Sagnir - 01.06.1997, Side 104

Sagnir - 01.06.1997, Side 104
SVARTIDAUÐI Á ÍSLANDI - Plágurnar 1402 og 1495 deyr á svipaðan hátt og önnur spendýr, þ.á m. maðurinn. Lýsnar komast hvergi frá rottunni en eftirlifandi flær, sem stökkva allt að 20- faldri lengd sinni, geta fundið nýjan hýsil og eru þær injög tækifærissinnaðar í þeim efnum, þeim er nóg að finna dýr með heitu blóði. Flóin Xenopsylla smitar nýjan hýsil sinn, t.d. manninn, með bakteríunni Rickettsiu. Sýktur maður sýkir síðan lýs sínar, Pediculus, með Rickettsiunni. Pediculus (mannalýs) eru fljótar að berast frá einum manni til annars og bakterían með. Taugaveikifaraldur er í fullum gangi. Við þekkjum nokkuð hegðun manna, rotta, flóa og lúsa. Stóra spurningin er hins vegar þessi: Er baktería svartadauðans miklu vandfýsnari á hverja hún rná smita en taugaveikibakterían? Lokaorð Hér á landi gekk svartidauði í tvígang á 15. öld, árin 1402 og 1495. Hann gekk í mörg- um formum, mest sem kýlapest, með ýms- uni dýrum. Dánartalan hefur verið mest á þéttbýlisstöðum, dreifbýli landsins hefur hindrað dreifmgu hans á ýmsan hátt. 50% dánartala af völdum hans er algert hámark, sennilega hefur dánartíðnin verið talsvert minni. Endurheimtur mannfjöldans eftir svarta- dauða hafa gengið fljótt fýrir sig enda voru atvinnuskilyrði þá hagstæð. Samfélagið gat gripið til margra aðgerða til að bæta sér mannfall, hafði frernur góða stjórn á frjó- semistíðni fólksins. Hannes Finnson biskup komst svo að orði í ritgerð sinni sem rituð var skömmu eftir 1790: „Island fær tiðum hallæri, en ekkert land í Norðurálfunni er svo fljótt að fjölga á ný manneskjum og bú- stofni sem það.“ Þetta voru orð að sönnu á 18. öld og hafa vafalaust einnig átt prýði- lega við 15. öldina. Tilvísanir 1 Samskipti raunvísindamanna og hugvísindamanna hafa ekki gengið erfiðleikalaust fyrir sig. Þeir kynnast yfirleitt ekki verkum hvors annars í beinum og gagnrýnum fræðilegum umræðum heldur eftir oft á tíðum tilviljunarkenndum leiðum við lest- ur á niðurstöðum rannsókna.Yfirleitt eru þá forsendur og vinnuaðferðir ekki kannaðar. Þessi samskipti, og samskiptaleysi, eru í sjálfu sér sjálfstætt rannsóknarefni og má benda á ritverk í þeim fræðum, t.d. Gísli Gunnarsson, A Study of Causal Relations in Climate and History. With an Etnphasis oti the Icelandic Expericnce (Lundi, 1980). Dæmi má nefna þar sem tiltekinn raunvísindamaður, við skulum kalla hann X kemur með athyglisverða getgátu í fræðum sínum. Hugvísindamaður, við skul- um kalla hann A, les stórathyglisverðu getgátuna (en skortir þekkingu til að dæma forsendur hennar) og beitir henni í fræðum sínum sem meiri háttar kenningu. Annar raunvísindamaður.Y les fræði A og sér á stundinni að þau muni endanlega sanna rannsóknir hans og gera þau að vísindalegri staðreynd. Þessar staðreyndir les síðan annar hugvísindamaður, B, hann hrífst mjög af þeim og nýtir þau í fræðum sínum sem allsheijar skýringu á atburðarásinni. Það var því mjög heppilegt að á ráðstefnu Félags sagnfræðinema urn svartadauða héldu ekki aðeins sagnfræðingar fyrirlestra heldur einnig raunvísindamenn þannig að raunveruleg þvervísindaleg umræða gat átt sér stað. 2 Á erlendu fræðimáli: „The Demographic Transition.“ 3 Víða má lesa um fólksfjöldareglu þessa, t.d. í grein Coale, A.J., „The History of the Human Population.“ The Human Population. A Scientific American Book (San Fransisco, 1974), bls. 23. 4 Sbr., t.d. Gísli Gunnarsson, Nuptiality atid Fertility iti Iceland’s Dcmographic History (Lundi, 1980). Sjá enn fremur tvö rit Hannesar Finnsonar biskups sem vitnað verð- ur til hér síðar. 5 Lovsamlingfor Island III. Safnað og útgefið af Oddgeiri Stephensen ogjóni Sigurðs- syni (Kaupmannahöfn, 1854), bls. 392-393. 