Sagnir - 01.06.1996, Page 81
.. S AG NIR,. .5A6 A N. .QG. §.Q6 U N E M A R.
og Gunnar Karlsson prófessor. Þær
byggja á sagnfræðilegum rannsóknum og
voru upphaflega unnar í námskeiði
Gunnars sem bar heitið „Sagnfræði,
sannleikur og skáldskapur." Þessar sögur
eru til marks um að kennarar og nemar í
sagnfræði við Háskóla Islands hafa
áhuga á því að prófa sig áfram, feta
ótroðnar slóðir og reyna eitthvað nýtt.
Eg hafði mjög gaman að
lestri allra sagnanna og
gladdist mjög yfir þessum
gróskuvotti í sagnfræði-
deildinni. Saga Erlu Huldar
Halldórsdóttur, „Dauðasök
liggur við“, er listilega vel
skrifuð og afar áhrifarík.
„Dagbókarbrot" Viggós As-
geirssonar eru líka sérlega
vel heppnuð. Sögur af þessu
tagi geta hentað mjög vel í
notkun við sögukennslu og
svo mikið veit ég að a.m.k.
ein smásagnanna í Sögnum
verður notuð í ónefndum
framhaldsskóla í Reykjavík
næsta haust, þ.e.a.s. ef til-
skilið leyfi fæst!
Ekki er víst að margir
sagnfræðingar muni taka sér
skáldaleyfi á þennan hátt í
sagnaritun sinni. Til þess
þarf mikið hugrekki og
skáldlegt innsæi sem ekki er
öllum gefið en þess má geta
hér að virtir sagnfræðingar
hafa gert svona nokkuð. Ég
man i svipinn eftir hinum
þekkta þýska sagnfræðingi
Golo Mann sem það gerði í
„Wallenstein", ævisögu eins
aðalvígamannsins í þrjátíu
ára stríðinu, en sú bók kom
út fyrir nokkum áratugum.
Þar er kafli sem
„Nachtphantasien
(hugarórar að næturþeli) þar
sem sagnaritarinn skyggnist inn í huga
söguhetjunnar. Gleymum því ekki að
þótt sagnfræði sé ekki skáldskapur þá
eru sögurit auðvitað bókmenntir. A.m.k.
tveir sagnfræðingar hafa hlotið
bókmenntaverðlaun Nóbels og
áðurnefndur Golo Mann fékk æðstu
bókmenntaverðlaun í Þýskalandi. Slíkt
gæti varla gerst nú og á Islandi er helstu
bókmenntaverðlaununum tvískipt, ann-
ars vegar eru skáldrit, hins vegar fræði-
rit. Sú staðreynd segir meira en mörg
orð um það efni sem hér hefur verið
rætt.
Áður en skilið er við þemaumfjöllun
Sagna langar mig að varpa fram þeirri
spurningu til þeirra sem að útgáfunni
standa hvers vegna ekki er leitað til
sögunema. Það er að vísu skiljanlegt og í
sumum tilvikum æskilegt að leitað sé til
stöndugra sagnfræðinga og þekktra
manna utan greinarinnar en Sagnir eru nú
einu sinni rit sögunema og að mínu mati
því eðlilegt að rödd þeirra heyrist þegar
rætt er um álitamál.
Sagnir 1994 (15. árgangur)
Veigamestu greinar þessa árgangs fjalla
báðar um samskipti Islendinga við út-
lendinga. Onnur þeirra er eftir Einar
Hreinsson og heitir „Frakkar á Fróni.
Samskipti Frakka og Islendinga 1600 -
1800“, hin er skrifuð af Sverri Jakobs-
syni og ber nafnið ,,“Þá þrengir oss vor
áliggjandi nauðsyn annara meðala að
leita". Siglingar Englendinga til Islands á
17. öld.“ Þær eru skýr vitnisburður um
það að tengsl Islendinga við umheiminn
voru miklu meiri heldur en margur
hyggur. Landsmenn voru ekki einangr-
aðir enda segir Sverrir að hér hafi verið
„allt morandi í útlendingum á þessum
árum“ en þar á hann við 2. áratug 17.
aldar. Grein hans er löng, kannski full-
löng og varla neinn skemmtilestur fyrir
venjulegan lesanda. Hún er hins vegar
afar vönduð og höfundur
styður mál sitt með ótal
dæmum úr annálum og
öðrum heimildum. Númer-
aðar tilvísanir eru 157 og
ekki kæmi mér á óvart ef
það reyndist vera Sagnamet!
