Sagnir - 01.06.1996, Qupperneq 67

Sagnir - 01.06.1996, Qupperneq 67
Kristján III Danakonungur hneigðist snemma að kenningum Lúthers og er það samdóma álit sagnfræðinga, aö hertoginn hafi verið einlægur trúmaður og vammlaus í einkalífi sínu. á gruggugu vatni, studd öflum, sem áhuga höfðu á þrotabúi Kalmarsam- bandsins. Kristján II., sem hnepptur hafði verið í varðhald árið IS3I í Sonderborgarhöll eftir misheppnaða tilraun til þess að endurheimta ríki sitt, var þrátt fyrir fangavist sína óvissu- þáttur, þar sem hann átti ítök meðal bænda og borgara. Jóskir bændur hófu árið 1534 blóðuga upppreisn gegn aðalsveldinu undir forystu Klements skipstjóra (skipper Klement) og ógnuðu heimsmynd aðalsins. Kristján hertogi, síðar Kristján III. Danakonungur, var staddur á ríkis- þinginu í Worms 1521, þegar Lúhter varði skoðanir sínar á aflátssölu páfa- dómsins og annarri spillingu. Hann mun snemma hafa hneigst að kenningum Lúthers. Er það samdóma álit sagn- fræðinga, að hertoginn hafi verið ein- lægur trúmaður og í einkalífi sínu vammlaus maður. Þegar Kristján hertogi gekk í hjónaband, fékk faðir hans hon- um yfirráð yfir Haderslevs- og Törningsamti og kom hann þar á nýrri kirkjuskipan með Haderslev-artikúlun- um svonefndu. Voru þær að einhverju leyti fyrirrennarar kirkjuordinanzíunnar frá árinu 1537. I baráttu sinni fyrir konungdómi studdist Kristján III. við aðalsmenn úr Slésvík og Holtsetalandi og var samvinna hans við aðalsmanninn Jóhann von Rantzau einkar heilladrjúg. Hann átti einnig aðgang að fjármagnsmarkaðnum t Kiel, svonefndu „Kielar-umslagi" og fékk hann þar lán til stríðsrekstursins. Samkvæmt hefðum lénsskipulagsins studdust konungar við herstyrk léns- manna sinna til landvarna. Þetta form nægði ekki lengur kröfum tímans, og þegar mikið lá við, leigðu konungar og aðrir hershöfðingjar málalið, en skipulag og útgerð slíkra herja var tíðum atvinnu- vegur fátækra aðalsmanna. Greiða varð slíku liði málann skilvíslega, annars gekk það úr þjónustunni og þá gjarnan til liðs við andstæðinginn. Því var stofnun fastahers einn af frumþáttum í sköpun nútímaríkisvalds. Aðrir þættir voru skipulögð stjórnsýsla og einokun vald- beitingar (staatliches Gewaltonopol). Meðan á Greifastríðinu stóð nutu jaðarlönd dansk-norska ríkisins meira sjálfræðis en nokkru sinni fyrr. Stjórnsýsla konungs var lögð í hendur íslensku biskupanna; norska ríkisráðið fól biskupunum Ogmundi Pálssyni og Jóni Arasyni hirðstjóravald og er ekki annað að sjá, en að þeir hafi verið þessum stjórnsýsluvanda vaxnir. Þá voru í reynd komin á fót hér á landi kirkjufurstadæmi, sem áttu sér hliðstæðu suður í Þýskalandi. Nýsköpun ríkisvaldsins Sumarið 1536 lauk hinum mannskæða innanlandsófriði í Danmörku. Þann 6. ágúst reið Kristján III. inn í Kaup- mannahöfn. Greiða þurfti málaliðum málann og voru eignir kirkjunnar í rauninni það fé, sem lá á lausu. Til þess að brjóta á bak aftur andspyrnu kirkj- unnar manna gegn því fjárnámi, sem fólst í Landshjálpinni, skattheimtu kon- ungs til greiðslu á stríðsskuldum, voru kaþólskir biskupar Danaveldis hand- teknir. Bylting hafði átt sér stað og ný- sköpun ríkisvaldsins í átt til nútíma- ríkisins (frúhmoderner Staat) var hafin. I skuldbindingarbréfi því, sem 12 ríkis- ráðsmenn urðu að undirrita þann 12. 67 — Sagnir 1996
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76
Qupperneq 77
Qupperneq 78
Qupperneq 79
Qupperneq 80
Qupperneq 81
Qupperneq 82
Qupperneq 83
Qupperneq 84
Qupperneq 85
Qupperneq 86
Qupperneq 87
Qupperneq 88
Qupperneq 89
Qupperneq 90
Qupperneq 91
Qupperneq 92

x

Sagnir

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Sagnir
https://timarit.is/publication/1025

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.