla, en lítid er honum um
að liggja vakandi í vöggunni, nema
madur tali vid hann.“73
Olafur var stoltur faðir sem sagði
foreldrum sínum frá helstu framförum
barnsins, til að mynda því hvað það væri
farið að geta verið lengi úti í einu, frá
því er það tók fyrstu skrefin og þann 17.
júní 1868 skrifar Ólafur: „í dag er
mikill gledidagur fyrir okkur, útaf
Hannesi litla; þad eru komnar tvær
framtennur fram í nedri kjálkanum .,."74
Áður hef ég minnst á þá togstreitu
sem skapaðist hjá Ólafi þegar hann
neyddist til að semja sig þeim siðum
Dana sem voru honum ekki að skapi. Er
óhætt að segja að Ólafur hafi fundið
greinilega fyrir óþægindunum sem sköp-
uðust milli ríkjandi siða í Danmörku og
á Islandi þegar kom að því að skíra
Hannes. Þau Dagný Heiðdal og Loftur
Guttormsson hafa bent á að á nítjándu
öldinni hafi lagst af sá siður á Islandi að
skíra vikugömul börn í kirkju sama
hvernig viðraði.75 í greinum áður-
nefndra sagnfræðinga kemur ekki fram
hvernig sá siður barst til landsins að
skíra börn heima eða hvort hann
mótaðist einfaldlega á Islandi. Nú þykist
ég sannfærð um að sá siður barst að
minnsta kosti ekki frá Danmörku því að
í bréfum Ólafs kemur fram að hann var
mjög hneikslaður á þeim sið Dana að
skíra öll ungabörn í kirkju og stefna
þannig heilsu þeirra í hættu. Ólafur
gerði ekki greinarmun á trúarlegu gildi
athafnarinnar hvort sem skírt var í
kirkju eða heimahúsi en það gerðu Danir
og neitaði presturinn að koma á heimili
þeirra til að skíra Hannes.
Upphaflega var áætlað að skíra
Hannes á brúðkaupsdegi Ólafs og Önnu,
þann 28. desember, en þegar leið að
deginum ákvað Ólafur að fresta skírn-
inni „því þá var kalt og ekki farandi med
Til hægri á myndinni er Sigríður Kristín dóttir
Ólafs og við hlið hennar ungfrú Madsen, dönsk
vinkona hennar.
svo ung börn í kirkju."76 Reyndar
skánaði veðrið og hlýnaði í lofti þegar
leið að tilætluðum degi þannig að
Ólafur lét til leiðast. Hannes var skírður
að dönskum sið í Knútskirkju þann 28.
desember 1867.
„Mikid viljum vid óska, að þid getid
sjed hann,“77 skrifaði Ólafur föður sín-
um þann 7. mars 1870 og á þá við
Hannes. Þetta var ekki í fyrsta skipti
sem hann óskaði þess að foreldrar hans
fengju tækifæri til að sjá soninn sem
hann var svo stoltur af. Ólafi var mikið í
mun að börnin sín þekktu afa og ömmu
á Islandi sem og sína íslensku arfleifð. I
bréfi frá 20. september 1870, þegar
Hannes var tæpra þriggja ára, kemur fram
að Olafur las úr bréfunum frá Islandi
fyrir son sinn. Þar segir meðal annars:
„Hannes hefur mikid gaman af brjefunum
að heiman einkum þegar hans nafn er
nefnt þar, og vill hann gjarna skrifa aptur,
en þad verdur nú þar eptir."78
I bréfi frá Önnu til tengdamóður
Sagnir 1996 - 62
sinnar sumarið 1867 kemur fram að á
heimili þeirra í Óðinsvéum var ætíð
töluð íslenska79 og í bréfum Ólafs
kemur fram að þau hafi lagt sig fram við
að kenna Hannesi litla íslensku. I mars
1870 þegar Hannes var rúmlega tveggja
ára skrifaði Ólafur:
... honum fer vel fram dags daglega
bædi med að tala og annad; hann
getur vel gert sig skiljanlegan bædi á
dönsku og íslensku ... þó er eins og
hann eigi hægara med ad tala
dönskuna ... það er annars merkilegt
og gaman að heyra hvad hann getur
gert mun a málunum, þegar hann um
leid talar bædi málin vid okkur og
adra; þad kemur sjálfsagt ósjálfrátt
hjá honum, en merkilegt er það samt
med ekki eldra barn.80
Ásetningur þeirra hjóna við að kenna
börnum sínum íslensku virðist þó ekki
hafa borið tilætlaðan árangur, í það
minnsta skrifaði Ólafur átta mánuðum
síðar:
[ Hannes] er nú farinn ad tala allvel
og greinilega, allt saman þó ordid ad
dönsku; þó vid sjeum að tala við
hann íslenzku, þa hefur þad minna
að þýda, þar sem hann heyrir
allstadar dönskuna í kringum sig og
allir vinirnir danskir.81
Þess ber að geta að innan um bréf
Ólafs er að finna eitt bréf frá árinu
1883 sem Hannes skrifaði afa sínum og
nafna á Islandi og annað sem Sigríður
Kristín, systir hans, skrifaði afa sínum
líklegast sama ár. Þessi bréf eru bæði á
dönsku og svo er að sjá sem þau
systkinin hafi glatað niður íslenskunni.
Reyndar skrifaði Ólafur sjálfur öll
bréf til fjölskyldu sinnar á dönsku þegar
hann var yngri, það er á árunum frá
1857 til 1861. Sumarið 1861 hóf hann
að skrifa föður sínum og systkinum á
íslensku en móður sinni skrifaði hann
áfram á dönsku.82 Ástæðuna veit ég ekki,
en í bréfi sem Ólafur skrifaði föður
sínum haustið 1861 kemur í ljós að
hann hefur alist upp við að íslenska væri
töluð á heimili hans, að minnsta kosti að
hluta til. I bréfinu segir: „... jeg vilde
have skrevet dig paa Islandske; det er jo
mit Modersmaal, som Du altid talte til
mig hjemme; men nu faaer det vente til
næste Gang.“82
Nú er hugsanlegt að móðir Ólafs
hafi ætíð talað dönsku við börnin sín,
að minnsta kosti breyttu þeir Ólafur og
Steingrímur aldrei útaf þeirri venju að
skrifa henni á dönsku. Athyglisvert þykir