Sagnir - 01.06.1996, Síða 80

Sagnir - 01.06.1996, Síða 80
hefur ritið haft mikið gildi unga menn og ungar konur og hvatt til dáða. verið þá hlutdeild landi Ennfremur hefur jafnan verið lögð áhersla á að hafa greinarnar aðgengilegar fróðleiksfúsum lesendum. Strangfræði- legt og tyrfið tímarit ætti ekki mikla framtíð fyrir sér. Sú hefð er sterk innan íslenskrar sagnfræði að leggja áherslu á að skrifa læsilega texta og hún er tvímælalaust af hinu góða. Með því að líta á ársrit háskólanema í öðrum grein- um, til dæmis í Félagsvísindadeild, má betur gera sér grein fyrir mikilvægi þessa þáttar. Mikilvægi Sagrta er ekki hvað síst fólgið í því að við- halda og styrkja þessa hefð. Yfirleitt eru greinarnar nokkuð vel skrifaðar, misjafnlega þó. A síðum Sagna birtast líka oft niður- stöður merkra rann- sókna en eins og oft hefur verið bent á sögunema í sagnfræðiiðkun hér á mikil og miklu meiri en hjá þeim þjóðum sem við viljum bera okkur saman við. Ritið er ekki hvað sist ómissandi fyrir þá sök að það sýnir söguáhugafólki hvað er efst á baugi í sagnfræðideildinni og við hvað sögu- nemar eru að fást. Skrá yfir lokaritgerðir nemenda, sem nú orðið er birt í hverjum árgangi, er einn liður í að sinna þessu hlutverki. Mætti ekki líka birta skrá yfir (helstu) rit og ritgerðir kennaranna við deildina? Slík skrá yrði varla mjög plássfrek en hún myndi veita okkur sagnfræðingunum sem vinnum úti í bæ enn betra yfirlit um það sem er að gerast í háborg íslenskrar sagnfræði. Skáldskapur og fullveldi Það virðist hafa fest sig í sessi að hafa ákveðið þema í hverjum árgangi. Um það er ekki nema gott eitt að segja þó varla sé æskilegt að hafa það að ófrávíkjanlegri reglu. Hættan er sú að þemað sé haft þemans vegna án tillits til þess hversu aðkallandi það er. Að auki gæti það orðið á kostnað fjölbreyti- leikans; ofuráhersla á eitt tiltekið þema gæti yfirgnæft aðrar greinar og ritið því orðið einhæfara en góðu hófi gegnir. Því er þó ekki til að dreifa i þeim árgöngum sem hér eru til umfjöllunar. „Island frjálst og fullvalda?" er spurningin sem lögð er fyrir þrjá „valin- kunna“ menn. Það er vel við hæfi að minnast 50 ára afmælis lýðveldisins 1994 með því að spyrja grundvallar- spurninga um fullveldi landsins og sjálf- stæði þjóðarinnar. Guðmundur Hálfd- anarson sagnfræðingur skrifar grein sem er í beinu framhaldi af skrifum hans um frjálshyggju og sjálfstæðisbaráttu 19. aldar. Það gustaði af Guðmundi þegar hann fyrst viðraði skoðanir sínar um það efni og skrif hans eru tvímælalaust ferskasta framlag til sögu sjálfstæðisbaráttunnar í seinni tíð. Hér er að finna athyglisverðar hugleiðingar um „einstaklingsbundið fullveldi“ annars vegar og „fullveldi þjóða“ hins vegar en hann telur skilning manna á Sagnir eru metnaðarfullt ársrit og báðir árgangarnir sem hér hafa verið til umfjöllunar jafnast að gæðum fyllilega á við það sem best hefur verið gert á fyrri árum. fullveldishugtakinu byggjast á „rót- grónum ruglingi". Guðmundur leggur áherslu á að tengja sjálfstæðisbaráttuna við stjórnmálaþróun í nágrannalöndun- um en seint held ég að Islendingar komi til með að líta á Mars-velli í París sem þjóðhelgan stað á sama hátt og þeir gera með Þingvelli. Hannes Hólmsteinn Gissurarson skrifar stutta en fjörlega hugvekju sem hann kallar því hljómmikla nafni „Karl- mennska orðsins í manndóm verksins." (Af einhverjum ástæðum er greinin sögð heita „Íslenskir athafnamenn" í efnis- yfirliti fremst