Sagnir - 01.06.2007, Page 58

Sagnir - 01.06.2007, Page 58
Kynleiðréttingar á Islandi 1 mse® 1 á 1 J a m m V 1 1 M W' 1 mm' / * 1 ( V Af miðstjórnarfundi TGEU(European transgender network) samtakanna. Anna Kristjánsdóttir situr önnur frá vinstri. fordómum og geta þeir jafnvel komið frá nánustu ættingjum og vinum. Lífið er því langt því frá fullkomið fyrir þá, sem leiðrétta kynið, og baráttunni ekki lokið þó svo að kynleiðréttingarferlinu sé lokið. Það getur verið einmanalegt og erfitt að vera stimplaður „kynskiptingur“, sérstaklega fyrir þá sem kjósa að skilgreina sig opinberlega sem transsexúalista,15 en kjarkurinn sem það fólk sýnir er ómetanlegur í baráttunni gegn fordómum og hræðslu. Kynin tvö Þegar talað er um kynskiptingu og transsexúalisma er vert að skoða það kynjakerfi sem ríkir á Vesturlöndum (og annars staðar) og hugleiða hvað það merkir að vera karl eða kona. Hugtökin kyn og kyngervi eru oft notuð í svipuðu samhengi en vísa til ólíkra fyrirbæra. Með kyni er átt við líffræðilegt kyn okkar við fæðingu. Kyngervi er aftur á móti okkar félagslega og mótaða kyn, það sem við berum utan á okkur og gerir okkur að karli eða konu. I tvíhyggju kynjakerfi okkar er ljóst að staða kynjanna er ójöfn og hefur verið það í tímans rás. Þetta má klárlega sjá í sagnfræðiritum en þau fjalla flest nær eingöngu um karlmenn og lítið er sagt frá konum og þeirra veruleika. Þessa ójöfnu stöðu má einnig sjá í launamun kynjanna,16 í klámvæðingu, sem hlutgerir kvenfólk í rikum mæli, og í daglegri orðræðu sem gerir lítið úr konum en upphefur karlmenn. Oft heyrist t.d. „þú keyrir eins og kerling" og „vertu eins og maður.“ Transgenderfrœöi Undanfarin ár hefur transgenderfræði vaxið og dafnað vel. Upphaflega var orðið trcmsgender notað um einstaklinga sem lifðu í hlutverki „hins kynsins" án þess að gangast undir aðgerð til að leiðrétta kyn. í dag er orðið notað yfir einstaklinga allt frá klæðskiptingum yfir í transsexúalista ásamt öðrum sem eru á skjön við ríkjandi kynjakerfi gagnkynhneigðs feðraveldis.17 Transgenderfræðin rýnir ekki ofan í kynhneigð, heldur skoðar allt er snertir kynhlutverk og kyngervi út frá menningarlegum og sögulegum sjónarhomum.181 víðustu merkingunni skoða transgenderfræði: ... allt sem traflar, afbyggir, endurorðar, og gerir sýnileg þau tengsl sem við teljum vera milli líffræðilegra eiginleika kynjaðs likama, félagslegra hlutverka og stöðu sem ákveðnir líkamar eiga að uppfylla, reynslu af kúgandi samböndum milli kyngervis og félagslegum ætlunum um kyngervilegar athafnir, og menningarlegra áhrifa sem viðhalda eða brengla einstakar samsetningar kynjun einstaklinga.19 Fræðin spyrja af hverju það skipti máli að fólk verði fyrir mismunandi áhrifum kyngervis og vilji tjá það á mismunandi vegu. Það ástand og þau kerfi, sem eru ríkjandi og gera transgender-einstaklinga öðravísi, eru gagnrýnd en einnig era þau gerð sýnileg í stað þess að leyfa þeim að vera „eðlileg" og ganga út frá þeim sem vísum.20 Transgenderfræði flallar ffæðilega um kyn og kyngerfi en einnig um pólitík, lög- og læknisffæði sem snertir transgender einstaklinga. Susan Stryker, bandarísk fræðikona sem hefur lagt mikið til transgenderffæða, gagnrýnir hið opinbera fyrir að vera bundið eðlishyggju og dæma fólk út ffá kynfærum. Þetta sést þegar transgender- einstaklingar era fangelsaðir, nota almenningssalemi, sækjast eftir læknisaðstoð o.fl.21 Hér á landi sést þetta greinilega þegar fólk sækir um 54 - Sagnir

x

Sagnir

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Sagnir
https://timarit.is/publication/1025

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.