Alþýðuhelgin - 24.12.1949, Blaðsíða 9
JÓLAHELGIN
7
enda má og nærri því geta, að haf-
ísinn gerir sjávaraflann á Grímsey
mjög svo hvikulan og fallvaltan.
Þá eiga og vesalings Grímseying-
ar, eins og allir vita, mjög örðugt
til allra aðdrátta frá kaupstöðum og
meginlandinu, og dæmi eru til í sum-
ar, ao Grímseyingar lágu mörgum
vikum saman í Eyjafirði, svo að þeir
gátu eigi komizt heim til sín, enda
er það og oft með mestu óheitum,
að þeir ná eyjunni eða landinu, þeg-
ar þeir fara til lands, og munu þeir
að öllum jöfnuði eigi hætta á þetta
nema einu sinni á ári, þegar lengstur
er dagur. Af því, sem hér að fram-
an er sagt, má nærri geta, hvernig
híbýli Grímseyjarmanna eru. Rek-
inn er þar, eins og alstaðar, alltaf
að minnka, og mest af því, sem rek-
ur, gengur til eldiviðar, eins og von
er, þar sem varla er annað að brenna
en fugla- og fiskibein, með þangi,
sem þó kvað allt fást af mjög skorn-
um skammti.
Menn mega nú nærri því geta,
hvílíka ævi fólk á á slíkum stað, og
naumast skiljum vér, hvernig það
getur sameinast mannúðlegri tilfinn-
ingu og kristilegum hugsunarhætti,
að vita meðbræður sína á slíku flæði-
skeri, um sama leytið sem mehn á
meginlandinu eru að kvarta um
vinnufólksleysi; en slíkar umkvart-
anir hafa þó komið fram á alþingi
voru á hinum síðustu árum. En þrátt
fyrir þetta hefur þó Grímsey tals-
mann sinn, eins og sjá má af „Þjóð-
ólfi“ 13. árgangi, nr. 35—36; hann
hefur, karlfuglinn, fundið sér skylt
að furða sig á því, hvers vegna
stiftsyfirvöldin eigi hafi undir eins
rekið þangað einhvern prest, allt að
einu og þessir bágstöddu eyjar-
skeggjar væru í nokkru veraldlegu
betur komnir, þótt einhver menntað-
ur maður sampíndist þeim þarna úti á
reginhafi. Oss dettur nú eigi í hug,
að fara að verja stiftsyfirvöldin í
þessu máli, því að þau liefðu sem
æðstu landsins yfirvöld fyrir löngu
átt að hafa stungið upp á því við
stjórnina, að fólkið yrði sem fyrst
flutt úr þessum auma útlegðarstað,
því að þetta var einmitt samboðið
mannlegri tilfinningu og kistilegri
skyldu. Vér höfum raunar á seinni
tímum, síðan með fjárkláðamálið
var svo farið, eins og það hefur ver-
ið í „Þjóðólíi“, eigi haft neitt sérlegt
álit á mannúðlegum og óvilhöllum
framfaranda hans; oss virðist
stefna hans að miklu leyti oft vera
sú, að slá einungis lýðnum gull-
hamra á ýmsa vegu; en þótt hann
geri þetta, ætti höfundurinn að var-
ast að hagnýta sér þetta gamla vopn
óhlutvandra blaðamanna, sumsé
það, að níða alla embættismenn, en
tala þó um allan þorra lýðsins eins
og væri hann þeirra eina stoð og
stytta; verið getur raunar, að sum-
um falli þetta vel í geð, en varla
höldum vér þó nokkurn mann svo
einfaldan, að hann meti mikils lækn-
isattesti hans, eins og líka hver einn
heiðvirður læknir mun láta sér það
liggja í léttu rúmi, þótt „Þjóðólfur"
rengi það, er hann segir eftir beztu
samfæringu sinni. Vér getum þessa
aðeins með tilliti til útásetningar
„Þjóðólfs“ á læknisattesti það, sem
kandíd. Oddur Gíslason fékk hjá
landlækninum, þegar stiftsyfirvöld-
in álitu sig hafa vald til að skikka
hann út í Grímsey, og sem lýtur að
því, að það virtist „ótiltækilegt“ fyr-
ir nefndan kandídat, að fara í þenn-
an stað, því eins og það liggur í aug-
um uppi, að þetta er ótiltækilegt fyr-
ir hvern mann, sem á nokkurs ann-
ars úrkosti, svo er það einkum fyr-
ir þann mann, er áður hefur heldur
verið heilsulinur, og er með öllu ó-
vanur lífinu á slíkum stöðum sem
Grímsey, en það munu flestir beir
vera, er upp alizt hafa hér í Reykja-
vík, þar sem menn hafa vanizt
hreinlegum og hlýjum bíbýlum og
góðu viðurværi. Það stendur auk
þess svo á fyrir þessum manni, að
hann hefur fyrir gömlum foreldrum
að sjá, og mundi hann varla fær að
vinna fyrir sjálfum sér, hvað þá
heldur fyrir þeim með, ef hann
missti heilsuna nú þegar á unga
aldri, en það þykir oss allir þeir eiga
á hættu, er verða prestar í Grímsey,
einkum séu þeir áður nærfellt óvan-
ir hinum bágbornari íslenzka lifn-
aðarhætti.
