Alþýðuhelgin - 24.12.1949, Blaðsíða 8

Alþýðuhelgin - 24.12.1949, Blaðsíða 8
6 JÓLAHELGIN að hræi, eigi alveg ólíkt villiþjóðum, er lifa á veiðum og dýrafæðu; þær hlaupa yfir grænar grundir og bezta land út í einhverja afkima, þangað sem dýrin hafa flúið undan þeim; en þegar veiðin er uppi, þá liggur ekkert fyrir nema sultur og seyra, eymd og volæði, hallæri og mann- dauði. Veraldar-reynslan er marg- búin að sanna það, að ekkert það land, þar sem jarðræktin er í barn- dómi sínum, eða er harla ófullkom- in, getur. nokkurn tíma náð neinum talsverðum fólksfjölda, hversu frjó- samt sem slíkt land kynni að vera í sjálfu sér. Það, að annað eins eyðisker og Grímsey hefur nokkurn tíma byggt verið, og er byggt ennþá, þar sem á- gæt svæði standa í auðn uppi um sjálft meginlandið, verður eigi öðru- vísi skilið en svo, að menn hænast oft mjög að slíkum stöðum, þar sem einhverja bráð er að fá um stundar- sakir, án þess að íhuga, hversu hverf- ul og ónóg slík bráð er, til að menn geti haft þar nokkurn veginn jafnt viðurværi og lífsuppeldi. Vér viljum nú nokkuð nákvæmar íhuga eyju þessa, og skýra frá henni samkvæmt ritum kunnugra manna: Grímsey liggur, eins og kunnugt er, úti í reginhafi, 12 mílur í útnorð- ur undan Húsavík. Hún er norður undir 76. mælistigi norðlægrar breiddar, og er talin 1800 faðmar á lengd og 900 faðmar á breidd. í eðli sínu er eyja þessi nokkurs konar stuðlabergstindur, sem jarðeldur hefur skotið upp úr sjónum. Hún er að miklu leyti mjög jarðvegslítil, og tjáist að vera mjög sendin og eydd af hafróti og ísagangi. — Öllum ber saman um, að henni hafi á síðari öld- um farið mjög svo aftur, og Ólavíus, sem ritaði ferðabók sína 1780, fer þar um svofelldum orðum: „Fyrir 50 til 60 árum segja menn, að verið hafi 11 býli á eyju þessari, og mátti á þeim hafa 24 kýr, og að því skapi ásauð“; en nú segir John- sen í bók sinni um jarðtal hér á landi: „Túnrækt svo nokkru nemi, verður hér varla komið á vegna ísa og bráð- viðra mciri en nokkursstaðar annars- staðar á landinu. Reki sá, sem staðn- um ber, hrökkur eigi nærri til nauð- synlegs viðurhalds húsanna, og það því síður, sem menn neyðast til að hafa liann meðfram til eldsneytis vegna staklegasta eldiviðarskorts, þó I sparsemi mesta sé við höfð; enda rekur sum árin ekkert“. Það er mælt, að í Grímsey séu 'nú fjórar nautkindur og hér um bil 80 fjár, og er þetta þá allur bústofn- inn fyrir 56 eyjarbúa, er þar eru nú, en að öðru leyti draga þeir fram lífið með fuglaveiði og fiskiveiðum, þegar gæftir eru. Fugl sá, er þar fell- ur, er rita og fýlungi, og til þess að skilja, hve aðgengilega og heilnæma fæðu Grímseyingar verða að leggja sér til munns, ))arf eigi annað en lesa ferðabók þeirra Eggerts Ólafs- sonar og Bjarna Pálssonar, bls. 625, en þar segir svo: „Til að ná lýsistegund þeirri, er fugl þessi (sumsé fýlfunginn) spýr frá sér, er bundið fyrir hann fram- an og aftan, svo ekkert spillist, og er fitutegund þessi etin í stað smjörs við hörðum fiski“, og má slíkt vel kalla neyðarkost, og engu betri en þann, er Skrælingjar leggja sér til munns, og er honum þó við brugðið. Þá er nú sagan litlu betri, þegar um vatnið er að tala, því það kvað að vitni þeirra félaga bæði vera ó- hreint og mjög daunillt, og mjög oft er sagt það verði skemmt og rotið, ng halda menn, að skemmd þessi valdi sjúkdómi þeim er allir