Sagnir - 01.06.1996, Síða 76

Sagnir - 01.06.1996, Síða 76
enn ad hvorr gauli í belg og kjeppist máta- og adgreiningar-laust, sumir ad grípa hvorr fram fyrir annann og andina á lopti, opt í midjum ordum og meiníngum, og sumir ad draga seyminn hvorr odrum lengur.23 En það er fleira sem Magnúsi finnst athugavert við íslenskan messusöng. Skortur á tilfinningu fyrir söng, i það minnsta fyrir kórsöng, hefur greinilega farið í taugarnar á honum og þá ekki síður tilhneiging forsöngvara til að syngja ofan raddsviðs hins almenna kirkjugests og jafnvel síns eigin. Þad er ljótt bædi ad heyra og sjá, þegar saungvarar kúga upp skræki á stangli med uppblásnum ædum á hofdi og ollu andliti af ofraun ... en svo sem þetta er opt um of, svo er það allt eins um van, þegar saungurinn verdur ad ólundar rauli í lægstu nótum.24 Það þarf svo sem engan að undra þó að slíkur söngur hafi lítið átt upp á pallborðið hjá Magnúsi en að sama skapi áttu föðurlegar ráðleggingar hans lítið upp á pallborð hins almenna Islendings. I formála sálmabókarinnar segist Magnús hafa sneitt hjá öllum „myrkum", „þungskyldum", „efasömum" og „tvíræðum orðatiltækjum" svo að fáfróður og einfaldur almenningurinn geti skilið og notið jákvæðs og upp- byggilegs boðskaps sálmanna. Einnig sleppti hann öllum „þungskildum sálm- um“ og sálmum með „frekum heims- ádeilum".25 Ef hann hefur talið að þessi ritskoðun sín yki vinsældir bókarinnar skjátlaðist honum hraplega. Fólk var almennt mjög óánægt með sálmana í bókinni og fóru tilraunir Magnúsar til að bæta söngmennt íslendinga því algjörlega fyrir ofan garð og neðan enda þeir fáir sem höfðu nokkrar forsendur til að skilja tónfræði. Söng- og tónfræði- kennsla Magnúsar bar því sáralítinn árangur og grallarasöngur tíðkaðist víð- ast framundir miðja öldina og söng- stíllinn jafnvel fram á þá tuttugustu.26 Magnús var þó ekki sá eini sem reyndi að kenna Islendingum að syngja. Aðrir beittu hógværari aðferðum sem skiluðu mun betri árangri en hrokafullar umvandanir landsyfir-dómarans, m.ö.o. þeir kenndu fólki einfaldlega að syngja. Sæmundur Magnússon Hólm hafði dvalið í 15 ár við nám í guðfræði, heimspeki, myndlist og fleiru í Kaupmannahöfn og lagði þar m.a. stund á söngnám. Hann kom hingað heim árið 1789 og gerðist prestur að Helgafelli á Snæfellsnesi. I Kaupmannahöfn kynntist hann ýmsum hliðum sönglistarinnar sem þóttu nýstár- legar hér heima á Fróni. Þegar heim kom fór hann fljótlega að kenna söng og langspilsleik og vakti athygli þeirra sem til sáu sá siður Sæmundar að slá taktinn með hendinni og þá ekki síður hvernig hann hann hreyfði hendina upp eða niður eftir því hvert hann vildi að söngurinn færi. Það er því ekki að undra þó að þeir sem lærðu hjá Sæmundi hafi verið auðþekktir því það virðast hafa verið talsverð viðbrigði fyrir flesta íslendinga að heyra sungið í takti. Með útgáfu Evangelískkristilegu messusaungs og sáimabókarinnar má segja að Magnús Stephensen hafi brotið blað í tónmenntasögu íslands. Þar voru í fyrsta skipti hér á landi prentaðar nótur af þeirri gerð sem við þekkjum í dag en með þremur sálmanna fylgdu slíkar nótur. Þó að Sæmundur hafi innleitt „danskan" söngstíl fór því fjarri að hann hafi verið undir dönskum áhrifum hvað lagaval