Alþýðuhelgin - 24.12.1949, Blaðsíða 51

Alþýðuhelgin - 24.12.1949, Blaðsíða 51
JÖLAHELGIN 49 unblaðsins var haldið áfrara á veg- um ísafoldarprentsmiðju í hinum gömlu húsakynnum við Austur- stræti, eins og verið hafði. Nú hefur Morgunblaðið sjálft yfirtekið þá deild. Árið 1940 stofnaði ísafoldarprent- smiðja nýja bókaverzlun, en gamla verzlunin, sem rekin hafði verið allt frá dögum Björns Jónssonar, hafði við arfaskipti fallið í hlut frk. Sig- ríðar Björnsdóttur. Bókaverzlunin nýja var sett á fót í Austurstræti 8 og hefur verið rekin þar síðan. Bókaverzlun ísafoldar er nú eign sérstaks hlutafélags, en hluthafar eru hinir sömu og eiga prentsmiðj- una. Hefur bókaverzlunin þrjú úti- bú, auk stórrar ritfangaverzlunar í Bankastræti. Starfsliði ísafoldarprentsmiðju hefur fjölgað mjög á síðari árum. Vinna nú að staðaldri við prent- smiðjuna og bókaverzlanix-nar um eða yfir 100 manns. í prentsmiðjunni eru nú 8 setjara- vélar, letursteypuvél og sérstök vél til að steypa ýmsan efnivið til prent- vinnunnar, hin eina sinnar tegund- ar hér á landi. Prentvélaeignin er samsvarandi. í sambandi við prent- smiðjuna hefur lengst af verið rekið bókbandsverkstæði, og er það nú búið miklurn og fullkomnum véla- kosti. • VIÐTAL VIÐ GUNNAR EINARS- SON. Það er ekki ævinlega hlaupið að því, að ná tali af Gunnari Einars- syni prentsmiðjustjói'a. Stundum bíður hópur manna eftir viðtali við hann, rétt eins og hann væri æðsta ráð í viðskiptanefnd eða fjárhagsráði. Og þótt maður komizt inn í skrifstofuna, er ekki fátítt, að tveir símar hringi þar til skiptis. Er því líkast, sem hálfur bæxánn þurfi daglega að hafa tal af „Gunn- ari í ísafold“, eins og hann er venju- lega kallaðui'. En Gunnar er snar í snúningum og fljótur að afgreiða mál, svo að fram úr flestu eða öllu greiðist innan langrar stundar. Og hér á dögunum tókst mér að ná af honum samtali heila morgunstund, án þess að sími eða viðskiptavinir trufluðu hið minnsta. Spurði ég hann þá mai'gs um ísafoldarprent- smiðju og sögu hennar, sem hann er að sjálfsögðu allra manna kunn- ugastur. Gaf hann nxér þá margar upplýsingar um fyrirtækið, og hafa ýmsar þeiri'a verið liagnýttar hér að framan. í lok samtalsins röbbuð- um við um útgáfustarf prentsmiðj- unnar, og voru orðaskipti okkar um það efni eitthvað á þessa leið: — Hve margar bækur hefur ísa- foldai'pi'entsmiðja gefið út? — Um það hef ég ekki neitt yfir- lit handbært, en þær skipta mörgum hundruðum. Nokkúr síðustu árin hafa komið út á forlagi prentsmiðj- unnar 50—70 bækur árlega. Margt af þessu eru að vísu endurprentan- ir, eigi sízt á skólabókum, en þó gefur prentsmiðjan jafnan út mikið af nýjum bókum. — Já, þið prentið mikið af kennslubókum? — ísafold hefur um langt skcið fengizt við útgáfu kennslubóka, en þó hefur sú starfsemi vaxið mjög á síðustu árum, m. a. vegna þess, hve framhaldsskólum og sérskólum hef- ur fjölgað. — Viltu nefna nokkrar mei'kustu bækurnar, sem ísafold hefur gefið út? — Það er ekki með öllu vanda- laust, því