Sagnir - 01.06.1996, Qupperneq 64

Sagnir - 01.06.1996, Qupperneq 64
við að láta tilfinningar sínar í ljós við föður sinn. Af bréfum hans verður ekki annað séð en að hann hafi verið stoltur af Onnu sinni og viðurkennt fúslega hversu miklu máli hún skipti hann. Ólafur var mjög háður bæði eiginkonu sinni og börnum og skammaðist sín ekkert fyrir það. eftirmáli Þetta var sagan af Ólafi Hannessyni Johnsen. Saga af karlmanni á síðari hluta nitjándu aldar. Persónuleg saga, sem hjálpar okkur að skilja hugmyndaheim nítjándu aldar karlmannsins, Islendings- ins sem aldrei varð að Dana. Saga Ólafs Johnsens er saga einstaklings en um leið er hún einn kubbur í stóru púsluspili. Púsluspili sem gefur okkur vonandi heillega mynd af fjölskyldulifi karlmanna á síðari hluta nitjándu aldar og þá ekki síst því hvernig þeir sjálfir upplifðu sig sem eiginmenn og feður. Ólafur Johnsen var tilfinningaríkur maður, ábyrgðarfullur og jarðbundinn. Hann var hluti af samhentri fjölskyldu þegar hann hélt út í heim tuttugu ára gamall og á framandi slóðum skapar hann aðra. A milli Ólafs og foreldra hans var gott samband, hann deildi með þeim gleði sinni og sorgum, sagði þeim kjaftasögur af gömlum kunningjum og skemmtanalífinu í Höfn. Bréf þeirra bræðra, Ólafs og Steingríms, eru opinská og einlæg. Ölafur var meira á tilfinn- ingalegu nótunum en bróðir hans og átti það til að reyna að greiða úr eða koma skipulagi á tilfinningar sínar í bréfunum. Stundum er eins og hann hafi skrifað sig frá hlutunum, skrifað til að létta á tilfinningum sínum og hugsunum og þannig má segja að sendibréf Ólafs gegni í raun hlutverki trúnaðardagbókar, að minnsta kosti upp að ákveðnu marki. Það er i rauninni með ólíkindum hversu nánu sambandi Ólafur hélt við föður sinn allan þann tima og held ég að ástæðuna sé helst að finna í því að Ólafur notar bréfin til að létta á hugsunum sínum. Ölafur Hannesson Johnsen var góður maður eftir bréfunum að dæma en bréfin sýna okkur aðeins eina hlið á Ólafi, þá hlið sem hann viðurkennir fy'rir þeim er þekktu hann hvað best, það er, for- eldrum sínum og systkinum. Bréfin segja okkur ekki alla söguna um Ólaf en samt sem áður stendur margt eftir. Við vitum að Ólafur tók virkan þátt í tilfinninga- legu uppeldi barna sinna. Við vitum að samband hans við föður sinn var ekki yfirborðskennt98 og við vitum að Ólafur leitaði fremur í félagsskap eiginkonu sinnar en samstarfsmanna. Við vitum að Ólafur Johnsen virti eiginkonu sína, elskaði börnin og saknaði foreldra sinna. Við vitum að Olafur fór ekki í launkofa með tilfinningar sínar. Það er einmitt þess vegna sem þessi grein snýst um fjölskyldulíf Islendingsins sem aldrei varð að Dana. Tilvísanir 1 hmdsbókasajn íslands (hér eftir Ibs.) 2426.4to. Ólafur til móður sinnar 4. júlí 1857, 29. september 1857 og í september 1867. 2 Ibs. 2426.4to. Ólafiir til föður síns 19. maí 1873. 3 Lbs. 2426.4to. Ólafur til föður síns 17. júní 1868. 4 Ólafur lýsti þessu mjög vel í bréfi sem hann skrifaði fjölskyldunni 27. apríl 1860 og 15. apríl 1861 og aftur föður sínum 13. september 1859. Ibs. 2426. 4to. 5 Ólafur til móður sinnar 30. september 1864. Tilvitnun þýdd úr dönsku. 6 Ólafur til móður sinnar, 9. október 1860. Tilvitnun þýdd úr dönsku. 7 Nokkrir íslenskir sagnfræðingar og þá helst þeir Loftur Guttormsson, Gísli Agúst Gunnlaugsson, Gísli Gunnarsson, Guðmundur Hálfdanarsson og Sigurður Gylfi Magnússon hafa skoðað bernskusöguna og sýnt fram á að foreldrar clskuðu börnin sín fyrr á tímum, þó auðvitað hafi tjáningarmáttur ástar þeirra verið háður ytri aðstæðum. 