Alþýðuhelgin - 24.12.1949, Síða 51

Alþýðuhelgin - 24.12.1949, Síða 51
JÖLAHELGIN 49 unblaðsins var haldið áfrara á veg- um ísafoldarprentsmiðju í hinum gömlu húsakynnum við Austur- stræti, eins og verið hafði. Nú hefur Morgunblaðið sjálft yfirtekið þá deild. Árið 1940 stofnaði ísafoldarprent- smiðja nýja bókaverzlun, en gamla verzlunin, sem rekin hafði verið allt frá dögum Björns Jónssonar, hafði við arfaskipti fallið í hlut frk. Sig- ríðar Björnsdóttur. Bókaverzlunin nýja var sett á fót í Austurstræti 8 og hefur verið rekin þar síðan. Bókaverzlun ísafoldar er nú eign sérstaks hlutafélags, en hluthafar eru hinir sömu og eiga prentsmiðj- una. Hefur bókaverzlunin þrjú úti- bú, auk stórrar ritfangaverzlunar í Bankastræti. Starfsliði ísafoldarprentsmiðju hefur fjölgað mjög á síðari árum. Vinna nú að staðaldri við prent- smiðjuna og bókaverzlanix-nar um eða yfir 100 manns. í prentsmiðjunni eru nú 8 setjara- vélar, letursteypuvél og sérstök vél til að steypa ýmsan efnivið til prent- vinnunnar, hin eina sinnar tegund- ar hér á landi. Prentvélaeignin er samsvarandi. í sambandi við prent- smiðjuna hefur lengst af verið rekið bókbandsverkstæði, og er það nú búið miklurn og fullkomnum véla- kosti. • VIÐTAL VIÐ GUNNAR EINARS- SON. Það er ekki ævinlega hlaupið að því, að ná tali af Gunnari Einars- syni prentsmiðjustjói'a. Stundum bíður hópur manna eftir viðtali við hann, rétt eins og hann væri æðsta ráð í viðskiptanefnd eða fjárhagsráði. Og þótt maður komizt inn í skrifstofuna, er ekki fátítt, að tveir símar hringi þar til skiptis. Er því líkast, sem hálfur bæxánn þurfi daglega að hafa tal af „Gunn- ari í ísafold“, eins og hann er venju- lega kallaðui'. En Gunnar er snar í snúningum og fljótur að afgreiða mál, svo að fram úr flestu eða öllu greiðist innan langrar stundar. Og hér á dögunum tókst mér að ná af honum samtali heila morgunstund, án þess að sími eða viðskiptavinir trufluðu hið minnsta. Spurði ég hann þá mai'gs um ísafoldarprent- smiðju og sögu hennar, sem hann er að sjálfsögðu allra manna kunn- ugastur. Gaf hann nxér þá margar upplýsingar um fyrirtækið, og hafa ýmsar þeiri'a verið liagnýttar hér að framan. í lok samtalsins röbbuð- um við um útgáfustarf prentsmiðj- unnar, og voru orðaskipti okkar um það efni eitthvað á þessa leið: — Hve margar bækur hefur ísa- foldai'pi'entsmiðja gefið út? — Um það hef ég ekki neitt yfir- lit handbært, en þær skipta mörgum hundruðum. Nokkúr síðustu árin hafa komið út á forlagi prentsmiðj- unnar 50—70 bækur árlega. Margt af þessu eru að vísu endurprentan- ir, eigi sízt á skólabókum, en þó gefur prentsmiðjan jafnan út mikið af nýjum bókum. — Já, þið prentið mikið af kennslubókum? — ísafold hefur um langt skcið fengizt við útgáfu kennslubóka, en þó hefur sú starfsemi vaxið mjög á síðustu árum, m. a. vegna þess, hve framhaldsskólum og sérskólum hef- ur fjölgað. — Viltu nefna nokkrar mei'kustu bækurnar, sem ísafold hefur gefið út? — Það er ekki með