Alþýðuhelgin - 24.12.1949, Blaðsíða 11

Alþýðuhelgin - 24.12.1949, Blaðsíða 11
JÓLAHELGIN 9 Arnljótur Ólafsson. í sama blaði, og er þó sá höfund- urinn, sem þar um yrkir, — þó ekki sé í stuðlaföllum um „stuðlabergs- tindinn“ — lærðari heitinn. Oss þyk- ir nú Dettifoss og annar jafngóður kveðskapur mikil prýði á íslendingi, en þessi Grímseyjarríma eftir J. H. er jafnstórt lýti að vorri hyggju . . “ Síðan leiðir Sv. Sk þá hvorn gegn öðrum, Hjaltalín landlækni og Einar Þveræing, sem sagði forðum, að væri engin matföng flutt frá Grímsey, mætti fæða þar her manns. Meginefni greinarinnar er það, að sýna með ýmsum rökum fram á, að Grímsey hafi eigi aðeins verið byggi- leg á liðnum öldum, heldur sé þar að mörgu leyti betra undir bú og meira um hlunnindi en víða á land- jörðinni. Kemst Sveinn að þeirri nið- urstöðu, að með aukinni búskapar- menningu gætu hæglega lifað í Grímsey 50—60 manns, eins og þá voru þar, „af landgagni einu saman; hitt þorum vér að ábyrgjast, að Grímsey, þegar sjórinn er notaður, getur ekki einungis framfleytt þessu fólki, sem þar er nú, svo að það lifi góðu lífi, l^eldur eins og Einar Þveræingur sagði, miklu fleira fólki og jafnvel heA manns . . .“ í greinarlok snýr Sv. Sk. sér aftur að Jóni Hjaltalín og segir: „J. H. spyr nú reyndar að því, hverju Grímseyingar verði bættir með því, að menntaður maður sam- pínist þeim? Til þessa liggja mörg svör. Er sjúklingnum nokkuð bætt með því, að læknirinn pínist til að vitja hans, oft í illu veðri? Svarið verður hjá öllum skynsömum mönnum já, bót er það. En J. H. held- ur, ef til vill, að öðruvísi sé varið vorum andlegu meinum en hinum líkamlegu, að sálin þurfi eigi lækn- inga þó líkaminn þurfi þeirra, en það höldum vér ekki. Eða hann heldur, að þó að menntaða lækna þurfi til að græða vor líkamlegu mein, þá þurfi ekki nema skottuprest til að græða hin andlegu meinin; en því trúum vér miklu síður“. „Norðanfari“ flutti ekki svargrein til landlæknis fvrr en í september- blaðinu 1862. Þar skrifar Grímsey- ingur einhver langt mál og sparar hvergi stóryrðin. Telur hann, að lýs- ing dr. J. Hjaltalíns á Grímsey og lífsskilyrðum þar sé alröng og stór- lega villandi. Leiðréttingar hans og mótrök gegn staðhæfingum Hjalta- líns, svara þó engan veginn til gíf- uryrðanna, sem hann temur sér. Rangt hafði Hjaltalín raunar farið með sumt, t. a. m. fjáreign Grímsey- inga. Segir greinarhöf. að þeir eigi hátt á annað hundrað fjár. Þá mun landlæknir hafa gert nokkuð mikið úr göllum drykkjarvatns í Grímsey. A. m. k. segir Grímseyingur þessi, að vatnið úr hinum beztu brunnum þar sé hollt og ómengað. Höfundur Norðanfaragreinarinn- ar lýsir kostum Grímseyjar frá sínu sjónarmiði, og hefur um þá mörg orð og stór. Er grein hans langtum of löng til að birtast hér, þótt eigi sé hún með öllu ófróðleg. En sennilegt þykir hlutlausum lesanda, að hvor- ugur þeirra Hjaltalíns rati meðal- hófið, annar lasti um skör fram, en hinn lofi um of. Grímseyingur er einnig hvassyrt- ur í garð stiftsyfirvaldanna, fyrir framkomu þeirra í prestamáli eyj- arskeggja. Um það atriði kemst hann svo að orði: „Hitt mætti miklu heldur hræða prestaefni frá að sækja -um Gríms- eyjarprestakall eða taka á móti skikkun þangað, að með þau yrði farið eins og síra S. Tómasson, sem þar er, og sem biskupinn skikkaði þangað með bréfi 18. júlí 1849, rétt til eins árs, í von um meiri frama o.s.frv., en strax á eftir sendi honum veitingarbréf fyrir brauðinu, og hef- ur látið hann, óhentugasta mann, sökum aldurdómshnignunar og fá- Björn Halldórsson. tæktar, sitja þar síðan, þvert á móti rétti þeim, sem aðrir Grímseyjar- prestar á undan honum höfðu notið, og þetta mun vera það, sem veldur því, að svo erfitt veitir að fá dug- andi presta til Grímseyjar, og má það heldur en ekki kallast óleikur, þegar þeir, sem samkvæmt lögum og embættisskyldu eiga að bera föð- urlega umhyggju fyrir undirsátum sínum, verða þannig sjálfir vilja sín- um og skylduverkum til fyrirstöðu“. SÍRA ARNLJÓTUR BREGDUR Á LEIK. Nú leið nokkur tími, svo að ekkert birtist í blöðum um Grímseyjarmál þetta. Virðist landlæknir eigi hafa hirt um að svara blöðum þeim, sem á hann höfðu ráðizt. Mátti því ætla, að ritdeila þessi um landkosti í Grímsey hefði lognazt út af. En þá kom hljóð úr horni. í febrúarblaði Norðanfara 1863 birtist greinar- korn, sem bar fyrirsögnina „Brot úr Grímseyjar annál“. Grein þessi var undirrituð H-n. Var þar með háði og skopi vikið að deilum þessum ufn Grímseyjarmál og afskiptum Hjalta- líns landlæknis af þeim. Þótt grein þessi væri eigi birt undir nafni, mun fljótt hafa borizt á loft, hverhöfundur- innværi. Varþartil nefndur síra Arn- ljótur Ólafsson á Bægisá. Mun mega hafa það fyrir satt, að hans sé grein- in, enda er hún hiklaust eignuð hon- um í ritaskrá hans í Andvara 1906. (Frh. á bls. 51.)
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68

x

Alþýðuhelgin

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðuhelgin
https://timarit.is/publication/1050

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.