Alþýðuhelgin - 24.12.1949, Blaðsíða 29
JÓLAHELGIN
27
kom ekki fram við afa afa okkar eins
og hann væri ákvarðaður til eilífrar
útskúfunar, heldur eins og hann væri
maður, og þegar hann talaði um
griðastaði, voru það meira en orðin
tóm, því að fólk hans hafði líka orðið
ið fyrir ofsóknum.
Fyrst létu þeir borgina að baki
sér og síðan sveitaþorpin, og áður en
varði voru þeir komnir út í óbyggð-
irnar. Þar var margt á annan veg
en Jakob Stein hafði vanizt. Framan
af lá hann vakandi á næturnar með
hjartslætti og hlustaði, og þá fannst
honum minnsta skrjáf í skóginum
vera fótatak villtra Indíána, og hve-
nær sem ugla vældi, hélt hann það
Vera heróp þeirra. En þetta leið
smám saman frá. Hann fór að veita
því athygli, hve hljóðlega stóri mað-
urinn, McCampbell, fór um skóginn,
og hann reyndi að líkja eftir honum.
Hann lærði margt, sem lögmáls-
fræðingur ekki kann, þótt lærður og
lesinn sé: Hann lærði að gyrða á
reiðingshesti og kveikja upp eld og
þekkja mun á morgni og kvöldi í
skóginum. Allt þetta var honum
ttýjung, og stundum fannst honum,
að það mundi draga sig til dauða,
því að holdið var veikt. En áfram
hélt hann, á hverju sem gekk.
Þegar hann sá Indíána í fyrsta
sinn þar úti í óbyggðunum, kom
skjálfti í hnén á honum, svo að þau
slógust saman. Þeir voru alveg eins
°g hann hafði dreymt í draumum
sinum, að þeir væru, og honum datt
1 hug óvætturin Iggeretbeth-Math-
lan og dansdjöflarnir sjötíu og átta,
sem henni fylgja, því að Indíánarnir
Voru málaðir og skinnklæddir. En
hann gat ekki látið hnén á sér slást
sanian frammi fyrir heiðnum mönn-
um og vantrúuðum, og fyrsta hræðsl-
an leið frá. Þá komst hann að raun
u>n, að þetta vorualvörugefnir menn,
ákaflega kreddufastir og orðfáir í
hyrjun, en.fullir af forvitni, þegar
þögnin hafði verið rofin. Þeir þekktu
klcCampbell, en Jakob þekktu þeir
ekki, og þeir ræddu fram og aftur
Ultt fötin, sem hann var í, feimnis-
^aust eins og krakkar, þangað til að
honum fannst hann standa nakinn
írammi fyrir þeim, en samt var
hann ekkert hræddur. Einn þeirra
hcnti á leðurhylki, sem Jakob bar
U)tt hálsinn, en í því hylki geymdi
hann nokkrar lögmálsgreinar, skrif-
aðar á skinn, eins og Gyðinga er
siður. Þá sagði McCampbell eitt-
hvað, og brúria höndin seig jafn-
skjótt niður, en mikill orðakliður
kom upp.
Seinna sagði McCampbell honum,
að þeir bæru líka á sér smápoka úr
hjartarskinni, sem helgir dómar
væru í, og þegar þeir sáu leðurhylk-
ið á honum, hugðu þeir, að hann
hlyti að vera einhver fyrirmaður.
Þetta þótti honum næsta undarlegt.
Undarlegra þótti honum samt að
snæða með þeim hjartarkjöt við eld-
inn.
