Alþýðuhelgin - 24.12.1949, Blaðsíða 35
JÓLAHELGIN
verkið, og kváðu þcir það svo verð-
mætt, að það „yrði ekki metið til
fjár“. Töldu þeir hins vegar ein-
sætt, að leggja á það svipaðan vcrð-
mælikvarða og greitt væri fyrir
verk hinna mestu snillinga, „því
altaristafla þessi er einhver hin á-
gætasta, sem við höfum séð“.
Málverk þetta sýnir Krist á Gol-
gatahæð, áður en hann er festur á
krossinn. Er það eitt stórfengleg-
asta listavcrk veraldarinnar.
3.
Nokkur næstu árin varð E1 Greco
að bei'jast liai'ðri baráttu fyrir list
sinni. Það er einkennartdi, að hinar
fáu og strjálu samtíðarheimildir,
sem varðveittar eru *um æviferil
hans, hafa flestar geymzt í sam-
bandi við deilur og málaferli. Kem-
ur ljóslega fram, að E1 Greco hefur
verið stoltur listamaður og aldrei
málað eftir geðþótta þeirra, sem
greiða skyldu reikninginn fyrir
listaverkið, heldur látið eðli sitt og
tilfinningar — snilligáfu sína —
endurspeglast í hverju verki. Og
hann hefur einnig metið listaverk
sín hátt á fjárhagslegan mælikvarða,
svo að út af hvoru tveggja, mál-
verkunum sjálfum og greiðslum
fyrir þau, urðu hvað eftir annað
dcilur og árekstrar, svo að dómstól-
ar urðu jafnvel að skera úr.
Einhver örlagaríkasta deilan, sem
E1 Gi'eco lenti í, var við sjálfan
Spánarkonung, Filippus II. Konung-
ur hafði ákveðið að láta skreyta
höll sína, Escorial, með helgimynd
af heillögum Mauriusi. Var írægð
E1 Greco þá (1580) orðin svo mikil,
að konungur vildi engan annan ráða
til starfsins. Svo er að sjá, sem E1
Greco hafi verið tregur til, en látið
þó undan um síðir og framkvæmt
verkið. Þá er myndinni var lokið,
harðneitaði Filippus konungur að
hengja hana upp í Escorial og skip-
aði E1 Greco að snauta hið skjótasta
brott með klessuverk sitt. Mynd
þessi, „Píslarvætti heilags Maurius-
ar“, þýkir fnú á dögum frábært
listaverk.
E1 Greco var umdeildur listamað-
ur til æviloka. Andstæðingai'nir for-
dæmdu list hans, og þeir voru marg-
ir. En hann átti einnig hóp einlægra
aðdáenda. Sá hópur fór stækkandi,
eftir því sem fram liðu stundir. E1
Greco fékk einnig á sig orð íyrir
lærdóm og andríki, og var á efri
33
árum viðurkenndur einn af áhrifa-
mestu persónuleikum í andlegu
Íííi Spánar. Hann átti heima í Tole-
do til æviloka, 7 .apríl 1614. Talið
er, að hann hafi aMrci kvænzt, en
son átti hann með ástkonu siríni.
Þessi sonur hans varð þekktur bygg-
ingarmeistari.
Eigi verður með vissu sagt, hvort
til sé af E1 Greco nokkur inynd.
Ýmsir hafa kastað því fram, að
andlit nokkurt, sem iðulega sést á
myndum hans, sé hann sjálfur. And-
lit þetta er toginleitt, hátt enni,
mikið nef, dökk, leitandi augu, svart
skegg. Er þetta andlit E1 Greco?
Enginn veit það með vissu.
4.
Þetta eru harla fátældegar upþ-
lýsingar um einn mesta listamann,
sem heimurinn hefur alið, þegar
þess er gætt, aö eigi er liðið nema
nokkuð á f jórðu öld síðan hann var
uppi. En hvað sem allri ævisögu
líður, þá er E1 Greco einn af mcstu
persónuleikum sögunnar. Heimur-
inn þekkir hann af listaverkum
i