Alþýðuhelgin - 24.12.1949, Blaðsíða 59

Alþýðuhelgin - 24.12.1949, Blaðsíða 59
JÓLAHELGIN 57 æpti hann, og meðan hann æpti, íann hann grátstafinn koma upp í kverkarnar á sér. Hann kyngdi hon- um. „Einnig eru átján klyfjar af ágætum bifurskinnum í vöruskcmm- inni og piltur, sem heitir McGíU- vray, vantrúaður, en mjög áreiðan- lcgur,“ sagði hann. ..Bifurskinnin eru mjög góð, og pilturinn er á mínum vegum. Og McCampbell dó við stóru ána, en hann hafði séð landið, og ég hygg, að hann hvíli í náðúm. Landabréfið er ekki eins vel gert og ég vildi, en það sýnir þó nýj- ungar. Og við verðum að verzla við Sjonía. Þar þarf að koma á fót þrem stöðvum, — ég hef merkt þær á kortið, — og fleiri seinna. Og hand- an við stóru ána tekur við land alla leið út á heimsenda. Það er þar, sem McCampbcll, vinur minn, hvílir og snýr í vcstur. En hvað þýðir að vera að tala um þetta? Þú skilur það ekki.“ Hann lét höfuðið hníga fram á hendur sínar á borðinu, því að hljótt og kyrrlátt var í stofunni, en hann örþreyttur. Rafael Sanchez gekk fyrir borðið og snart öxl hans. „Sagði ég þér ekki, sonur, að fleira fyndist í óbyggðunum en stúlkuand- lit?“ sagði hann. „Stúlkuandlit?“ sagði Jakob. „Já, hún er á leið að gifta sig, og ég vona, að hún verði hamingjusöm, því að hún var rós í Saron. En hvað er stúlkuandlit hjá þessu?“ og hann fleygði einhverju á borðið. Það skrjáfaði í því líkt og í þurrkaðri höggormshúð, en hárið á því var rautt. „Þetta er af Meyer Kappelhuist,“ sagði Jakob krakkalega, „og hann var hraustmenni. Ég er ekkert hraustmenni, heldur menntamaður. En ég hef séð það, sem ég hef séð. Og við verðum að láta syngja lof- gjörð vegna hans.“ „Já, já,“ sagði Rafael Sanchez. „Það skal verða gert. Ég skal sjá um það.“ „En þú skilur þctta ekki,“ sagði Jakob. ,Ég hef étið hjartarkjöt í ó- byggðum og gleymt mánuðunum í árinu. Ég hef þjónað heiðingjum og haldið á höfuðleðri óvinar míns í hendinni. Ég verð aldrei samur maður aftur.“ „O, þú verður samur aftur,“ sagði Rafael Sanchez. „Og kennske engu lakari menntamaður fyrir vikið. En landið er nýtt.“ „Það verður að vera fyrir alla,“ sagði Jakob, „því að McCampbell, vinur minn, dó lika, og hann var vantrúaður.11 „Við skulum vera vongóðir,*' sagði Rafel Sanchez og snart aftur pxl Jakobs. Þá hóf Jakob höfuðið og sá, að farið var að bregða birtu og kom- ið að kvöldi. Og í því bili kom dótt- urdóttir Rafaels Sanchezar inn í stofuna til þess að kveikja á kertun- um undir hvíldardaginn. Og Jakob leit á hana og 'sá, að hún var dúfa og augun sem í dúfu. Ólafur b. Kristjánsson þýddi. -----------4------------ Það var gömul trú í sumum lönd- um, að miklar giftingar vissu á liit; væru jafnvel fyrirboði styrjaldar. * * * Konan (les í blaði): Það er dæma- laust, hve margt fólk giftir sig í ár. Það má mikið vera, ef það boðar ekki ófrið. Maðurinn: Að minnsta kosti ófrið innanlands. Cerebos borðsalt er salt jarðar. Það er alltaf jafn hreint og fínt og' ckki fcr citt korn til ónýtis. Húsmóðirin má aldrei láta það vanta á borðið. Fæst í öllum vcrzlimum. Kaupmenn! Kaupfélagsstjórar! Þér kaupið ekki það næst-bezta, þegar þér getið fengið það bezta hjá okkur. Vandaður fatnaður veitir vellíðan. F a l a g e r ðin, Ilvcrfisgölu 57. — Sími 3240.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68

x

Alþýðuhelgin

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðuhelgin
https://timarit.is/publication/1050

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.