Græn og dökk var þessi veröld,
sem hann hafði lent í, dökk af skugg-
um skógarins og græn af grænku
hans. Þar voru stígar og troðningar,
sem ekki voru enn orðnir að stræt-
um og þjóðbrautum. Þarna var
hvorki ryk né eimur af borgum
mannanna, heldur allt annar blær
og annar svipur. Jakob tók vandlega
eftir þessum stígum og merkti þá á
landabréf, því að það var eitt af
því, sem Rafael Sanchez hafði sagt
honum að gera. Það var mikið verk
og erfitt og virtist vita tilgangslaust,
en hann hafði lofað að gera þetta,
og liann gerði það. Og því lengra og
dýpra sem þeir komu inn í skógana,
þar sem hann sá blikandi læki og
fögur rjóður, sem engir fætur höfðu
troðið nema hjartarfætur, því fast-
ar sóttu á hann undarlegar hugsanir.
Honum fannst, að Þýzkaland, sem
hann var kominn frá, væri bæði lít-
ið og hlaðið fólki. Honum fannst, að
hann hefði ekki haft hugmynd um,
að slík víðátta væri til í veröldinni.
Endrum og eins leitaði hugurinn
til liðinna daga, leitaði til kyrrlátra
engja hjá Reltlesheim og rauðra tíg-
ulsteinshúsa í Fíladelfíu, til hins
fyllta fiskjar og berjavínsins, til
söngsins í skólanum og snúinna
brauðhleifa undir hvítum dúki á
lognværum hvíldardegi. Sem
snöggvast fannst honum þetta vera
sér svo nálægt, en óðar var það aftur
orðið fjarlægt honum. Hér át hann
hjartarkjöt úti í skógi og svaf við
eld.sglæður undir beru lofti. Þannig
hlutu ísraelsmenn að hafa sofið í
evðimörkinni íorðum. Hann hafði
aldrei hugleitt það, en þannig hlaut
það að hafa verið.
Endrum og eins varð honum litið
á hendurnar á sér. Þær voru sterk-
legri en áður og allar brúnar. Hon-
um fannst hann ekki þekkja þær
fyrir sínar hendur. Endrum og eins
(Frh. á bls. 53.)
Anna: — Hvernig vissir þú, að mig
dreymdi, að Árni væri að biðja mín?
Stína: — Þú hrópaðir „Já“ upp úr
svefninum minnst tuttugu sinnum!
Karl einn, sem átti kú í fjósi og
hafði hana undir baðstofupalli, eins
og áður var títt, sagði frá því, hvern-
ig hann missti hana, á þessa leið:
— Ég vaknaði við þessi ógurlegu
læti. Þá hafði hún fengið krampa og
brotið fjóshurðina, og lá kylliflöt.
Ég kallaði á Margrétu mína og skar
hann í snatri þarna í göngunum.
Strákur nokkur heyrði lesna sög-
una af Sæmundi fróða. Að sögulok-
um varð honum að orði:
— Hvaða maður var þessi Kölski?
Mér finnst hann fullt eins góður og
Sæmundur.
Karli nokkrum varð að orði við
kerlu sína, þá er þau höfðu búið sam-
an í rösk fjörutíu ár: — Hver fjand-
inn er að sjá þetta, ertu eineygð,
Steinka? Að ég skyldi ekki taka eftir
þessu fyr!
Kerling nokkur heyrði sunginn
sálminn: Útvaldir skína eins og sól“.
Heyrðu menn þá, að hún tautar við
sjálfa sig: — Það kæmi ekki vondu
augunum í mér.
Saga þessi á að hafa gerzt fyrir
allmörgum árum. Piltur nokkur, sem
var við nám í Menntaskólanum í
Reykjavík, gerði sér far um að vinna
hylli Boga Ólafssonar. Sætti hann
færi, að verða Boga samferða úr
skólanum og lét þá gjarnan móðan
mása, en Bogi var löngum hljóður.
Einhverju sinni vék sér að þeim
maður nokkur, einfeldnislegulr hcld-
ur, og spurði til vegar. Varð Bogi
fyrir svörum. Þegar maðurinn var
farinn, sagði skólapiltur spekings-
lega:
— Margir eru bjálfarnir á þessu
landi.
— Og einum fleiri en þér haldtð,
svaraði Bogi.