öllu vanda- laust, því ég tel vissulega, að frá forlaginu hafi komið-ýmsar mei’kar bækur. Þótt bækurnar séu að vísu misjafnar að gæðum, kemur alltaf eitthvað af góðum ritum á hverju ári. En auk heildarútgáfunnar af Jónasi Hallgrímssyni, sem var fyrsta stór- virki forlagsins, vil ég nefna „ís- lenzka þjóðhætti“ Jónasar frá Hrafnagili, „ísland í myndum“, sem komið hefur út hvað eftir annað í stórum upplögum, og boi'izt víða um lönd, heildarútgáfu á ljóðum Einars Benediktssonar, hinar merku og vinsælu fræðibækur Jóns Helga- sonar biskups o. fl. — Hvað hefur ísafoldarprent- smiðja gefið út merkast á þessu ári? — Hún hefur gefið út ritsafn Sveinbjarnar Egilson yngra í tveirn stórum bindum, síðasta bindi af „Dalalífi“ Guðrúnar frá Lundi, en það er sú skáldsaga, sem á síðari árum hefur náð mestri hylli almenn ings. Þá hafa komið út þrjár end- urminningabækur eftir greinda og fróða alþýðumenn: „Á sjó og landi“ etfir Ásmund Helgason frá Bjai'gi, „Endui’minningar Breiðfirðings“ eftir Jón Kr. Lárusson og „Á hval- veiðastöðvum“, sem Magnús Gísla- son hefur ritað. „Manneldi og heilsufar í fornöld“ nefnist merki- legt fræðii’it eftir dr. Skúla Guð- jónsson prófessor í Árósum. Þá má nefna „Noi'ræn söguljóð“, sem hafa að geyma „Friðþjófssögu Tegnérs og „Bóndann“ eftir Andrés Hovden, hvoi'ttveggja í þýðingu Matthíasar Jochumssonar. Er það eins konar forboði að útgáfu á öllum ritum \Matthíasar, sem ísafoldarprent- smiðja hefur keypt útgáfuréttinn að, og hefjast mun á næsta ári. Einnig hafa komið út hjá forlaginu í ár tvær Nonnabækur, „Nonni og Manni“ og „Sólskinsdagar“, enn fremur fyrsta bindi af Ritsafni Kristínar^ Sigfúsdóttur. Síðast en ekki sízt ber að geta heildarútgáfu af í’itum Hjálmars Jónssonar í Bólu, samtals 5 bindi, sem öll koma á bókamarkaðinn einhvei’n næstu daga. < — Eru íleiri heildarútgáfur á döf- inni hjá ísafold? — Já. Útgáfa á Ritsafni Sigui'ðar Breiðfjörð, sem Sveinbjöi’n Sigur- jónsson vinnur að fyrir foi'lagið, mun hefjast á næsta ári. Þá mun einnig korna annað bindi af Rit- safni Gröndals, upphafið á Ritsafni Matthíasar, eins og áður er getið, og máske fleira. G. G. Nýliði á lierskipi hafði orðið syfj- aður og skreið inn í fallbyssuhlaup til að fá sér dúi'. Rétt á eftir var lagt til orustu. Piltinunx var skotið út úr hlaupinu. í sama bili kom foringinn upp og sagði: — Hvar er Sam Jones? — Hann brá sér í burtu ,sagði einn liðsmaðurinn. — Verður hann lengi í burtu? spurði liðsforinginn. — Nei, sagði liðsmaðurinn, — Ef hann kemur með sama hraða og hann fór, verður liann kominn efcir hálfa mínútu. Kennarinn: — Geturðu nefnt mér helztu eiginleika vatns? Nemandinn: — Þegar við þvoum okkur úr því, þá verður það sldtugt. Það er sagt, að litlir menn hugsi oft um Napóleon. Það kemur þeim ævinlega í gott skap. I

x

Alþýðuhelgin

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Alþýðuhelgin
https://timarit.is/publication/1050

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.