Sagnir - 01.06.1996, Qupperneq 83
S AG NI. R,. .§ A6 AN. ,Q(3. §.Q6 U N E M AR
Óli Jón Jónsson
Gissur, Þorláksskrín og
Krossinn í Kaldaðarnesi
Um byltingartilraun sem fór út uni þúfur
f
AKmsmessu árið iSlfi stígur hópur filkt Utu horð ifctju atlor aá si$h yfir Ölfusá.
l'jórutíu manns cru þungurfitrmur i ekki slarra skipi en slrauiiiiirinn er lika þuni’ur
þvi iiiVr fiarkostiirinn Jljóllcj’a nokknim hraáa. Iikki hefiur skipiá fariá lantil jH^ar á
Jafinn kcmur aá það er algerlcga ojhlaðið og fcrðalagið þvi harla varasamt. Strauniurinn og
iðukastið licnJa fajunni lil cgfirá oj,»/nín hvtur cngan irfinn að sljóm. Þtgar skipið liefur náð
iii í miðja á hyhist það skyndilega á hliðina og því hvolfiir au^nahliki síðar. Séra Boðinr í
(hrðutii hans fionmeyti hljóia hér cxireinant unelioncni' í ko/Ju jðktihvtni enfieijuna rckur
niður að árósiun (»tj stranJar i lcininuni.
22 SACi.NIR
Grein Óla Jóns Jónssonar er einstaklega vel skrifuö og
grípandi.
áhrifamikil lesning og myndir auka
á áhrifamáttinn.
Ein besta greinin í Sögnum 1995
er eftir Ola Jón Jónsson og heitir
„Gissur, Þorláksskrín og Krossinn í
Kaldaðarnesi. Um byltingartilraun
sem fór út um þúfur.“ Hún er
einstaklega vel skrifuð og grípandi.
Viðfangsefnið er árangurslítil bar-
átta Gissurar Einarssonar, fyrsta
lútherska biskupsins i Skálholti,
gegn dýrkun fólks á helgum
mönnum og munum. Umfjöllunin er
krydduð með frásögnum af eftir-
minnilegum atburðum sem gerir
lesturinn skemmtilegri og greinina í
heild minnisstæðari. Þeir sem skrifa
i Sagnir geta ýmislegt lært af
stílbrögðum Óla og frásagnarmáta.
Loks ber að geta greinar Guðrúnar
Harðardóttur, „Um íslenskar
kirkjubyggingar á miðöldum." Þetta
er yfirlitsgrein og fræðileg
framsetningu en mikið í hana lagt.
Efnið er merkilegt og fjölmargar
myndir og teikningar auðvelda
lesanda að glöggva sig á því.
Niðurlag
Sagnir eru metnaðarfullt ársrit og
báðir árgangarnir sem hér hafa verið
til umfjöllunar jafnast að gæðum
fyllilega á við það sem best hefur verið
gert á fyrri árum. Greinarnar eru
auðvitað misgóðar og sagnfræðilegt gildi
þeirra er mismikið. Svo hefur alltaf
verið. Frágangur og prófarkalestur er í
góðu lagi og brýnt er að aðstandendur
ritsins slái hvergi af í þeim efnum. Fátt
er hvimleiðara en rit sem eru morandi af
villum. Þessir árgangar eru auðvitað ekki
villulausir en engar þeirra eru stingandi.
Af ásettu ráði hef ég ekki fjallað
sérstaklega um myndanotkun en fyrir
tveimur árum skrifaði Hrefna Róberts-
dóttir umsögn um 14. árgang Sagna
og þar gerði hún þeim þætti ritsins
ítarleg skil og ræddi auk þess
almennt um myndanotkun í sagn-
fræðilegum ritgerðum. Hátt í 150
myndir og teikningar prýða
árgangana tvo og setja þær mikinn
svip á þá. Einstaka sinnum hefur
láðst að geta þess hvaðan tiltekin
mynd er fengin og stundum þótti
mér sem upplýsingar í myndaskrá
mættu alveg vera í myndatexta. í
Sögnum 1994 er hafður sá háttur á
að birta mynd af höfundi fyrir
aftan grein hans. Þetta er gert við
sagnfræðinemana með einni
undantekningu þó. Þetta er góður
siður og synd að honum var ekki
fylgt 1995.
Við lifum á sögulegum tímum þar
sem allt er stöðugt að breytast,
líka fortíðin. Sagan býður upp á
ótæmandi viðfangsefni og sagn-
fræðinemar hafa einnig úr nógu að
moða varðandi álitamál. Sagnir eru
t.a.m. kjörinn vettvangur til að
takast á við þau áhrif sem örar
framfarir í tölvu- og upp-
lýsingamálum geta haft á störf og
vinnuaðferðir sagnfræðinga. Og
við hvað ætlar allur sá mikli
fjöldi nema sem nú stundar nám í
sagnfræði að starfa að námi loknu? Þurfa
sögunemar og sagnfræðingar ekki að
hyggja á landvinninga hvað starfsvett-
vang varðar?
83 - Sagnir 1996