Sagnir - 01.06.1996, Page 82

Sagnir - 01.06.1996, Page 82
G.U.nnar.Þqr Bjarnas.Qn Tengingin á milli hinnar almennu umfjöllunar og úttektarinnar á skrif- um Jóns Aðils hefði mátt vera betri. Það er reyndar algengur kvilli að fræðilegur inngangur í ritgerðum hangi líkt og lausu lofti utan við meginviðfangsefnið. Engu að síður er greinin ágætlega samin og gott innlegg í hugmyndasögu á tímum sjálfstæðisbaráttunnar. Um leið er- um við minnt á það hve Jón gamli Aðils var snjall penni. I greininni „Hugrekki óvinar þíns er þér til heiðurs. Heiður sem orsök blóðhefndar á Þjóðveldisöld", tekur Hrefna Karlsdóttir til með- ferðar umfangsmikið efni og erfitt. Hún á hrós skilið fyrir það. Margir hafa skrifað um þetta, bæði inn- lendir og erlendir fræðimenn, en Hrefnu hefur tekist að gefa prýðilegt yfirlit um það í fremur stuttu máli. Brynhildur Ingvarsdóttir fjallar um viðhorf þriggja „menntamanna" til Reykjavíkur á 19. öld en töluvert hefur í seinni tíð verið ritað um viðhorf Islendinga til þéttbýlis og þéttbýlismyndunar og yfirleitt er þar allt á sömu bókina lært: mönnum leist ekki á blikuna. 1 greininni kem- ur ekkert nýtt fram en hún er Iipurlega skrifuð. „Eitraði Olafur" er heiti á fjör- legri ritgerð eftir Davíð Loga Sigurðsson en hún er um kyndugan kvist sem var uppi um aldamótin 1800. Frásagnir af þessu tagi lífga upp á söguna þótt fræði- legt gildi þeirra sé kannski ekki mikið. Sagan má Iíka vera dálítið sérkennileg og eitt hlutverk sagnfræðinga er að koma margbreytileika mannlífsins í tímans rás til skila. Síðasta greinin í Sögnum 1994, ef undan er skilin umsögn um árganginn þar á undan, eru vangaveltur eftir Jón Geir Þormar sem hann kallar „Ritun sögu i eigin mynd. Forsendur umfjöll- unar um liðna tíð.“ Þar er tekist á við hið eilífa vandamál sagnfræðinga hvort forsendur fortíðarinnar eða samtimans eigi að ráða sögulegu mati. Tekið er mið af viðbrögðum við bók Gisla Gunn- arssonar „Upp er boðið Isaland“ sem kom út fyrir tæpum áratug. Höfundur er rökfastur og ályktar skynsamlega en ekki er rúm til að fara nánar út í það hér. Greinin er holl lesning öllum sem hafa gaman að þvi að hugleiða aðferða- fræðileg vandamál. Sagnir 1995 (16. árgangur) Af fjórtán greinum þessa árgangs er >>1 Sverrir Jakobsson þú þrengir oss vor áliggjandi nauðsyn antiara meðala að leita. . Siglingar Englcndinga til Islands á 17. öld U Etnkir inetttt hiifii lcomid Iijiy við fiigu Ishmds Jhi þvi uin 1400. Mr vom I lykilhlutvaki i iiiburðiirás fiiinuttiinln aldtir ai urðu tiiidir i Siiinhr/ijuii við Ijóðvaja ii sextándii old. Eigi að siður ivn/ iiiitsvif jieirra inikil við Lmdið m rirðast Imfii farið iiiinnkandi Ixy/ar leið á oldina. Siglingar cnshra kaupskipa til Islands ivni lír siyuitni um 1590 cn eittlwað lur uin að fiskidumtniar ivrsluðu við Islctidini/a cftir það.1 Dattakonungur gnriddi vcrslun liuglcndiiiga J IslauJi mikið hiýg jHyar hann kam á cinoknnancrsluit við landið árið 1602. Grein Sverris Jakobssonar er afar vönduð og höfundur styöur mál sitt meö ótal dæmum úr annálum og öörum heimildum. helmingurinn um þemað, sagnfræði og skáldskap, en um það hef ég þegar rætt. Hinar sjö eru úr ýmsum áttum. Þrjár eru úr sögu þessarar aldar, tvær um efni frá 19. öld, ein um siðskiptatímann og loks ein um miðaldir. Við byrjum á öldinni okkar. Fyrsta greinin er eftir Eggert Þór Bernharðsson og heitir „Islenskur texti og erlendar kvikmyndir.