Alþýðuhelgin - 24.12.1949, Blaðsíða 32

Alþýðuhelgin - 24.12.1949, Blaðsíða 32
30 JÓLAHELGIN Lýsissamlag bo tnvörpunga Símar 761(5, 3428. Símnefni: Lýsissamlag. ReykjaVík. Stærsía og fullkomnasta kaldhreinsunarstöð á íslandi. Lýsissamlagið selur lyfsölum. kaupmönnum og kaupfélögum fyrsta flokks kaldhreinsað með- aialýsi, sem er framleitt við hin allra beztu skilyrði. Innilegustu JÓLA- OG NÝJÁRSÓSKIR færum vér öllum fjær og nær. ‘ Viðtæk ja verzlun ríkisins, sig kveða, og hún byrjaði því á nýrri vísu, þegar fyrsta vísan var búin, en þegar hún var búinn að kveða hana, heyrðist henni sem einhver svaraði henni, og væri sá mjög langt fyrir neðan hana. „Hver ætli þetta geti verið?“ hugsaði hún með sér, gekk svo fram á fjallsbrúnina, tók um grannvaxna björk, sem slútti fram af brúninni, og leit niður, en sá ekk- ert. Fjörðurinn var gáralaus, og ekki fugl flaug yfir hann. Áslaug settist niður og tók að kveða af nýju. En þá var henni svarað skýrt í sama róm og fyrr, og nú nær en hið fyrra skiptið. „Eitthvað verður þetta að vera,“ sagði Áslaug, spratt upp og gægðist fram af fjallsbrúninni aftur; sá hún þá niðri undir fjallinu bát, er lagt hafði þar að landi, en svo var hátt niður þangað, að ekki sýndist báturinn stærri en skel lítil. Þá varð henni litið nær sér í bergið. Sá hún þá rauða húfu; undir húfunni var maður, sem kleif upp eftir því nær þvergnýptu berginu. „Hver getur þetta verið?“ sagði Áslaug, sleppti björkinni og hljóp kippkorn frá fjallsbrúninni. Hún þorði ekki að svara sjálfri sér, því að vel vissi hún, hver þetta var. Hún fleygði sér nið- ur á grassvörðinn, tók fast í grasið báðum höndum, eins og hún mætti ekki missa taksins; en grasrótin losnaði, hún æpti og tók í fastara og fastara; hún bað guð almáttugan hjálpa Þóri, en henni kom í hug, að þetta háttalag hans væri að freista drottins, og fyrir því gæti hann ekki búizt við neinni hjálp. „Aðeins í þetta eina sinn,“ mælti hún, „aðeins í þetta eina sinn verður þú, guð minn, að hjálpa honum.“ Síðan tók hún utan um hundinn og veltist um með hann í grasinu, og fannst henni tíminn endalaus. En þá sleit rakkinn sig af henni, hljóp fram á fjallsbrúnina geltandi og dinglaði rófunni; síðan sneri hann til Áslaugar aftur, reisti sig upp á afturlappirnar og gelti framan í hana með fagnaðarlátum, hljóp sið- an aftur geltandi fram á fjallsbrúri- ina, en í sama bili sér á rauða húfu upp af fjallsbrúninni, og að vörmu spori lá Þórir í fangi Á.slaugar. Þar lá hann stundarkorn, og fékk hvorugt þeirra orði upp komið. Þegar Knútur gamli í Fjarðar- horni spurði þetta, barði hann í borðið, svo að undir tók í stofunm, og mælti: „Þessi piltur er eigandi, það er bezt hann fái stelpuna". Magnús Hákonarson þýddi. t * » Hótelgestur bálvondur: — Sjáid til, þjónn, það er fluga á smjörinu. Þjóninn: — Þetta er ekki duga, heldur mölur, og þetta er ekki snijön heldur smjörlíki. Að öðru leyti hafi‘ þér á réttu að standa. Ræðumaðurinn var óánægður yf'r því, hve hávaðasamt var í fundar- salnum. Loks missir hann þolinmseö- ina og hrópar: — Hafið ekki svona hátt þarna aft- ur í salnum. Ég heyri ekki til sjáHs mín! Rödd á fremsta bekk: — Láttu þér á sama standa. ?u ferð ekki á mis við mikið. Hann: — Þú ert sólskin sálar minu' ar. Ætti ég að lifa án þín, myndi sky draga á himin lífs míns. Hún: — Er þetta bónorð eða veð- urfregn? ft
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68

x

Alþýðuhelgin

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðuhelgin
https://timarit.is/publication/1050

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.