Alþýðuhelgin - 24.12.1949, Blaðsíða 33

Alþýðuhelgin - 24.12.1949, Blaðsíða 33
JÓLAHELGTN 31 Stephen Leacock: T ÖFR AM AÐURINN. — Dömur mínar og herrar, sagði töframaðurinn, ég hef nú sýnt yður, að ekkert er innan í klútnum, sem ég held á. Nú ætla ég að taka innan úr honum ker með gullfiskum. Hokus pokus filiokus! — Fólk stakk saman nefjum víðs vegar í sainum. Þetta er vel af sér vikið! Hvernig í ósköpunum fer hann að þessu? En „skarpskyggni maðurinn“ á fremsta bekk ságði við sessunaut sinn svo hátt, að allir máttu heyra: — Enginn galdur, hann hafði kerið í erminni. Og sessunautarnir kinkuðu íbyggn- ir kolli og sögðu: — Já auðvitað. Og nú hvíslaði hver að öðrum: Hann hafði kerið í erminni. — Næsti galdur, sem ég sýni yð- ur, sagði töframaðurinn, eru hinir frægu indversku hringir. Eins og þér sjáið, eru hringirnir aðskildir. Nú blæs ég á þá, og þá festast þeir saman. Hokus pokus filiokus! Hrifningaralda fór um salinn. En „sá skarpskyggni“ sagði hálfhátt: — Hann hafði aðra hringa í erm- inni! Þá kinkuðu allir kolli og hvísluðu: Hann hafði samföstu hringina í erm- inni. Töframaðurinn hleypti brúnum. — Nú skal ég sýna yður mjög skemmtilegt bragð. Ég ætla að galdra ótakmarkaða 'tölu af eggjum upp úr hatti. Vill ekki einhver herr- ann gera svo vel og lána mér hatt- inn sinn? Kærar þakkir. Hokus pok- us filiokus! Hann tók sautján egg upp úr hatt- inum. Og áhorfendurnir sannfærð- ust nú um það, að hann gerði yfir- náttúrlega hluti. En þá hvíslaði „sá skarpskyggni“ á fyrsta bekk: Hann hefur falið hænur í erminni. Hann hefur heilt hænsnabú í erminni! Og töfrabragðið með eggin varð að engu. Svona fór um alla skemmtiskrána. Samkvæmt upplýsingum „hins skarpskyggna“, hafði töframaðurinn ekki einungis kerið, hrignina og hæn- urnar faldar í erminni, heldur einn- ig fjölda spila, dúkkuvagn, lifandi mýs, peninga og jafnvel ruggustól. Álit töframannsins var ekki orðið upp á marga fiska. Allir voru sann- færðir um það, að hann væri ekk- ert annað en vesæll og klaufskur loddari, sem drægi bara fáeina muni fram úr ermi sér. En að lokum kom töframaðurinn með dálítið auka- númer. — Dömur mínar og herrar! sagði hann. Nú ætla ég að lokum að sýna yður hið fræga japanska töfrabragð, sem tekur öllu öðru fram. Viljið þér, herra minn, hélt hann áfram, og sneri sér að „skarpsyggna mann- inum“, vera svo vingjarnlegur og lána mér gullúrið yðar? Honum var fengið úrið. — Leyfið þér, að ég leggi það í þetta mortél og berji á það nokkr- um sinnum, sagði hann, snöggur upp á lagið. „Sá skarpskyggni“ kinkaði bros- andi kolli. Töframaðurinn lét úrið í mortélið og sló þéttingsfast á það. Brothljóð heyrðist. — Hann stakk því upp í ermina, sagði „sá skarpskyggni“. — Og viljið þér nú vera svo vin- gjarnlegur að lána mér silkiklútinn yðar! Ég ætla að klippa göt á hann. Kærar þakkir. Þarna sjáið þér, döm- ur mínar og herrar! Hér geta engin svik átt sér stað. Þér sjáið öll göt- in á klútnum með yðar eigin aug- um. „Sá skarpskyggni" var orðinn stór- hrifinn. Hér var vissulega eitthvað dularfullt og óskýranlegt á ferð- inni. — Og viljið þér nú vera svo vin- gjarnlegur, herra minn, að rétta mér pípuhattinn yðar og leyfa mér að dansa á honum? Kærar þakkir. Töframaðurinn stillti hattinum á gólfið, hoppaði upp á hann og steig nokkur dansspor. Síðan sýndi hann hattinn, sem var orðinn flattur út eins og pönnukaka. — Og viljið þér svo, herra minn, taka af yður flibbann og leyfa mér að brenna hann við þetta ljós? Kær- ar þakkir. Og má ég fá leyfi til að slá á gler- augun yðar með hamri. Kærar þakk- ir. Þegar hér var komið, var „sá skarpskyggni“ orðinn dálítið kindar- legur á svipinn. — Þetta er ofvaxið mínum skilningi. Ég botna ekkert í þessu bragði. Dauðaþögn ríkti í salnum. Eftir- væntingin var mikil. Hvað myndi töframaðurinn nú gera? Töframaðurinn gekk fram á mitt sviöið og ávarpaði sýningargesti: — Dömur rnínar cg herrar! Þér hafið verið vitni að því, livernig ég hef rnolað í mortéli gullúr þessa herra, sem þarna situr — og nú benti hann á„ þann skarpsyggna“ —, brennt flibbann hans, dansað á hattinum hans og brotið gleraug- un hans með hamri — allt með hans góða samþykki. Ef hann vill einnig leyfa mér að mála grænar randir á frakkann sinn eða klippa í sundur axlaböndin sín, væri mér það ó- blandin ánægja. Ef svo er ekki, þá er sýningunni lokið. Tjaldið féll, og áhorfendur héldu heim til sín, sannfærðir um það, að ekki væru öll töfrabrögð fram- kvæmd í ermi töframannsins. Flugmaður er að gera ýmis kor.ar æfingar í loftinu og farþegarnir orðnir hræddir. Loks laut einn þeirra að flugmann- inum og sagði: — Þér verðið að hafa það hugfast, að ég hefi aldrei flogið áður. — Hvað um það? svaraði flugmað- urinn. — Ég hefi aldrei flogið áður heldur. Maður nokkur kom inn í skrif- stofu og ætlaði að fá að tala við skri- stofustjórann. Skrifstofustjórinn var að skrifa og bað manninn að fá sér sæti meðan hann væri að ljúka verki sínu. Maðurinn fékk sér sæti og sagði um leið: — Ef til vill hafið þér ekki heyrt nafn mitt. Ég heiti Jón Stefán Árna- son Jónsson . — Fyrst svo er þá fáið yður tvö sæti, sagði skrifstofustjórinn án þess að líta upp.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68

x

Alþýðuhelgin

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðuhelgin
https://timarit.is/publication/1050

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.