Orðatiltæki Þjóðólfs um heilsu-
far téðs kandídats eru svo stíluð, að
hann segir, „að flestir þeir, er þekki
hann, muni verða að ætla, að þá
muni jafnvel enginn hafa heilsu til
að vera þar (í Grímsey) prestur, ef
hann væri ófær til þess“. Oss er eigi
auðið á að gizka, hvað lesendur og
vinir „Þjóðólfs“ „ætla“ eða „munu
ætla“, og oss þykja heldur óvissar
allar þessar ætlanir herra „Þjóð-
ólfs,“ þar sem um velferð og heilsu
manna er að tefla.. Þær koma og
mjög illa saman við það, sem þeir,
er þekkja mann þann, er hér um
ræðir, einna bezt, halda og segja,
og til að sýna þetta, setjum vér hér
vottorð skólastjórans við latínu-
skóla vorn, dags. 6. okt. þ. á., en
hann hefur, eins og sjá má, þekkt
O. Gíslason í 8 ár; vottorðið hljóðar
svo: I
„Eftir beiðni hlutaðeigenda vottast
hér með, að prestaskólakandídat
Oddur Gíslason allan þann tíma,
sem hann gekk hér í skóla, nefnil.
frá 1850 til 1858, var fremur heilsu-
tæpur og lingerður, svo að hann
fleirum sinnum varð að vera burtu
úr kennslutímum, í lengri eður
skemmri tíma; einkum lá hann í
fleiri mánuði í „typhus“; í annað
skiptið fékk hann æxli, og oft var
hann tálmaður af augnveiki. Af
þessum lasleika hans orsakaðist, að
hann dvaldi hér lengur í skólanum
en annars hefði mátt við búast eftir
gáfum hans og ástundun; þetta vott-
ast hér með samkvæmt skólans
protokollum11.
AKUREYRARBLÖÐIN SVARA.
Það lætur að líkum, að margir
hafa verið óánægðir með grein
Hjaltalíns landlæknis, og sumir,
einkum Norðlendingar ýmsir og þá
sérstaklega Grímseyingar, reiddust
henni ákaflega. Leið heldur eigi á
löngu, þar til Akureyrarblöðin bæði,
„Norðri“ og „Norðlingur“, höfðu
birt svargreinar til Hjaltalíns, þar
sem sízt voru spöruð stór orð og
mergjuð í hans garð.
Fyrst reið „Norðri“ á vaðið. I
tveimur blöðum, 28. og 30. des.
1861 birtist þar löng og allskemmti-
leg grein eftir ritstjórann, Svein
Skúlason. Svo hafði viljað til, að í
sama blaði „íslendings“, sem flutti
grein landlæknis um Grímsey, birt-
ist í fyrsta skipti á prenti kvæði
Kristjáns Jónssonar um Dettifoss. í
upphafi greinar sinnar víkur Sveinn
Skúlason að þessu, og fer þar um
svofelldum orðum:
„Alltaf jafnt um ævi langa
aldan í þínu djúpi hló.
(íslendingur 14. okt. 1861).
Dettifoss er í Jökulsá, sem kveð-
ið er hér um í íslendingi, og vel
kveðið, en um Grímsey er miður ort