“ „Brot úr biósögu" er undirtitill greinarinnar. Þetta er líka brot úr annarri og stærri sögu; viðleitni Islendinga við að Ilið lifum á sögulegum tímum þar sem allt er stöðugt að breytast, líka fortíðin. Sagan býður upp á ótæmandi viðfangsefni og sagnfræði- nemar hafa einnig úr nógu að moða varðandi álitamál. Sagnir eru t.a.m. kjörinn vettvangur til að takast á við þau áhrif sem örar framfarir í tölvu- og upplýsingamálum geta haft á störf og vinnuaðterðir sagnfræðinga bregðast við erlendum menningar- áhrifum. Athyglisvert efni með hliðsjón af umræðum nú um það hvernig bregðast eigi við ört vaxandi erlendum menningaráhrifum á tölvu- og upplýsingaröld. „Sendi- sveinar Reykjavikur“ eftir Oskar Dýrmund Ólafsson er léttvægasta greinin i ritinu en sendisveinar voru stór þáttur í reykvisku götulífí fyrr á öldinni og athyglis- vert er hvernig stjórnmálaátök hér á landi og erlendis endurspeglast í erjum meðal sendisveina þannig að á timabili voru þrjú félög starfandi sem börðust hatrammri baráttu innbyrðis. Myndir af gömlum sendisveinahjólum lífga mikið upp á greinina. „Mann- kynbætur“ eftir Ragnhildi Helga- dóttur segir frá hrifningu islenskra menntamanna yfir evrópskri tiskuhugmynd á fyrstu áratugum aldarinnar. Ekki er þetta i fyrsta skipti sem ritað er um mannbætur i Sagnir en efnið þyrfti samt að rannsaka betur og setja í samhengi við þjóðernisstefnu á Islandi. Margir tengja mann- kynbætur umsvifalaust við nas- isma en þótt skyldleikinn sé aug- ljós þá er rangt að setja samasem- merki þar á milli. Menn. gátu verið veikir fyrir kynbótum mann- fólksins en um leið verið and- snúnir nasistum. Félags- og fjölskyldusaga hefur laðað að sér marga sagnfræðinga i seinni tíð og mikill fróðleikur orðið til um slíkt. Fyrir rúmum áratug eða svo var þetta helsta nýjungin i háskólum sumstaðar í Evrópu en segja má að nú sé mesta nýjabrumið horfið. Ein slík grein er i 16. árgangi Sagna, eftir Ágústu Bárðar- dóttur, og nefnist hún ,,“En hún mun hólpin verða, sakir barnburðarins...“ Um frjósemi islenskra kvenna á fyrri hluta nitjándu aldar.“ Þetta er lærð grein og í henni er mikil tölfræði. Höfundur er varfærin í álykt- unum enda gefa rannsóknir á tveimur sóknum varla tilefni til mikilla alhæfinga. Heilsufar íslend- inga fyrr á öldum hefur löngum vak- ið forvitni fólks en um það skrifar Erla Dóris Hall- dórsdóttir ágæta grein sem fjallar um baráttuna um sullaveiki og holdsveiki á siðari hluta 19. aldar. Þetta er Sagnir 1996 - 82

x

Sagnir

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Sagnir
https://timarit.is/publication/1025

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.