8 Frank, Stephen M.: „Rendering Aid & Comfort: Images of fatherhood on the letters of civil war soldiers from Macacutets and Micigan." Journal oj Social History haust 1992, bls. 18 og 19. 9 Það kemur greinilega fram í bréfum Ólafs að hann ætlaðist til að öll fjölskyldan læsi þau. Eins eftir að hann hafði sjálfur stofnað fjölskyldu las hann upphátt úr bréfunum að heiman. Stundum fékk Ólafur einnig sendar dagbækur að heiman og voru þær þá greinilega skrifaðar með það í huga að skemmta og fræða ættingjana í Danmörku. Skemmtilegt dæmi hér að lútandi er að finna í dagbók Hannesar Thorsteinssonar, systursonar Ólafs, en hann dvaldist gjarnan hjá Ólafi í skólafríum fyrstu árin sem hann stundaði nám við Kaupmannahafnarháskóla. I Dagbók Hannesar frá árinu 1883 stendur m.a. „... eptir borðum las onkel seinustu dagbók afa, sem við höfðum mjög gaman af að heyra." Lbs. 2425. 4to. 20. mars 1883. 10 Stephen Frank bendir í rannsókn sinni á að á 18. öld hafi verið mun algengara að synir stíluðu bréf á föður sinn eingöngu fremur en aðra fjölskyldumeðlimi en þcgar líða tók á 19. öldinni breyttist þetta og ungir mcnn fóru að skirfa mæðrum sínum bréf ekki síður en feðrum sínum. Frank, bls. 18. 11 Lbs. 2427. 4to. Steingrímur til móður sinnar, 28. fcbrúar 1867. Tilvitnun þýdd úr dönsku. 12 Steingrímur til móður sinnar, 15. apríl 1869 og 5.-15. nóvember 1867. Tilvitnun þýdd úr dönsku. 13 E.t.v. var hann stöðugt að bera sig saman við Ólaf í þcssu sambandi. 14 Rcyndar er cinnig að finna nokkur dagbókarbrot í bréfasafni Ólafs, Lbs. 2426. 4to, og cru þau frá 10.-20. descmber 1871 en koma að litlu gagni við þessa rannsókn. 15 Lbs. 2427. 4to. Steingrímur til fjölskyldunar 26. maí 1873. 16 Þegar hér er komið sögu var Steingrímur farinn að gera skýran greinarmun á d og ð en það gerði hann ekki áður cins og sjá má á öðrum beinum tilvitnunum úr bréfum hans. Lbs. 2427. 4to. Steingrímur til föður síns og systkina, 24. júní 1879. 17 Sama. Ath. síðustu setninguna þar sem Steingrímur segist fylgja Siggu í skólann en setningar á borð við þessa segja ýmislegt um þátttöku karlmanna í umönnun barna. 18 Síðar á árinu var hann settur tímabundið af landshöfðingja (Árna Thorsteinsson, mági sínum,) scm annar af tveimur kennurum við Prestaskólann þannig að ckki verður annað séð en honum hafi gengið allt í haginn, á starfssviðinu a.m.k., á þessum tíma. 19 Steingrímur trúlofaðist Önnu Bjering árið 1880 og lofaði þá um leið að hætta að drekka áfengi. Ekkert varð að fyrirhugaðri giftingu Steingríms og Önnu og svo virðist sem þunglyndi hans og lífsleiði ágerist með árunum. I bréfi sem hann skrifaði frú Finsen árið 1885 segir t.a.m. „...jeg som ikke cr nogen stor Ynder af Selskabeligheden, og til sine Tider foler mig noget ene, saa ene, at en god Bog til sine Tider har ondt ved fordrive denne Folelse, men det fár ikke hjelpc..." NKS (Ny kongcligc Samling í Konunglegu bókhlöðunni í Kaupmanahöfn) 2636 4to. Sjá einnig NKS 4597 4to. Bréf frá Önnu Guðrúnu Eiríksdóttur til Finns Jónssonar, 4. apríl 1880. Sagnir 1996 - 64
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76
Qupperneq 77
Qupperneq 78
Qupperneq 79
Qupperneq 80
Qupperneq 81
Qupperneq 82
Qupperneq 83
Qupperneq 84
Qupperneq 85
Qupperneq 86
Qupperneq 87
Qupperneq 88
Qupperneq 89
Qupperneq 90
Qupperneq 91
Qupperneq 92

x

Sagnir

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Sagnir
https://timarit.is/publication/1025

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.