6 Tillögur landsnefndarinnar 1770-1771 um lögreglusamþykkt fyrir Island, kafli 8, sbr. Gustafsson, H., Mellan kung och alltnöge, dmbetsmdn, beslutsprocess och iiiflytande pd 1700-talcts Island (Stokkhólmi, 1985), bls. 152. 7 Hannes Finnsson, „Um Fólksfiöllda á Sudurlande, og Mannfæckun þar 1781.“ Landsbókasafn íslands, Árbók. Nýr flokkur 2. Nanna Ólafsdóttir bjó til prentunar og ritaði inngang (Reykjavík, 1976), bls. 78. 8 Sjá t.d.: McEvedy, C. og R. Jones, Atlas ofWorld Population History (Harm- ondsworth, 1978).- Yearbook ofNordic Statistics 1988 (Stokkhólmi, 1989). 9 Sbr. Gísli Gunnarsson, Nuptiality and Fertility, bls. 32-33. Enn fremur: Gísli Gunn- arsson, „Fátækt á íslandi fyrr á tírnurn." Ný Saga II (1990), bls. 73-76.- Gísli Gunnarsson, „Sjáðu faðir konu klökkva. Um íslenskt þjóðlíf á 20.öld,“ töflur 1 og 2, væntanlegt í riti vegna ráðstefnunnar „Milli himinns og jarðar“ á vegum guð- fræðideildar og heimspekideildar H.í. í október 1996. 10 Gísli Gunnarsson, Nuptiality atid Fertility, bls. 32. 11 Þetta útskýrist raunar einnig með breytingum í aldurssamsetningu mannfjöldans; meira var hlutfallslega um fólk á frjósömum aldri fyrstu 15 árin eftir móðuharðind- in en næstu 20 árin þar á eftir.Vegna barnadauðans mikla í harðindunum voru fijósamir árgangar tiltölulega famennir 1800-1815. En eigi að síður var mikill fjöldi ógiftra vinnuhjúa til staðar við upphaf tímabilsins (sbr. Gísli Gunnarsson, „Fátækt á Island fyrr á tímum,“ tafla 3) þannig að ef vilji þeirra, sem réðu landi og þar með giftingum, hefði verið sá að fjölga ætti þjóðinni, vantaði ekki mannskapinn til þess. En þá hefði bændur sennilega vantað vinnuhjú! 12 Jón Steffensen, Mctining og meinsemdir. Ritgerðasafn utn mótunarsögu tslenskrar þjóðar og baráttu hennar við hungur og sóttir (Reykjavík, 1975), bls. 275-319, einkum samantekt Jóns um mannfall í einstökum sóknum, bls. 296-297. Meðaltal manndauða í sókn- unum var 26,4%. 13 Hér er stuðst við tölur úr: Tölfrœðihattdbók 1984 (Reykjavík, 1984), bls. 8. Rann- sóknir fræðimanna hafa í stórum dráttum staðfest gildi þessara talna sem byggðust upphaflega á útreikningum á 18. öld, með vissri lagfæringu fyrir nokkur ár á 6. ára- tug 18. aldar sem eru því utan við verksvið þessarar ritgerðar. (Sbr. Hansen, H.O., Gejstlige inbcretnger om fodte og dode pa Island 1735-1761 samt œgteviede par 1770-1861 (Kaupmannahöfn, 1966).- Guðmundur Hálfdanarson, „Fólksfjölda- þróun Islands á 18. öld.“ Cand. mag. ritgerð í sagnfræði við H. I. 1982, bls. 100-102.- Guðmundur Jónsson, „Mannfjöldatölur 18. aldar endurskoðaðar.“ Saga XXXII (1994). 14 Guðmundur Háldanarson, „Fólksfjöldaþróun Islands á 18. öld,“ bls. 62-67, einkum tafla 9 á bls. 65. -Jón Steffensen, Menning og meinsemdir, tafla 2, bls. 304. Samkvæmt tölum Jóns lést inest í stórubólu fólk á aldrinum 25-34 og ónæmislausu börnin sluppu því betur en ónæmislausa fullorðna fólkið. 15 Sjá í þessu samhengi B.A. ritgerð Haraldar Sigurðssonar frá árinu 1991, „Kvikfen- aðartalið 1703 og bústofnsbreytingar í upphafi 18. aldar.“ 16 Lbs. 79 fol. 17 Gísli Gunnarsson, „Reconstructions of the Icelandic Population before theYear 1735.“ Handrit 1975/1980. 18 íslendingar voru alls 43.571 árið 1735. Sjá: Tölfrœðihandbókin 1984. Samkvæmt of- angreindri Reykholtsspá voru Islendingar það ár 43.233. 19 Tvær rannsóknir á þessari fækkun hafa verið gerðar og studdust þær við mismun- andi reikningsaðferðir en niðurstöðurnar voru svipaðar: Gísli Gunnarsson, „Reconstruction of the Icelandic Population.“ Helgi Skúli Kjartansson, „Spáð í pýramíða, um mannfiöldasögu Islands á 17. öld.