Alþýðuhelgin - 24.12.1949, Page 49

Alþýðuhelgin - 24.12.1949, Page 49
JÓLAHELGIN 47 Nokkrir menn, sem starfað hafa í ísafoldarprentsmiðju á ýmsum tímum. — Sitjandi frá vinstri: Guðbrandur Magnússon, Jón Helgason, Sveinbjörn Oddsson, Ágúst Jpsefsson, Þorfinnur Kristjánsson, Bjarni J. Jóhannes- son, Jón Þórðarson. — Efri röð: Kristján A. Ágústsson, Haraldur Jónsson, Karl A. Jónasson, Ólafur Sveinsson, Björn Jónsson, Jón Sigurjónsson, Gunnar Einarsson, Guðbjörn Guðmundsson, Sigfús Valdimarsson, Jóhanncs Sigurðsson, Ásgeir Guðmundsson. Gunnar Einarsson við prentsmiðju- stjórninni. IJann hafði lært prentiðn í ísafold, stundaði síðan framhalds- nám í Danmörku, en gerðist verk- stjóri í prentsmiðjunni 1920. Fram- kvæmdastjórn fyrirtækisins hefur hann nú haft með höndum um 20 ára skeið, á því tímabili, sem vöxtur þess hefur verið mestur og fram- kvæmdir örasíar. SÍÐUSTlÍ 20 ÁRIN. Þegar Herbert M. Sigmundsson hvarf frá ísafoldarprentsmiðju og Gunnar Einarsson tók við forstöð- unni, urðu að ýmsu leyti þáttaskipti í starfinu. Öll vinna fyrir hið opin- bera, sem verið hafði ein aðalstoð prentsmiðjunnar, svo sem prentun Alþingistíðinda og Stjórnartíðinda, hvarf nú þaðan. Sama var að segja um prentvinnu fyrir póstmála- stjórnina o. fl. Og af eðlilegum á- stæðum hvarf allmikið af viðskipta- vinum frá ísafold og til prentsmiðju Herberts Sigmundssonar. Herbert var kunnugur öllum viðskiptavinum prentsmiðjunnar og ýmsir þeirra tóku upp viðskipti við hann. Nú var það ráð tekið, að snúa sér að bóka- útgáfu á forlagi ísafoldar, sem verið hafði mjög lítil áður. Eitt hið fyrsta verk, sem prentsmiðjan réðist þá í var heildarútgáfan á ritum Jónasar Hallgrímssonar, sem út kom í fimm bindum. Eftir þetta má segja að útgáfu- starfsemi prentsmiðjunnar hafi vax- ið jöfnum skrefum. Prentvinna fyr- ir aðra aðila fór einnig vaxandi. Árið 1939 var svo komið, að hús- næði prentsmiðjunnar var orðið með öllu óviounandi, og var þá ákveðið að reisa nýtt hús við Austurstræti, teikningar gerðar og annar undir- búningar hafinn. En vegna synjun- ar þáverandi valdhafa á byggingar- leyfi þarna, varð að hætta við þá fyrirætlun, og var þá ráðizt í að reisa húsið við Þingholtsstræti nr. 5. Það var reist á árunum 1940—1941. Eftir að það komst upp, og fram á árið 1948, var prentsmiðjan til húsa á tveim stöðum. Aðalreksturinn, skrifstofurnar, bókaprentunin, bók- bandið o. fl. var í nýja húsinu í Þingholsstræti 5, en prentun Morg- cT' 1

x

Alþýðuhelgin

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Alþýðuhelgin
https://timarit.is/publication/1050

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.