Sagnir - 01.06.1996, Síða 75
. t?AÐ. E R .U.O.U. A6. H£Y R A,
hljómurinn sé þægilegur ef hlýrt er á
hann úr hæfilegri fjarlægð! Lögin sem
þau léku voru mest dönsk og norsk
þjóðlög en nokkur íslensk þjóðlög fengu
að fljóta með.14
Einnig má lesa út úr frásögn Guð-
rúnar Einarsdóttur „hundadagadrottn-
ingar“ af eigin langspilsnámi að hún hafi
talið það vera skref upp virðingar-
stigann. I bréfi dagsettu þann 4. ágúst
1816 til Lady Stanley, eiginkonu Stan-
leys þess er kom til Islands 1789, segir
Guðrún:
... I have also being lerning to play
the only Icelandik miusikal instru-
ment that has been form'd in this
country it is caled Lang spil Sir
Georg MaKence kalls it Sakred
miusik but I kan play any thing on it
_I5
I sama bréfi segist hún reyndar líka
vera að læra hollensku og skák en hvort
sem hún hefur raunverulega verið að læra
þetta allt saman eða einungis verið að
reyna að ganga í augun á breska aðlinum
er greinilegt að Lady Stanley hefur átt
að þykja til hljóðfæranáms Guðrúnar
koma. Annar langspilsnemi frá svipuðum
tíma, Rasmus Kristian Rask, þurfti hins
vegar ekki að slá þannig um sig til að
njóta virðingar enda sennilega menntað-
asti maðurinn á Islandi á meðan á dvöl
hans hér stóð. Hann var hér á árunum
I8I3-I5 og dundaði sér lítilega við
langspilsleik og sagði það „behageligt“
hljóðfæri en helsti gallinn við það væri
að á því væru ekki hálftónar. Líklega
hefur hann mest kennt sér sjálfur enda
hljóðfærið ákaflega einfalt en mest
spilaði hann dönsk lög.16 Ekki er gott
að henda reiður á það nákvæmlega
hvenær langspilið verður almenningseign
en líklega er það ekki fyrr en eftir 1820.
Það naut vaxandi vin?ælda sem náðu
hámarki um miðja öldina en upp úr því
fóru þær dvínandi og tóku þá önnur
hljóðfæri að mestu við því að fullnægja
tónlistarþörf Islendinga.17
Söngur
Um aldamótin 1800 hafði sönglist á
Islandi nær ekkert þróast frá því um
siðaskiptin. Tvísöngurinn var allsráð-
andi og við sálmasöng var nær eingöngu
stuðst við Grallara Guðbrands Þorláks-
sonar. Grallarinn (eða Graduale) kom
fyrst út árið 1589 og var endurprent-
aður reglulega næstu 190 árin, síðast
1779, án þess að neinar stórvægilegar
breytingar væru gerðar á honum. Fleira
var þó sungið en
Grallaralögin og
eru til tví-, þrí-,
og jafnvel fjór-
rödduð lög frá 16.
og 17. öld sem
liklega eru samin
af Islendingum.18
En það var eins
farið með sönginn
og hljóðfæraleik-
inn að honum
hafði hnignað mjög
og í raun mun
meira þvi Islend-
ingar höfðu alltaf
verið meiri söng-
menn en hljóð-
færaleikarar. Há-
marki náði þessi
hnignun undir lok
18. aldar og í
byrjun þeirrar
nítjándu. I Bessa-
staðaskóla var t.d.
nær engin söng-
kennsla sem alltaf
hafði verið hluti
prestnámsins en
tvísöng lærðu pilt-
arnir þar hver af
öðrum.19 Þessi söng-
ur kom erlendum
ferðamönnum ákaflega spánskt fyrir
hlustir og má þar nefna lýsingu Williams
Hooker. Hann fór til messu í Haukadal
og lýsir söngnum sem tilbreytingarlaus-
um og ósamhljóma hávaða sem tæpast sé
hægt að kalla söng. Aðeins karlmenn-
irnir sungu og þöndu þeir raddböndin til
hins ýtrasta og var Hooker þeirri stund
fegnastur þegar messunni lauk.20 Svip-
aðar sögur segja landar hans Holland og
Mackenzie. Holland segir kirkjusöng í
Reykjavík ekki vera beint með
„Orfeifsku sniði“21 og 10 til 12 manna
söngflokk sem söng þar við fermingu
fremur mega „hrósa sér af hávaða en
samstilltum söngröddum.“ 22 Aldrei er
talað um góðan eða fallegan kórsöng
enda hefur slíkt varla þekkst í landinu.
Oft er talað um að menn hafi verið
„miklir raddmenn", „söngmenn góðir“
eða fleira í þeim dúr en sennilega vísar
það frekar til raddar og raddstyrks en
lagvísi. Þó voru framfarasinnaðir menn
með þreifingar í þá áttina að bæta
söngmennt landsmanna og var þar að
sjálfsögðu fremstur í flokki Magnús
Stephensen.
Með útgáfu Evangelískkristilegu messu-
Um aldamótin 1800 var langspilsleikur enn að mestu bundinn við yfirstéttina.
saungs og sálmahókarinnar má segja að
Magnús hafi brotið blað í tón-
menntasögu íslands. Þar voru í fyrsta
skipti hér á landi prentaðar nótur af
þeirri gerð sem við þekkjum í dag en
með þremur sálmanna fylgdu slíkar
nótur. Nótunum fylgdi svo stuttur pistill
um tónfræðina á bakvið þær og voru það
fyrstu leiðbeiningarnar sem prentaðar
voru á íslandi í nútima tónfræði. Auk
þess voru í Leirgerði leiðbeiningar um
hvernig syngja skyldi sálma og má úr
þeim lesa hvernig sálmasöngur hefur
hljómað um aldamótin 1800. Þar leggur
Magnús áherslu á að fólk fylgi forsöngv-
aranum sem jafnan sé besti söngmaður
sóknarinnar.
Se þessi regla því vel adgætt, mun
lagid verda hid sama hjá ollum,
raddirnar samhljóda, taktar og
atqvædi og kór framkirkju samferda,
sem vist er nýtt að heyra í
fjolmennum sofnudum vida, og allir
munu fljótt finna ser miklum mun
hægra, undir eins og audveldara,
greinilegra, uppbyggilegra fyrir
áheyrendur og prýdilegra þanninn ad
sýngja í kirkjum og heima-húsum,
75 — Sagnir 1996