Sagnir - 01.06.1997, Side 16
í friðarsamningunum var sem sagt ekki
verið að flækja aðdraganda stríðsins.
Þjóðverjar og bandamenn þeirra báru
einfaldlega alla ábyrgð á því að stríðið
braust út og andstæðingar Þjóðveija voru
því, samkvæmt Versalasamningunum, al-
saklaus fórnarlömb þýskrar árásargirni.
bessi hluti samninganna var þó ekki
niðurstaða rannsóknar á aðdraganda
stríðsins heldur fyrst og fremst réttlæting á
öðrurn hlutum hans þar sem Þjóðverjum
var refsað með ýmsum hætti. Meðal ann-
ars þurftu þeir að greiða sigurvegurunum
háar stríðsskaðabætur. Það leið heldur
ekki langur tími þar til útskýringu Ver-
salasamninganna á hver bæri ábyrgð á því
að fyrri heimsstyrjöldin braust út var
mótmælt.
Strax eftir stríðið urðu þær raddir há-
værar sem sögðu að ekki væri sanngjarnt
að skella allri skuldinni á þau riki sem
höfðu tapað stríðinu. Sú hugmynd varð
ráðandi að ef benda ætti á sökudólg
vegna fyrri heimsstyrjaldarinnar þá væri
sá sökudólgur úrelt kerfi alþjóðasamskipta
sent ekki hefði dugað til að tryggja frið í
Evrópu.Alls ekki væri hægt að segja að
eitthvert eitt ríki, eða hernaðarbandalag,
bæri ábyrgð á því að til stríðs kom þar
sem ekkert ríki vildi í raun stríð. Þessi
hugmynd gerði ráð fýrir að fyrri heinrs-
styrjöldin hefði einfaldlega verið slys sem
enginn vildi að yrði og enginn bæri
meiri ábyrgð á en aðrir. Sú myndlíking
var jafnvel notuð að spennan milli hern-
aðarbandalaganna, og hervæðingarkapp-
hlaupið milli þeirra, hefði myndað púð-
urtunnu. Ekki hafi þurft nema lítinn
neista til að tunnan spryngi og öll Evrópa
með. Morðin á Frans Ferdinand ríkisarfa
Austurríkis-Ungverjalands og eiginkonu
Versahsimmingarnir undirritaðir. Samkvœmt þcim
báru Þjóðverjar og bandamenn þcirra alla ábyrgð á því
að til styijaldar kom.
hans í Sarajevo 28.júní 1914 voru sam-
kvæmt þessu neistinn sem olli sprenging-
unni. „Púðurtunnuna" höfðu öll stór-
veldin tekið þátt í að búa til og því báru
þau jafna ábyrgð á þvi að til stríðs kom.
Kenningin gerir ráð fyrir að morðin
Daiiðinn I skotgröjinni. Bresk skotgröf við Soiniiie 1916.
hafi verið slík ögrun að Austurríki-Ung-
verjaland hafi ekki átt annan kost en að
bregðast mjög hart við gagnvart Serbíu.
Aðgerðirnar sem ráðamenn í Vín komust
ekki hjá að grípa til uröu til þess að Rúss-
ar neyddust til að taka harða afstöðu með
hinum serbnesku bandamönnum sínum.
„Styrjöldin er að mörgu
leiti vendipunktur í mann-
kynssögunni og því hljóta
orsakir þess að til stríðs
kom árið 1914 að vera eitt
mikilvægasta atriði sögu
20. aldar."
Það að Rússar hófu herútboð varð til þess
að Þjóðverjar drógust inn í málið og þar
með voru Frakkar líka orðnir aðilar að
stríðinu. Sú staðreynd að þýski herinn fór
i gegnum Belgíu á leið sinni til Frakk-
lands varð þess loks valdandi að Bretar
gátu ekki haldið sig utan við átökin.
Þetta var nokkuð „þægileg“ kenning
þar sem enginn þurfti að lifa með tilhugs-
uninni um að hans þjóð hefði orsakað
þetta mikla stríð og engin þjóð var út-
hrópuð af öðrunr þjóðum Evrópu fyrir
það að hafa komið stríðinu af stað.Jafnvel
David Lloyd George, sem hafði verið for-
sætisráðherra Bretlands þegar Versala-
samningarnir voru gerðir, tók undir þessa
söguskoðun. Hann lýsti því yfir árið 1924
að enginn af ráðamönnum Evrópu hafi
getað séð það fyrir vorið 1914 að stríð
væri að brjótast út. Hann tók undir að
ekki væri hægt að kenna neinni ákveð-
inni ríkisstjórn, þjóð eða bandalagi um að
til stríðs kom og orðaði skoðun sína
skáldlega þegar hann sagði: „Þjóðirnar
runnu fram af brúninni ofan í sjóðandi
ketil styrjaldar."3
Þessi kenning um að fyrri heimsstyrj-
öldin hafi verið „sögulegt slys“ en ekki
ásetningur neins varð að almennri sögu-
skoðun og var ekki haggað að ráði fýrr en
þýski sagnfræðingurinn Fritz Fischer gaf
út bókina Griff ttach der Wcltniacht árið
1961.
Fischerdeilan
I Griff nacli der Weltmacht taldi Fischer að
orsakir fyrri heimsstyrjaldarinnar mætti
rekja til þess að Þýskaland rak hættulega
utanríkisstefnu þar sem mikið var lagt
undir í þeim tilgangi að gera ríkið að
heimsveldi. Þessa áhættusömu utanríkis-
stefnu taldi hann hafa náð hámarki sum-
arið 1914 þegar reynt var að efla Austur-
ríki-Ungverjaland, eina trausta banda-
mann Þýskalands, á kostnað slavneskrar
þjóðernishyggju og ekki síður að minnka
ítök Rússa á Balkanskaga. Hann taldi að
þessi áhætta sem Þjóðverjar tóku hefði
einfaldlega orðið til þess að stórstyrjöld
braust út.J
Ekki voru allir sammála Fischer um að
aðgerðir Þjóðverja hefðu komið fyrri
heimsstyijöldinni af stað og i kjölfar bók-
arinnar fylgdi mikil deila um aðdraganda
fyrri heimsstyrjaldarinnar og önnur tengd
málefni. I Þýskalandi varð „Fischerdeil-
an“, eins og hún var kölluð, að miklu
14 SAGNIR