framandi fá, sem neyðast til að lifa á evðiskeri þessu. Bjarni Pálsson segir, að sjúk- dómur sá, er aðkomumenn fá á eyju þessari, sé nokkurs konar vatnssýki í öllum líkamanum, sem hlaupi út í sár, og ’ líkist holsveiki, og heldur hann, að þetta komi af hinni óheil- næmu fæðu og hinu skemmda vatni, er menn þar neyðast til að lifa á. Olavíus talar og um þennan sama sjúkdóm, og segir hann verði oft að nokkurs konar holdsveiki, enda kvað Grímseyingar og eigi kemba hær- urnar, og er það sögn kunnugra manna, að eyjan mundi eyðast af fólki, ef þangað flæktust eigi við og við ýmsir út frá landinu, er varla þykja vistgengir. Vér höfum fyrir nokkrum árum talað við gagnkunnugan, skynsaman og skrumlausan mann, sem verið hafði yfir 20 ár á Húsavík, þangað sem Grímseyingar sækja, — um eyju þessa, og kvað hann raun til þess að vita, að fólkið væri eigi tekið burt af henni og flutt í land, því að slíka aumingja sem Grímseyingar væru, hefði hann hvergi séð hér á landi, og var hann þó landi voru mjög kunnugur. Þá gaf og hinum enska skipstjóra, Commerell, á að líta, þeg- ar hann sigldi þangað 1857, því að svo sagði hann oss, að aumara fólk hefði hann aldrei séð á ævi sinni, og að eigi gætu menn talið það sker byggilegt, enda mun og fyrst hafa farið að ganga fram af honum, þegar hann sá prestssetrið og prestskepn- una, sem þar hafði þá verið látinn kúra um tíma. Það er að vonum lítill sómi fyrir land vort og stjórn þess, þegar menntaðar og framandi þjóðir sja slíka útlegðarstaði, því þeir væru illhafandi fyrir óbótamenn, og það ætlum vér að allir menntaðir menn, sem af eigin reynslu þekktu baeði Grímsey og Síberíu, mundu eigi lengi þurfa að hugsa sig um, að heldur vildu þeir kjósa Síberíu en slíkah stað, og er þó útlegðarstaður þessi alræmdur um allá Norðurálf' una. Oss virðist það engin bót í máli, þótt það kynni að verða sagt um eyju þessa, að þar sé góður afli með köflum, því að slíkt mætti og finna á Jan-Mayen, og jafnvel á Spitsbergi' en, og mun þó engum detta í hug, oð flytja þangað bústað sinn, eða vera valdur að því, að menn komist á slíka útlegðarstaði, einkum þegar um nóg landrými er að gera á megin" landinu. Það liggur í augum uppi, að góðu árin á Grímsey munu vera hin langfæstu, þegar menn vita með vissu, að hafísinn vitjar allra út- kjálka landsins sjö sinnum á hverj- um tíu árum, enda er hann og að dómi allra hinná beztu vísinda- manna alltaf að verða smá-nær- göngulari og nærgöulari hinum norð- lægustu löndum. Dæmi þessa ma finna í ýmsum lærðum bókum Bandafylkjanna, því sökum kuldans við Hundsonflóann hafa þeir gert sér far um að komast að, hvort norður- heimsskautsísinn færi vaxandi eða eigi, og sýnist allt benda á, að svo sé, enda má og sjá á ferðabók Graaes, að Norður-Grænlendingar eru alltaf að fækka og færa sig suður á við, er þeir segja að norðurstrendur Grænlands verði æ óbyggilegri. Það sama mun og saga lands vors sýna, sé hún lesin vel niður í kjölinn, og tjáir oss íslendingum á útkjálkum og úteyjum lands þessa að norðan- verðu lítt að berjast við þessa óblíðu náttúrunnar, því kuldi og ís munu þar örðugir fyrir alla jarðarrækt,
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68

x

Alþýðuhelgin

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðuhelgin
https://timarit.is/publication/1050

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.