Sagnir - 01.06.2007, Síða 38

Sagnir - 01.06.2007, Síða 38
Varaskeifur, stuðpúðar eða brú milli framboðs og eftirspumar Fjölskylda í hópi flóttamanna frá Kosóvó 1999. Samkvæmt lögunum frá 1994 skyldu atvinnurekstrarleyfi veitt til þriggja ára í senn en við framlengingu mátti veita þau til ótiltekins tíma.60 Það er í samræmi við þá stefnu íslenskra stjómvalda að opna íslenskt atvinnulíf fyrir erlendum aðilum i kjölfar EES-samningsins árið 1993. Þessi nýju ákvæði laganna um atvinnurekstrarleyfi voru væntanlega mikið hagræði fyrir erlenda atvinnurekendur því varla hefur þótt vænlegt að setja upp rekstur þegar starfsleyfi var aðeins tryggt til þriggja ára. Hins vegar var leyfið enn bundið ákveðinni starfrækslu og sem fyrr skyldi leita álits heildarsamtaka aðila vinnumarkaðarins við meðhöndlun umsóknar til að tryggja að rekstur viðkomandi veitti Islendingum ekki of mikla samkeppni.61 Af þessu má sjá að þrátt fyrir að íslensk stjómvöld væm loks árið 1994 tilbúin til að veita erlendum launþegum meira svigrúm á íslenskum vinnumarkaði en áður hafði tíðkast þá var þeim ekki gefinn laus taumurinn. Sérstök heimild til afturköllunar sjálfstæðra atvinnuleyfa, binding atvinnurekstrarleyfa við ákveðna starfsemi, sem og skilyrði um jákvæða umsögn aðila vinnumarkaðarins miðaði að því að hindra samkeppni sem skaðað gæti hagsmuni Islendinga. Enda kemur í ljós að útgáfa og synjanir á atvinnuleyfúm fylgir þenslu eða samdrætti í efnahagslífinu.62 Með lögunum 1994 var þó talsvert slakað á kröfúnum um að erlent vinnuafl skyldi aðeins ráðið til starfa í undantekningartilvikum og kerfið jafnframt losað undan persónulegu og pólitísku valdi félagsmálaráðherra. Sett var í lög að ráðherra væri heimilt að fela opinberri stofnun að gefa út atvinnuleyfi samkvæmt reglugerð og var það gert árið 1998 þegar Vinnumálastofnun tók til starfa. Áhrif atvinnustefnunnar á adstœöur innflytjenda Stefnu íslenskra stjómvalda gagnvart atvinnustarfsemi útlendinga erbest lýst sem vemdarstefnu sem miðaði að því að hlífa íslensku vinnuafli við samkeppni en jafnframt að því að nota útlendinga til að brúa bil milli framboðs og eftirspumar á vinnuafli. Fram til 1965 leituðust íslensk stjómvöld einnig við að tryggja sveigjanleika á framboði erlends vinnuafls með því að lögfesta að vísa mætti innflytjendum úr landi gætu þeir ekki séð fyrir sér og sínum. Síðar var gripið til þess ráðs að skylda atvinnurekendur til að sjá um heimfor erlendra starfsmanna að vinnutímabilinu loknu. Aðgerðir stjómvalda í atvinnumálum útlendinga beindu erlendu vinnuafli í þau störf þar sem skortur var á íslensku vinnuafli með lögum um að aðeins mætti ráða erlendan starfsmann ef enginn Islendingur fengist til að gegna starfinu. Helgi Þorsteinsson sagnfræðingur hefúr bent á að jafnvel flóttamenn hafi gegnt þar ákveðnu hlutverki og dregur hann mjög í efa að mannúðarsjónarmið hafi eingöngu ráðið ferðinni þegar viðtöku flóttamanna bar á góma. Hefúr hann sýnt ffam á með sannfærandi rökum að staða atvinnumála í þeim byggðarlögum, sem tóku við flóttamönnunum á síðustu áratugum 20. aldar, hafi einnig vegið þungt.63 Þrátt fyrir að stjómvöld hefðu lagt áherslu á að útvega erlent vinnuafl til atvinnuveganna var atvinnulöggjöfin íslenska til þess fallin að ógna atvinnuöryggi útlendinga með því að takmarka gildistíma atvinnuleyfanna mjög og endurskoða með tilliti til framboðs og eftirspumar á vinnuafli við hveija endurveitingu. Ofan á þetta bættist svo að heimild var veitt i lögum til að afturkalla atvinnuleyfi, meðal annars vegna ofannefndra ástæðna, meðan á gildistímanum stóð sem varla hefur bætt á ástandið. Erfitt er að meta áhrif þessarar stefnu á hagi erlendra ríkisborgara á Islandi framan af lýðveldistímanum þar sem fyrirliggjandi upplýsingar 34 - Sagnir
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88
Síða 89
Síða 90
Síða 91
Síða 92
Síða 93
Síða 94
Síða 95
Síða 96
Síða 97
Síða 98
Síða 99
Síða 100

x

Sagnir

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Sagnir
https://timarit.is/publication/1025

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.