Sagnir - 01.06.1997, Síða 87

Sagnir - 01.06.1997, Síða 87
Mynd 5. Fólksþéttni og útbreiðsla lungnapestar. Mismunandi líðni náiima sambanda einstaklinga (c) og áhrifhennar á útbreiðslu lungnapestarfaraldurs. Oðnun forsendum í inynd 3 en tíðni sambanda er lialdið óbreyttum. Efaðcins tvcir hafa náið samband við smitandi cinstakling nær sjúkdómurinn ekki að vcrða að farsótt (útbreiðslutalan (Ro) er 1). Myttdin sýnirgildi einangrunar sýktra einstaklinga. 2. Það er afar ósennilegt að lungnapest hafi gengið unt borð í skipinu á ferð þess til landsins enda hefðu nienn ekki lifað ferðina af. Líklegra er að sýktar rottur hafi verið í farangri eða hugsan- lega einungis sýktar flær. Einhver skip- verji hefur svo sýkst af kýlapest á leið- inni til landsins og fengið í kjölfarið lungnapest við komuna til landsins. Mikilvægt er að hafa í huga að það er tilviljanakennt að svo skuli standast á að skipverji eða skipverjar skuli vera nreð mestu smithæfni þegar viðskiptavinina úr landi ber að. Enda höfðu liðið meir en 50 ár síðan svartidauði kom til Evr- ópu. 3. Hið mikla mannfall sem verður við kornu skipsins á meðal þeirra sem söfn- uðust saman getur skýrst af lungnapest. I þröngum vistarverum skipsins þar sem aðkomumenn söfnuðust gat lungnapest borist manna á meðal.Væri hins vegar einungis um lungnapest að ræða hefðu fáir ef nokkrir komist til sins heima með virka sýkingu ef um einhveijar dagleiðir var að ræða. 4. Breytileg dánartíðni sjúkdómsins bend- lr til að að bæði lungnapest og kýlapest hafi gengið á íslandi. 3- Endurkoma sóttarinnar þegar fólk flutti á þá staði þar sem hún hafði áður gengið bendir eindregið til þess að smitferjur og hugsanlega smituð nagdýr hafi verið þar til staðar. Það eru því sterkar vísbendingar um að lungnapest hafi gengið staðbundið á Is- landi, enda hafa skilyrðin stundum verið ákjósanleg þegar fólk heldur sig inni að vetrarlagi og þröngt hefur verið um manninn, ekki ósvipað því sem gerðist í Kína á fyrri hluta þessarar aldar í neð- anjarðargöngunum. Merkileg athugun á takmörkuðum lungnapestarfaraldri í Kína árið 1942 leiddi í ljós að fyrstu sjúklingarnir þjáðust af hósta og blóðspýju en eftir því sem að kynslóðir sjúklinga urðu fleiri dró úr þeim einkennum enda jiótt ekki hafi dregið úr dánartíðn- inni. Trúlega hefur verið um hreina blóðsýklun að ræða út frá lungnasmiti sem ekki náði að mynda lungnabólgu. Stuðlar slíkur gangur farsóttar að því að takmarka útbreiðslu lungnapestar. Má vera að margir sjúklingar í plágunum hér á landi hafi veikst með þessum hætti og þvi hafi sérstakra einkenna ekki verið getið í heimildum. Fræðilega er afar ósennilegt, en ekki ómögulegt að faraldurinn hafi á lands- vísu eingöngu verið frumlungnapest. Geta lungnapestarfaraldurs til að lifa af er afar næm fyrir breytingum á smitlíkum og fjölda sambanda sem smitandi sjúkl- ingur hefur við næmt fólk (myndir 4 og 5). Meðgöngutíminn og smittíminn er sennilega of stuttur og dánartíðnin of há til þess að slíkur faraldur geti borist með þeim hætti um jafn strjálbýlt og fámennt land og Island var. Þótt útbreiðslutalan hafi verið há í þröngbýli, sem skýrir skyndilegt mannfall á stuttum tíma á tak- mörkuðu svæði, er útbreiðslutalan lág ef miðað er við landið í heild og þann til- tölulega langa tíma sem það tók sóttirnar að breiðast út um landið. Eins og áður sagði getur lungnapest þróast með þeim hætti að þeir sem síðar smitast í faraldri verði minna smitandi. Plágurnar sem geisuðu í tvígang á 15. öld á íslandi þurftu því að öllum líkindum á smitferju að halda án tillits til þess hvað orsakaði plágurnar. Skýring Jóns Steffensens á því að pestarbakterían hafi ein og sér lifað á klæðum manna við hagstæð skilyrði kulda og raka og síðan þyrlast upp og valdið lungnapest ef klæðin voru hreyfð, er langsótt. Engin dæmi eru um að aðrar svipaðar bakteríur hegði sér á þann máta. Smitferja? Rottur og rottuflær hafa löngum verið taldar forsenda plágufaraldra einkum í hitabeltislöndum. Mannaflóin Pulex irrit- ans getur að öllum líkindum einnig skipt máli við útbreiðslu plágunnar einkum ef óhreinlæti og flóa- magnið er mikið. Þannig getur hún bætt sér upp minni smithæfni en rottu- flóin býr yfir." Raunar hefur plágu- faraldri sem gekk yfir Feneyjar 1575-1577, verið lýst þannig að mannaflóin hafi skipt mestu um út- breiðslu sóttarinnar.' Norski læknirinti Per Oeding hefur sett fram þá kenningu að mannaflóin hafi borið sjúkdóininn á milli manna. Karl Skírnisson færir einn- ig rök fyrir því að mannaflær hafi alla burði til að bera Y. pestis manna á milli og „Skýring Jóns Steffensens á því að pestarbakterían hafi ein og sér lifað á klæð- um manna við hagstæð skilyrði kulda og raka og síðan þyrlast upp og valdið lungnapest ef klæðin voru hreyfð, er langsótt." SAGNIR 85 SVARTIDAUÐI Á ÍSLAIMDI - Plágurnar 1402 og 1495
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88
Síða 89
Síða 90
Síða 91
Síða 92
Síða 93
Síða 94
Síða 95
Síða 96
Síða 97
Síða 98
Síða 99
Síða 100
Síða 101
Síða 102
Síða 103
Síða 104
Síða 105
Síða 106
Síða 107
Síða 108
Síða 109
Síða 110
Síða 111
Síða 112
Síða 113
Síða 114
Síða 115
Síða 116
Síða 117
Síða 118
Síða 119
Síða 120
Síða 121
Síða 122
Síða 123
Síða 124
Síða 125
Síða 126
Síða 127
Síða 128
Síða 129
Síða 130
Síða 131
Síða 132

x

Sagnir

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Sagnir
https://timarit.is/publication/1025

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.