í ritinu). Skrif Hannesar hafa tilhneigingu til að bera öll að sama brunni og margt hljómar hér kunnuglega. Sumum kann að ofbjóða hvernig hann kinnroðalaust beitir hugtökum eins og „einkavæðing" og „auðlindaskattur" á fortíðina. Ég tel hins vegar að slíkt eigi fullan rétt á sér, ekki síst í „hugrenn- ingum" eins og hér eru á ferð. Með þessu móti verða skrifin vekjandi og skemmtileg aflestrar. Sögunemar gætu ýmislegt af þessu lært í því skyni að forðast þá fræðilegu lognmollu sem er svo áberandi i islenskri sagnfræði. Guðmundur Andri Thorsson bók- menntafræðingur færir að því rök að vera bandaríska hersins á íslandi hafi „raskað viðkvæmri sjálfsmynd íslend- inga" og alið á „ábyrgðarleysi" þeirra. Hann hafi þannig „haldið íslendingum á nokkurs konar púpustigi fullveldisins." Smellið orðalag en höfundur heggur hér í sama knérunn og Gunnar Karlsson hefur gert. Þetta sjónarmið má örugglega réttlæta þótt að sönnu sé það umdeilan- legt og sumum kunni að þykja sem áhrif af hersetunni séu hér ofmetin. Það vekur eftirtekt að Guðmund- arnir báðir vísa mjög til umræðunnar um Evrópusambandið og Evrópumál al- mennt. Ollum er ljóst að í þeim efnum er framundan uppgjör hér á landi. Hvort sem mönnum líkar það betur eða ver þá mun Evrópa verða sínálæg í allri stjórnmálaumræðu á næstu árum. Á tímum sjálfstæðisbaráttunnar var sagan hápólitísk eins og alkunnugt er og sumir sagnfræðingar þjóðernislegir áróðurs- menn fremur en vísindalegir sagn- fræðingar. Nú vaknar sú spurning hvort sagan muni ganga í endurnýjun lífdaga sinna ef svo má að orði komast og verða stríðandi fylkingum að vopni í orrahríðinni um Evrópu. Þemað í 16. árgangi Sagna (1995) er sagnfræði og skáldskapur. Sjö greinar af fjórtán eru helgaðar þessu efni en þær eru reyndar styttri en aðrar greinar í blaðinu. Samband sagnfræði og skáld- skapar er klassískt álitamál. Á siðustu árum hefur talsvert verið fjallað um það í sagnfræðitímaritum. Sem dæmi má nefna greinarstúf eftir Má Jónsson i 14. árgangi Sagna og í Nýrri sögu 1990 leituðu fjórir sagnfræðingar og rithöf- undar svara við spurningunni hvort sagnfræði væri fremur listgrein eða vísindi. Að þessu sinni voru Magnús Hauksson bókmenntafræðingur og Helgi Ingólfsson sagnfræðingur og skáld fengnir til að reifa efnið. Þeir færa okkur engin ný sannindi en greinar þeirra eru báðar ágætar, sérstaklega grein þess síðarnefnda. Tengsl sagnfræði og skáldskapar verða aldrei krufin til mergjar og hollt væri okkur að hafa hugföst lokaorð Helga. Þar minnir hann á að hjá Grikkjum hafi gyðjur sagnfræði og skáldskapar verið samrýmdar og nú sé heldur engin ástæða „til að stía þeim í sundur". Því má skjóta hér inn að trúlega hafa ritstjóri og ritstýra Sagna leitað til Helga Ingólfssonar vegna sögulegrar skáldsögu eftir hann sem kom út haustið 1994. Ári seinna kom svo framhaldið. Saman bera þær titilinn „Letrað í vindinn" og gerast meðal Rómverja á síðustu öld fyrir Kristsburð. Þetta eru frábærar bækur sem allir sögunemar og raunar allt söguáhugafólk ætti að lesa. Það sem mestum tíðindum sætir í umfjöllun Sagna um sagnfræði og skáld- skap eru fimm greinar eða öllu heldur sögulegar smásögur eftir fjóra stúdenta Sagnir 1996 - 80
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88
Síða 89
Síða 90
Síða 91
Síða 92

x

Sagnir

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Sagnir
https://timarit.is/publication/1025

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.