Sagnir - 01.06.1997, Page 20
Guðrún Harðardóttir
Viðhald kirkj ubygginga á
/
Islandi fyrir og eftir
siðbreytingu
Margur kann að furða sig á því Iwe fáar kirkjur á Islandi eru eldri
en hundrað ára gamlar, meðan nágrannaþjóðir okkar eiga kirkjur
sem staðið hafa í hundruð ára. Hinar ævafornu kirkjur nágranna-
landanna eru að vísu margar hverjar byggðar úr steini og hafa því
staðið vel af sér tímans tönn en auk þess standa í Noregi staf-
kirkjur úr timbri sem byggðar voru á miðöldum. *
Siðbreytingatímabilið var timi mikils um-
róts í trúmálum sem öðrum og er Island
engin undantekning i því efni. Breyting-
arnar teygðu sig inn á fjöldamörg svið í
lífi manna og þjóða og birtust nteð marg-
víslegu móti. Hér á eftir verður gerð til-
raun til að skoða einn þessara þátta eða
það hvaða áhrif siðbreytingin hafði á við-
hald kirkjubygginga á Islandi.
Til þess að fá einhvern vísi af saman-
burði við ástandið skömmu fyrir sið-
breytinguna eru tind til ákveðin atriði
sem máli skiptu varðandi viðhald kirkna á
þeirn tíma og skoðað hvernig sömu atrið-
um var háttað stuttu eftir breytinguna. I
lokin er tekið dæmi af ólíkri aðstöðu
biskupa í Skálhoki fyrir og eftir siðbreyt-
ingu. Fyrst og fremst er gægst í heimildir
þar sem kirkjuumbætur eru sérstaklega
nefndar en látið vera að spá í hvernig við-
haldi kirkna af mismunandi tign og efna-
hag reiddi af á þessum breytingatímum
eins og æskilegt væri að gera í viðameiri
rannsókn en þeirri sem hér birtist.
Fyrir siðbreytingu
I hverju var viðhald kirkna fólgið?
Fyrst er að nefna kirkjuhúsin sjálf sem á
þessunr tíma voru ýmist úr timbri ein-
göngu eða torfi og timbri. I okkar rysjótta
veðurfari gefur auga leið að viðhald á
timburkirkjum hlýtur að hafa verið mjög
mikið ef kirkja átti að standa heil um
langan tíma. Fúi hefur væntanlega verið
stærsti óvinur innlendra kirkjubygginga,
hvort sem þær voru með eða án torfhlíf-
ar. Þar sem allra veðra var von, sérstaklega
á vetrum, reið á að
kirkja væri nægi-
lega sterkbyggð til
að guðsþjónusta
gæti farið fram í
henni án þess að
næddi um of inn
eða hætta væri á að
hún fýki um koll.
Misjafnt var eftir
kirkjum hvaða
þjónusta fór fram í
þeim. I stóls- og
klausturkirkjunum
var helgihald nánast
allan sólarhringinn,
fyrst og fremst í
formi tíðasöngs en
auk þess voru flutt-
ar hámessur, lág-
messur og sálu-
messur. A stærri
stöðum þar sem al-
kirkjur voru var
messað daglega og
klerkar höfðu auk
þess ákveðna tíðaskyldu. Á þeim stöðum
sem hér hafa verið nefndir hefur því ver-
ið afar nauðsynlegt að halda kirkjubygg-
ingum vel við. Oðru máli kann aftur á
móti að hafa gegnt um hálfkirkjur og
bænhús þar sem ekki var messuskylt alla
daga.
Til messugjörðar þurfti ýmsan skrúða,
áhöld og bækur. Ákveðnir hlutir urðu að
vera til staðar svo hægt væri að frant-
kvænta þjónustuna. Oftar en ekki voru
þetta miklir dýrgripir og til þeirra vandað
á allan hátt. Áhöldin töldust heilög og
með þau farið sem slík.Vegna þess og þar
sem þau voru úr fínum efnum eins og
gulli hlýtur ending þeirra að hafa verið
Bríkin i dómkirkjunm á Hólum í Hjaltadal. Til messugjörðar Irnrfti ýinsan skn'tða,
áliöld og bœkur. Akoeðnir lilutir urðu að vcra til staðar svo licegt vœri að framkvœma
þjónnstuna.
18 SAGNIR