Alþýðuhelgin - 24.12.1949, Blaðsíða 6

Alþýðuhelgin - 24.12.1949, Blaðsíða 6
4 JÓLAHELGIN Gils Guðmundsson: „HJALTALIN MEÐ HRIPIÐ". Skömmu eftir 1860 bárust manna á milli noröanlands nokkur gamansöm erindi, óvenjulega vel gerð, og urðu kunnust undir nafn- inu „Grýlukvæði Grímseyinga“. Mun svo hafa verið um skeið, að flestir ljóðavinir á Norðurlandi kunnu meira eða minna úr þessum kveðskap, og nálega allir síðasta er- indið. Það var á þessa leið: „Farðu að sofa Mangi minn. Á morgun kemur skipið. Færir þér hann faðir þinn fíkjurnar og sykurinn. En aldrei kemur Hjaltalín með hripið >*. ■: . .'Tw'- i y ■ i . . : • Kvæði þetta átti kona í Grímsey að raula yfir syni sínum, meðan bóndinn 4 bænum var í kaupstaðar- ferð til 'lands. Hjaltalín sá, sem nefndur var í kvæðinu, var Jón landlæknir Hjaltalín. Brátt síaðist út, að höfundur vísnanna myndi vera síra Björn Halldórsson í Laufási, og furðaði þá engan, þó að hagleg væri smíðin. Kvæði þetta átti sér allmikla sögu. Skal reynt að segja hana hér á eftir, samkvæmt þeim heimildum, sem 'nú finnast öruggastar. Eins og mörgum mun kunnugt, var sá háttur lengi á hafður um veit- ingar prestsembætta, að þau voru auglýst „liðug“, svo sem það var kall- að, og veittu kirkjuyfirvöldin síðan brauðin þeim umsækjendum, sem töldust hafa mesta verðleika eða hel2t fundu náð fyrir þeirra augum. Með konungsbréfi frá 10. maí 1737 var þó sérstök undantekning gerð um allra rýrustu og afskekktustu prestaköllin, sem vonlítið mátti heita að nokkur prestlærður maður sækti um. Var þá stiftsyfirvöldunum heimUað, eins og í konungsbréfinu greindi, „að fá til prestskapar í hin lökustu brauð, þar sem enginn feng- ;st umsækjandinn, stúdenta þá frá skólunum á Hólum og í Skálholti, sem notið hefðu þar ölmusu, gegn því loforði, að þeir fengju betra presta- kall að nokkrum árum liðnum, ef ! Jón Hjaltalín, landlæknir. þeir hefðu reynzt dugandi prestar og væru þar til hæfir“. Með konungs- bréfi 2. des. 1791, var þetta ítrekað og kveðið nokkru fastara að orði. Skyldu nú þeir stúdentar, sem lengst höfðu notið ölmusu, skikkaðir til hinna rýrustu embætta, eins og það var orðað. Eigi var oft gripið til þessarar neyðarráðstöfunar, enda má líklegt telja, að slíkt hafi sjaldan orðið vin- sælt af þeim, sem fyrir urðu. Var og nokkuð borin von, hve skjótt prestar losnuðu úr útkjálkabrauðum, væru þeir þan^að komnir. Eitt vár þó það prestakall, sem þannig var ástatt um, að þangað þurfti hvað eftir annað að „skikka“ presta, þar eð þeir fengust ekki til að hverfa þangað án valdboðs. Það var Grímseyjarprestakall, eða Mið- garðabrauð, eins og það hét að fornu fari. Árið 1849 hafði verið „skikkaður11 þangað síra Sigurður Tómasson prests í Garpsdal og Holti í Önundar- firði Sigurðssonar, og tók hann við Grímseyjarbrauði árið 1850. Áður hafði þessari sérstæðu og' lítt vin- sæla aðferð, að skylda guðfræðinga til Grímseyjar, verið beitt hvað eft- ir annað. Svo var t. a. m. um síra Jón Sveinsson, síðast prest á Mælifelli, er þjónaði í Grímsey 1841 — 1843, og fyrirrennara hans, síra Magnus Jónsson, síðast á Grenjaðarstað- Síra Sigurður Tómasson var mik- ill drykkjumaður og þegar á leið ævina sjúkur orðinn af langvarandi ofdrykkju. Búnaðist honum lítt i Grímsey,' og var hann bláfátækur, enda gekk flest á tréfótum fyrir honum. Þó mun síra Sigurður hafa verið vænsti maður og sæmilegur klerkur, þegar hann mátti á heilum sér taka, og var því eigi illa liðinn i Grímsey, þrátt fyrir þann megin- galla, sem var á ráði lians. En árið 1860 var svo komið, að kirkjuyfir- völd landsins þóttust með engu móti geta við embættisstörf hans unað, og auglýstu því 9. nóvember um lfaustið Grímseyjarprestakall laust til umsóknar, án þess að setja klerk þó beinlínis af embætti, enda mun þau hafa grunað, að, fáir myndu sækja um brauðið. „SKIKKAÐUR“ ODDUR GÍSLASON. Leið nú á ellefta mánuð og engin kom umsóknin. Var og prestafæð all- mikil um þessar mundir, svo að örð- ugt reyndist að fá guðfræðinga í hin rýrari brauðin, þótt álitlegri þættu en Grímsey. Nú þótti kirkjuyfirvöldunum mál til komið, að grípa til hins gamla þrautaráðs, og fóru að líta í kringum sig eftir guðfræðingi, sem „skikka mætti til Grímseyjar. Oddur Vigfús hét maður, Gísla- son. Foreldrar hans voru Gísli tre- smiður í Reykjavík Jónsson og Rósa Grímsdóttir frá Espihóli í Eyjafirði Grímssonar. Hafði Oddur útskrifazt af prestaskólanum Vorið 1860, en eigi sótt um prestsembætti. Var hann sjómaður góður og fékkst yið formennsku á vetrar- og vorvertíð- um, en hafði gert sér það að sumar- atvinnu, að fylgja erlendum ferða- mönnum um landið. Hafði hann far- ið til Norðurlands þetta sumar,
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68

x

Alþýðuhelgin

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðuhelgin
https://timarit.is/publication/1050

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.