varðaði. Hann unni tvísöng og var ákafur fylgismaður Grallarans. Helst vildi hann syngja með konum og börnum og kenndi til dæmis sveitarómögum þeim sem hjá honum dvöldust söng, jafnvel þegar þegar þeir áttu að vera að sinna vinnu sinni.27 Annar prestur sem einnig fiktaði við söngkennslu var séra Benedikt Pálsson frá Stað í Barða- strandarsýslu, þótt ekki hafi hann fengið kennslu á við Sæmund í söng. Þó kenndi hann sóknarmönnum sínum söng svo að þeir gátu auðveldlega brugðið fyrir sig fjórrödduðum söng sem var orðið sjaldgæft á seinni hluta 18. aldar og gætti áhrifa frá söngkennslu Benedikts fram undir lok 19. aldar.28 Eflaust hafa þeir verið eitthvað fleiri sem reyndu að bæta söngmennt Islendinga en áhrifin hafa verið mjög staðbundin líkt og hjá þeim Sæmundi og Benedikt enda fór íslenskur kórsöngur almennt ekki að skána fyrr en langt var liðið á 19. öldina. Opinber tónlistarflutningur Hljóðfæraleikur var að langmestu leyti bundinn við heimilið. Þó svo að heimilisfólkið á Innrahólmi léki á flest þau hljóðfæri sem völ var á hér á landi hélt það ekki opinbera tónleika eða neitt slíkt. Það lék einungis fyrir sjálft sig, sína nánustu og auðvitað gesti sem þurfti að skemmta eða sýna sérstakan heiður. Þannig var þessu varið með langflesta hljóðfæraleikara landsins. Það var aðeins þegar dansleikir voru haldnir sem fólk gat notið tónlistarflutnings og svo i einstökum undantekningartilfellum eins og þegar Markús Magnússon stiptprófastur lét leika á þrjú fíólín við messugjörð á nýjársdag 1803 til að gera hana hátíðlegri.29 Það virðist hafa verið talsvert mismunandi á milli ára hve oft dansleikir voru haldnir. Ebenezer Henderson, sem var hér á árunum 1814- 1815, segir dansleiki haldna 2-3 sinnum ári í Reykjavík20 en sumarið 1810 voru þeir a.m.k. fjórir.21 Sumarið 1809 hefur þó vafalaust verið algjört metsumar hvað dansleikjahald snerti en það var árið sem Jargen Jorgensen og félagar hans (þar á meðal William Hooker) heiðruðu lands- menn með nærveru sinni sællar minn- ingar. Hefur enda verið litla aðra skemmtun fyrir Jorgensen og félaga að hafa. Hooker segir að dansleikir og veisluhöld hafi verið nærri daglegir viðburðir í Reykjavík síðustu vikurnar áður en þeir fóru af landi brott.22 Fljótlega eftir að þeir Mackenzie, Holland og Bright komu hingað sumarið 1810, ákváðu þeir að halda íslendingum dansleik og var hann haldinn í Klúbbn- um. Holland hefur eftir Olafi Loftssyni, túlki þeirra, að mikil eftirvænting hafi ríkt meðal yngissveina og hefðarmeyja bæjarins og mikið hafi verið lagt í undirbúninginn fyrir dansleikinn. Sam- kvæminu líkir Holland við enskan sveitadansleik og meira að segja klæðn- aður kvennanna var eins og tíðkaðist hjá ensku millistéttinni. Dansinn hófst klukkan rúmlega 9. Hljóðfærin voru: fiðla, bumba lög- reglunnar og tveir þríhyrningar (triangles). Herrarnir buðu döm- unum upp algerlega á enskan máta, og sama var að segja um allan aðdraganda sveitadansanna (country Sagnir 1996 - 76
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88
Síða 89
Síða 90
Síða 91
Síða 92

x

Sagnir

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Sagnir
https://timarit.is/publication/1025

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.