Alþýðuhelgin - 24.12.1949, Side 37
JÓLAHELGIN
35
um, var leitað til erlendra meist-
ara, einkum frá Ítalíu, Hollandi og
Þýzkalandi. Eftir daga Grikkjans
risu upp hinir spænsku snillingar,
hver á fætur öðrum, að vísu ólíkir
honum um margt, en þó eigi án
áhrifa frá honum um vinnubrögð,
auk bess sem fordæmi hans hef-
ur orðið þeim eggjun.
En E1 Greco var of sérstæður og
tröllaukinn til þess að öld hans
skildi hann til hlítar. Hann var til
þess dæmdur, að verða æ því meir
misskilinn og vanmetinn, sem hin
listrænu sjónarmið þrengdust meira,
eigi sízt er fram kom á 18 öld.
Myndir hans. sem nú eru taldar
dýrgripir og með ágætustu málverk-
um heimsins, voru faldar í rykugum
og dimmum kjöllurum, þar sem alls-
konar skran var varðveitt, af því
að enginn nennti að henda því. Það
var ekki fyrr en á öndverðri 20.
öld, að hinum grísk-spænska snill-
ingi var aftur veitt verðug athygli.
En málaraöld sú, sem hófst með
Cézanne og félögum hans, lyfti E1
Greco í öndvegið. Og þar hefur
sæti hans verið síðan. „Enaurfæð-
ing“ hans er eitt stórfelldasta ævin-
týrið, sem um getur í gervallri list-
sögunni. Á síðari áratugum hafa öll
meiri háttar listasöfn heimsins
keppst um að eignast einhver af
listaverkum snillingsins, málvei'k-
in, sem kóngulær höfðu spunnið yf-
ir vefi sína í ruslakompum og kjöll-
urum.
6.
Hvernig eru þá myndir E1 Greco?
Erfitt er að lýsa þeim með orðúm,
eins og allri mikilli myndlist. Þar
er sjón sögu ríkari. Nokkur atriði
má þó nefna. E1 Greco hafnar al-
gerlega þeirri kenningu, að mynd
eigi að vera nákvæm eftirlíking
hlutar. Hvers konar frávik eru leyfi-
leg, ef þau þjóna því höfuðmarki,
sem hann hefur sett sér með mynd-
inni, eflir þau áhrif, þá stemingu,
sem hún á að vera gædd. Myndflöt-
urinn allur er notaður til hins ýtr-
asta, hið myndræna situr ævinlega
í fyrirrúmi fyrir hinu „náttúrlega“.
Listamaðurinn beygir allt undir
lögmál myndarinnar, undirstrikar
og ýkir það, sem honum þykir meg-
inmáli skipta, en setur í skuggann
eða sleppir með öllu því, sem hon-
um þykir líklegt til að tvístra eða
dreifa áhrifum myndarinnar. Mynd-
ir E1 Greco sameina á mjög sjald-
gæfan hátt karlmannlegan stvrk og
festu í formum og næsta kvenlega
mýkt og yndisþokka í rneðíerð lita.
Þótt þess gæti í öllum verkum þessa
mikla listamanns, að hann var
sprottinn úr jarðvegi, þar sem by-
santisk list hafði drottnað um aldir
(og jafnvel náð hámarki á Krít),
hikaði hann ekki við að brevta hin-
um daufu litum bysantisku lista-
stefnunna'r í lifandi, auðuga og heill-
andi liti. Sagt hefur verið, að E1
Greco hafi fyrstum allra málara
tekizt, að sameina til fullnustu hina
algeru einingu og samhljóman forms
og lita, sem allir miklir listamenn
höfðu leitazt við að ná um aldir.
Og á þeirri hálfu fjórðu öld, sem
E1 Greco: María Magdalena.
E1 Greco: María og Jósef með barnið.