“ Aftnœlisrit Björns Sigfússonar (Reykjavík, 1975). 20 Guðmundur Hálfdanarson, „Fólksfiöldaþróun Islands á 18. öld,“ einkum bls. 85-86. 21 Jarðamat Eyjafjarðarsýslu fór fram 1712-1713.Voru þá flestar jarðir í byggð en oft var tekið fram að landskuld væri all miklu lægri en verið hefði fyrir bólu. Sjá:Jarða- bók Arna Magnússonar og Páls Vídalín X (Kaupmannahöfn, 1913-43). 22 Guðmundur Hálfdanarson, „Fólksfjöldaþróun Islands á 18. öld,“ einkum bls. 40-42. Móðuharðindakafli cand. mag. ritgerðarinnar kom út sem sérstakt ritverk í bókinni Skaftáreldar 1783-1784. Ritgerðir og heimildir (Reykjavík, 1984), bls. 139-162. 23 Yfirleitt deyr fólk ekki af hungri, fólk verður alnæmt af völdum hungurs. Þetta má sjá í heimildum víða, fólk einfaldlega tekur hvaða sjúkdóm sem er og deyr úr hon- um. Ágæta lýsingu á dauða á tímum hungursneyðar má finna í bók Camporesi, P., Bread of Dreatns. Food and Fantasy in Early Modcrn Europe. Upprunaleg ítölsk útgáfa 1980. Ensk útgáfa sem hér er stuðst við: Oxford 1989. Lýsing á hungurdauða svipar á ýmsan hátt til lýsingar á alnæmisdauða. 24 Hér er stuðst við úgáfu Jóns Eyþórssonar ogjóhannesar Nordals á þessari rigerð Hannesar Finnssonar, Mannfœkkun afhallœmm (Reykjavík, 1970), bls. 139. 25 Hannes Finnsson, Manttfœkkun afhallcvmm. 26 Byggt á gögnum höfundar; frumheimild hans, Manntal á Islandi 1801 I—III (Reykjavík, 1978-1980). 27 Sbr.: Guðmundur Hálfdanarson, „Fólksfjöldaþróun Islands á 18. öld,“ bls. 47-60, og Skaftárcldar, bls. 148-155. Guðmundur telur raunar að tengslin milli hungursótt- ar og landsfarsóttar séu ógreinileg og jafnvel engin. Hér er ég honum ósammála og styðst ég þar m.a. við fræðimennsku Camporesi, P., Bread of Dreams, t.d. bls. 88—91, þar sem náin tengsl alls kyns sjúkdóma og hungurs eru rakin. 28 Byggt á gögnum höfundar; frumheimild hans, Manntal á Islandi 1801 I—III. 29 Gísli Gunnarsson, Upp cr boðið Isalattd. Einokunarverslutt og islenskt samfclag 1602-1787 (Reykjavík, 1987), bls. 55-56. 30 ÞorvaldurThoroddsen, Lýsing íslands IV (Kaupmannahöfn, 1922), bls. 278-373, hér einkum bls. 296-304. Túlkun höfundar á tölum í bók Þorvaldar. 31 Heimild um rottur, flær, lýs og taugaveiki er að finna í bók eftir Hans Zinsser, Rats, Lice and History. The Biography of a Bacillus. Kom fyrst út í Bandaríkjunum 1934. Ensk útgáfa, sem hér er stuðst við, kom út í London 1985. 32 Hannes Finnsson, Mannfœkkun afhaUœmm, bls. 191. 102 SAGNIR
Side 1
Side 2
Side 3
Side 4
Side 5
Side 6
Side 7
Side 8
Side 9
Side 10
Side 11
Side 12
Side 13
Side 14
Side 15
Side 16
Side 17
Side 18
Side 19
Side 20
Side 21
Side 22
Side 23
Side 24
Side 25
Side 26
Side 27
Side 28
Side 29
Side 30
Side 31
Side 32
Side 33
Side 34
Side 35
Side 36
Side 37
Side 38
Side 39
Side 40
Side 41
Side 42
Side 43
Side 44
Side 45
Side 46
Side 47
Side 48
Side 49
Side 50
Side 51
Side 52
Side 53
Side 54
Side 55
Side 56
Side 57
Side 58
Side 59
Side 60
Side 61
Side 62
Side 63
Side 64
Side 65
Side 66
Side 67
Side 68
Side 69
Side 70
Side 71
Side 72
Side 73
Side 74
Side 75
Side 76
Side 77
Side 78
Side 79
Side 80
Side 81
Side 82
Side 83
Side 84
Side 85
Side 86
Side 87
Side 88
Side 89
Side 90
Side 91
Side 92
Side 93
Side 94
Side 95
Side 96
Side 97
Side 98
Side 99
Side 100
Side 101
Side 102
Side 103
Side 104
Side 105
Side 106
Side 107
Side 108
Side 109
Side 110
Side 111
Side 112
Side 113
Side 114
Side 115
Side 116
Side 117
Side 118
Side 119
Side 120
Side 121
Side 122
Side 123
Side 124
Side 125
Side 126
Side 127
Side 128
Side 129
Side 130
Side 131
Side 132

x

Sagnir

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Sagnir
https://timarit.is/publication/1025

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.