Sagnir - 01.06.1997, Page 90

Sagnir - 01.06.1997, Page 90
im var oft ekki hugsað mikið um hreinlœti. Hér má sjá rott- Árið Í897 setti japanskur lœknirfram tilgátu um að pestin bœrist á milli rotta og manna meðjló. A sjúkrahúsut ur á sjúkrahúsi í New York um miðja 19. öld. inga og stöðva ferðir fólks sem var talið líklegt til að útbreiða sjúkdóminn. Þar var líka farið af stað með gífurlega sótthreins- unarherferð. í Bombay unnu 31 þúsund manns samtímis við að sótthreinsa hús, götur og skólpræsi með kvikasilfursklór- íði og óslökktu kalki. En reynslan sýndi fljótt að þessi sjúk- dónrur smitaðist ekki eins og algengast var. Menn tóku til dæmis eftir því að næstum enginn smitaðist á sjúkrahúsun- um, þar sem pestarsjúklingar lágu. Þó voru þessi sjúkrahús sífellt yfirfull af að- standendum sjúklinganna, því að Indverj- ar höfðu þá enn þann fallega sið að láta helst ekki náinn ættingja inn á sjúkrahús nema fá að heimsækja hann frjálslega; jafnvel var algengt að hluti af fjölskyld- unni settist að á sjúkrahúslóðinni. Það sýndi sig líka að flóttamenn frá Bombay báru pestina ekki umsvifalaust með sér, og þegar þeir gerðu það leið oft mánuður eða sex vikur áður en hún gaus upp þar sem þeir komu. Betlarar og skækjur, sem lifðu á götum úti, sýktust mun sjaldnar en hástéttarfólk á bak við byrgða glugga. Allt þetta leiddi til þess að endurvakin var gamla kenningin um að pest stafaði af eitrun í andrúmsloftinu. Hún var jafnvel sett fram á prenti á ensku árið 1901. Oftast birtist pestin sem kýlapest á þess- um árum. I Bombay er þó getið um nokkur tilfelli af hreinni lungnapest, þ.e. lungnapest sem ekki þróast úr kýlapest í hveijum sjúklingi fyrir sig. En fýrsti veru- Iegi lungnapestarfaraldurinn sem vísinda- menn könnuðu gekk um Mansjúríu vet- urinn 1910-11. Síðan hafa gengið fleiri lungnapestarfaraldrar, bæði þar tíu árum seinna og víðar. Strax á fyrstu árum skipulegra rann- sókna á Asíupestinni fóru rnenn að sjá tengsl á milli sjúkdómsins í rottum og mönnum.Til dæmis var tekið eftir tilfelli þegar 20 verkamenn í Bornbay voru sett- ir í að hreinsa burt rottur sem höfðu drepist í vöruhúsi um nóttina. Helmingur þeirra var kominn með pest innan þriggja daga, en ekkert annað af starfsfólki vöru- hússins. Og strax á árinu 1897 birti jap- anskur læknir fyrstur manna á prenti þá tilgátu að pestin bærist á milli rotta og manna með fló. Arið eftir var sama kenn- ing rökstudd rækilega af frönskum lækni, Simond að nafni, en skýringunni var heldur illa tekið af flestum. Árið 1905 var þó sett upp ný bresk rannsóknarnefnd í Bombay, sérstaklega í því skyni að prófa flóasmitskenninguna, og hún var loks tal- in fullsönnuð árið 1908. Þetta skýrði ýmislegt sem áður var dul- arfullt. Pestarsjúkrahúsin voru ekki smit- staðir af því að þau voru rottuhreinsuð. Dauðar rottur voru smitandi meðan flærnar voru að yfirgefa þær. Pestin gaus ekki upp í fólki á nýjum stað fýrr en eftir nokkurn tíma, því að hún bjó fyrst um sig í rottum á nýja staðnum, og það var ekki fyrr en farið var að sneyðast um rottur að flærnar yfirgáfu þær og leituðu athvarfs á mönnum. Utigangsfólk smitað- ist sjaldan af því að svarta rottan, sem hér var að verki, heldur sig nær eingöngu innanhúss. Greining miðaldaplágunnar Þessa saga af uppgötvun rottuflóasmitsins sýnir að það var ný uppgötvun unr alda- mótin 1900 að pest bærist með rottum og rottuflóm. Ég veit ekki nákvæmlega hvenær menn slógu því föstu að miðalda- plágan, svartidauði, væri sami sjúkdómur og sá sem gekk um Kína og Indland á ár- unum í kringum aldamótin 1900. Þetta er svolítið ruglingslegt af því að nöfnin sem eru höfð um sjúkdóminn í grannmálum okkar, plaguc á ensku og Pcst á þýsku og Norðurlandamálum, eru bæði jafnframt samnöfn um hvers konar alvarlegan sjúk- dóm eða sjúkdómsfaraldur. En í elstu rit- um sem ég hef lesið, og þau eru raunar ekki eldri en frá því um miðja 20. öld, virðist gengið út frá því sem sjálfsögðum hlut að Asíupestin og svartidauði séu sami sjúkdómurinn, og það hefur sennilega orðið ríkjandi skoðun fljótlega, ef ekki al- veg frá upphafi. En sú skoðun stafaði að minnsta kosti ekki af þvi að vitað væri að báðir, eða allir, faraldrarnir bærust með rottum. Þegar að er gáð reynist fara litlum sögum af rottum í sambandi við miðalda- pestina í Evrópu, svo litlum að Georges Cuvier (sá sem Jónas Hallgrímsson |>ýddi eftir grein um eðlishætti fiskanna ) gat haldið því fram að engar rottur hefðu verið til í Evrópu fýrr en á sextándu öld. Annar vitnisburður þess hve fátítt er að rottur séu orðaðar við svartadauða er ný- 88 SAGNIR
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102
Page 103
Page 104
Page 105
Page 106
Page 107
Page 108
Page 109
Page 110
Page 111
Page 112
Page 113
Page 114
Page 115
Page 116
Page 117
Page 118
Page 119
Page 120
Page 121
Page 122
Page 123
Page 124
Page 125
Page 126
Page 127
Page 128
Page 129
Page 130
Page 131
Page 132

x

Sagnir

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Sagnir
https://timarit.is/publication/1025

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.