Af þeim greinum sem eru í
Sögnum þetta árið hygg ég að
þetta sé sú sem hefur mest
fræðilegt gildi. Frakkar voru
fjölmennir hér við land á
19. öld og fram á þá 20.
enda hefur margt verið um
það ritað eins og Einar
Hreinsson bendir réttilega á.
Hann sýnir hér hins vegar
fram á að á 17. og 18. öld
voru samskipti þjóðanna
„töluverð" og „að Frakkar
virðast hafa sótt hingað til
lands á nær hverju ári þessar
tvær aldir.“ Hér er enn-
fremur greint frá tveimur
stórmerkilegum frönskum
Ieiðöngrum til landsins á
síðari hluta 18. aldar sem
fáir hafa hingað til vitað
nokkuð um. Þörf væri á því
að gera þeim nánari skil.
Tvær greinar tengjast þema
þessa árgangs um fullveldi
Islands. Margrét Gunnars-
dóttir skrifar um skaut-
búning Sigurðar Guðmunds-
sonar málara en þar höfum
við gott dæmi um það hve
myndir geta bætt miklu við
efnið. Niðurstaða Margrétar er að að
„frá sjónarhóli hins rómantíska þjóð-
frelsismanns hlytur markmiðinu með
gerð hátíðarbúnings að vera náð.“ Þetta
má draga í efa því telja má víst að
Sigurði málara hafi dreymt um almennari
notkun skautbúningsins en raun varð á.
Eiríkur P. Jörundsson, sem jafnframt er
ritstjóri Sagna 1994, ritar langa og
metnaðarfulla grein um Jón Aðils. Hér
er á ferð heilmikil greining á hug-
myndum Jóns jafnframt því sem höf-
undur leggur sig fram um að lýsa megin-
einkennum rómantísku stefnunnar.
Giiðmiindur Hólfdanarson
Ferð til fullveldis
LfðirlJóhilMti í Krykui-ik IK.júni 1944
S ÓLifiir var ckki rinn uiu |>ovat ulfmn- þnrra auguin var l> ðwldið alk rkki n>-
Iivarpi mn Olal'ur Tlion flutn frá mpr. því að f>nr kytidóðinrit ton »Jrit uofnun: „Vrr lióiutn rtKÍurrritt lýðvcld-
tropiniiii ujónurriíWiúttim I umbandinu viA Díiii var hið yálfumVi ið i Undi vocu". u^>i Euur OlKríruon á
Kr> k>ivíL 18. júiii 1944. i §öl- lýðvddi rkki fynt o* frrma Mjúnurt'onn útifundinum við ujónurráðið. og ÓLifur
nirtiiiuin útiftindi í tilrfni itofnuiur lýð- hrklur hrimðí. [ur icm þjóðin pi< lokt- Thori var hjarunirp uiiiináLi fornunni
vrhiivnn. likti luiin vipi þjwVinntur við im fundið fh»>mn i ngíri húuixði - nú Sóiúlituflokkum i rxvVi únni.' I*jð var
frrðala^ „ídriidinpir. \vr rrum koinntr var þjo*'in _lok« konun hriin nici' jIU |>W t.'hlcgt að þjót'm lcitaði táknrxm
hriin. Vrr rrum frjáh þ>óð“. up'i luim utt. fullvalda oj? óháð". cim oj* Gnli uppnma Kðvvkliúm á hngvóllum þar
londuin viiium.1 I augum lum var hu> Svvimaon alþmpvforvrti or.Vu'i það á vrm hið fonu þjiíðvrldi og hið nýja
nývtofnaða lýðvrkli fyrirhcttna landið hmgv'ivllum vu> vtotiiun l>ðvrkiivinv.í í»- ntnnu i ritt í npiinpinm.
vnn þjóðm hafði vtrfnt að i nxr 7UI ára lcndmgar lújfðu hyggt þctta liriitiili áður. Orð Mjóminálanunnaniu birta mjög
cyðitnerLurjtúngu undir crlcndn vtjóm. töklu ujómmiLmtmninur. af þvrl að i ákvrðin viðhotf til uofhunar idmvka
50 SAGNIR
Þaö gustaöi af Guðmundi þegar hann fyrst viöraöi skoðanir sínar um
ber heítið frjálshyggju og sjálfstæöisbaráttu 19. aldar og skrif hans eru tvímælalaust
“ ferskasta framlag til sögu sjálfstæöisbaráttunnar í seinni tíð.
81 -Sagnir 1996