ég tel vissulega, að frá forlaginu hafi komið-ýmsar mei’kar bækur. Þótt bækurnar séu að vísu misjafnar að gæðum, kemur alltaf eitthvað af góðum ritum á hverju ári. En auk heildarútgáfunnar af Jónasi Hallgrímssyni, sem var fyrsta stór- virki forlagsins, vil ég nefna „ís- lenzka þjóðhætti“ Jónasar frá Hrafnagili, „ísland í myndum“, sem komið hefur út hvað eftir annað í stórum upplögum, og boi'izt víða um lönd, heildarútgáfu á ljóðum Einars Benediktssonar, hinar merku og vinsælu fræðibækur Jóns Helga- sonar biskups o. fl. — Hvað hefur ísafoldarprent- smiðja gefið út merkast á þessu ári? — Hún hefur gefið út ritsafn Sveinbjarnar Egilson yngra í tveirn stórum bindum, síðasta bindi af „Dalalífi“ Guðrúnar frá Lundi, en það er sú skáldsaga, sem á síðari árum hefur náð mestri hylli almenn ings. Þá hafa komið út þrjár end- urminningabækur eftir greinda og fróða alþýðumenn: „Á sjó og landi“ etfir Ásmund Helgason frá Bjai'gi, „Endui’minningar Breiðfirðings“ eftir Jón Kr. Lárusson og „Á hval- veiðastöðvum“, sem Magnús Gísla- son hefur ritað. „Manneldi og heilsufar í fornöld“ nefnist merki- legt fræðii’it eftir dr. Skúla Guð- jónsson prófessor í Árósum. Þá má nefna „Noi'ræn söguljóð“, sem hafa að geyma „Friðþjófssögu Tegnérs og „Bóndann“ eftir Andrés Hovden, hvoi'ttveggja í þýðingu Matthíasar Jochumssonar. Er það eins konar forboði að útgáfu á öllum ritum \Matthíasar, sem ísafoldarprent- smiðja hefur keypt útgáfuréttinn að, og hefjast mun á næsta ári. Einnig hafa komið út hjá forlaginu í ár tvær Nonnabækur, „Nonni og Manni“ og „Sólskinsdagar“, enn fremur fyrsta bindi af Ritsafni Kristínar^ Sigfúsdóttur. Síðast en ekki sízt ber að geta heildarútgáfu af í’itum Hjálmars Jónssonar í Bólu, samtals 5 bindi, sem öll koma á bókamarkaðinn einhvei’n næstu daga. < — Eru íleiri heildarútgáfur á döf- inni hjá ísafold? — Já. Útgáfa á Ritsafni Sigui'ðar Breiðfjörð, sem Sveinbjöi’n Sigur- jónsson vinnur að fyrir foi'lagið, mun hefjast á næsta ári. Þá mun einnig korna annað bindi af Rit- safni Gröndals, upphafið á Ritsafni Matthíasar, eins og áður er getið, og máske fleira. G. G. Nýliði á lierskipi hafði orðið syfj- aður og skreið inn í fallbyssuhlaup til að fá sér dúi'. Rétt á eftir var lagt til orustu. Piltinunx var skotið út úr hlaupinu. í sama bili kom foringinn upp og sagði: — Hvar er Sam Jones? — Hann brá sér í burtu ,sagði einn liðsmaðurinn. — Verður hann lengi í burtu? spurði liðsforinginn. — Nei, sagði liðsmaðurinn, — Ef hann kemur með sama hraða og hann fór, verður liann kominn efcir hálfa mínútu. Kennarinn: — Geturðu nefnt mér helztu eiginleika vatns? Nemandinn: — Þegar við þvoum okkur úr því, þá verður það sldtugt. Það er sagt, að litlir menn hugsi oft um Napóleon. Það kemur þeim ævinlega í gott skap. I
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68

x

Alþýðuhelgin

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðuhelgin
https://timarit.is/publication/1050

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.