Alþýðuhelgin - 24.12.1949, Blaðsíða 28

Alþýðuhelgin - 24.12.1949, Blaðsíða 28
26 JÓLAHELGIN <►- Viðgerðarstofa ► < ♦ Bernh. Petersen útvarpsins Reykjavík. Símar: 1570 (2 línur). Símnefni: „Bernhardo“. Annast hvers konar viðgerðir og breytingar útvai'pstækja, veitir leiðbeiningar og sér um viðgerðaferðir um landið. Ábyggileg vinna fyrir kostnaðarverð. Viðgerðarstofa úfvarpsins. Ægisgötu 7. Sími 4995. Kaupir: Þorskalýsi, allar tegundir. Síldarlýsi. Sellýsi. Síldarmjöl. Fiskimjöl. Stálföt. Síldartunnur. Selur: Kaldhreinsað meðalalýsi. Fóðurlýsi. Lýsistunnur. Kol í heilum förmum. Salt í heilum förmum. Útibú — Akureyri, Ný, fullkomin kaldhrcinsunarslöð. Skipagötu 12, sími 377. Lýsisgeymar fyrir 6500 föt. Sólvallagötu 80. Sími 3598. 4 < ► « 1 1 „Iliákinn þornar af fötunum, cn hánn gleymist ekki. Menn gleyma ckki þeim, sem ofsækja eða eru of- sóltir. Það er af þessu, að þeir halda mig vitskertan í samkunduhúsinu, þegar ég tala eins og mér býr í brjósti. Sjáðu nú til.“ — og hann tók landabréf upp úr skúffu, — ,,hér er það, sem við vitum um þessar ný- lendur, og hérna og hérna eru okkar menn að byrja á nýju verki í öðru lofti. En hérna er Nýja-Frakkland, — sérðu það? — Og niður stóra fljótið fara franskir kaupmenn og Indíánar þeirra.“ „Já,“ sagði Jakob og vissi ekki, hvað hann var að fara. „Já,“ sagði Rafael Sanchez. „Ertu sjónlaus? Ég treysti ekki Frakka- konungi. Konungurinn næst á und- an honum gerði húgenotta útlæga, og hver veit, hvað þessi kann að gcra? Og cf þeir halda fyrir okkur stóránum, komumst við aldrei vest- ur eftir.“ „Við?“ sagöi Jakob og skildi hvorki upp né niður. „Við,“ sagði Rafael Sanchez. Hann sló á landabréfið. „Og þeir sjá það ekki í Evrópu, ekki einu sinni lá- varðarnir í þinginu eða ráðherrarn- ir,“ sagði hann. „Þeir halda, að þetta sé náma, sem unnt sé að virkja eins og Spánverjar gerðu á Potosi. En það er ekki náma. Það er eitthvað lifandi, eitthvað, sem er að vakna til lífsins, þótt það vanti bæði nafn og ásjónu ennþá. Og það erhlutskipti okkar að vera þáttur í þessu lífi, — minnstu þess í óbyggðunum, ungi lögmálsfræðingur. Þú heldur, að þú farir þangað vegna stúlku, og það gerir ekkert til. En þú kynnir að finna þar fleira en þú átt von á.“ Hann þagnaði og annar svipur kom í augun. „Sjáðu, fyrst er það verzlunar- maðurinn,“ sagði hann. „Alltaf er verzlunarmaðurinn á undan land- nemanum. Hinir vantrúuðu munu gleyma því, og sumir af okkar fólki •líka. ,En við verðum að borga Kan- ansland, borga í blóði og svita.“ Síðan sagði hann Jakobi, hvað hann ætlaði að gei'a fyrir hann og lét hann síðan fara. Jakob fór heim í herbergi sitt. Það var undarleg suða í höfðinu á honum. Stundum fannst honum, að það mundi vera rétt á litið hjá þeim í.samkundu- húsinu, að Rafael Sanchez væri ekki með öllum mjalla. Aðra stund- ina þótti honum orð gamla mannsins vera eins og hula, en að baki þeim hreyfðist og iðaði einhver ógnastór vera, sem ekki sást, hvernig var. En lengst dvaldi hugur hans við rjóðu kinnarnar á Mirjam Ettelsohn. Fyrsiu kaupstaðarferð sína fór Jakob með McGampbell liinum skozka. McCampbell var fám mönn- um líkur, harður undir brún að sjá og augun blá og kuldaleg, rammur að afli og vingjarnlegur í framkomu og jafnan fámáll, nema þegar hann talaði um hinar tíu týndu ættkvíslir ísraelsmanna, því að hann var sann- færður um, að þær væru Indíánarnir handan við Vesturfjöll, og um það efni gat hann talað endalaust. Þeir ræddu max'gt saman sér til gagns. McCampbell vitnaði í kenni- setningar eftir læriföður, sem hét Jóhann Kalvín, en afi afa okkar svaraði með lögmálsgreinum og út- skýringum úr fræðiritum Gyðinga, þangað til að McCampbell lá við gráti af því, að svo tungulipur menntamaður skyldi vera ákvarðað- ur til eiiífrar útskúfunar. En hann
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68

x

Alþýðuhelgin

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðuhelgin
https://timarit.is/publication/1050

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.