Alþýðuhelgin - 24.12.1949, Blaðsíða 39

Alþýðuhelgin - 24.12.1949, Blaðsíða 39
JÓLAHELGIN 37 Tvær af frægustu myndum E1 Greco. — Til vinstri: Greftrun Orgazar greifa. — Til hægri: Píslarvætti heilags Mauriusar. liðin er síðan hann var uppi, hefur naumast komið fram nokkur jafn- oki hans að þessu leyti, nema ef vera skyldi Cézanne. 7. Með fáum og fátæklegum orðum verður nú lýst nokkrum myndum eftir E1 Greco, og bent á lielztu einkenni þeirra. Píslarvætti heilags Mauriusar, sem nefnd hefur verið hér að fram- an, er ein af allra frægustu mynd- um hans. Málverkið er gert út af eftirfarandi helgisögu: Maurius hershöfðingi frá Þebu hafði, ásamt hersveitum sínum, snúizt til krist- innar trúar, en var eftir sem áður í herliði rómverska keisarans. Þess- ir kristnu hermenn fengu fyrirskip- un um að færa hinum heiðnu goð- um í Róm fórnir og tilbiðja þau. Þeir ákváðu þá, undir forystu Maur- iusar, að neita fyrirskipan þessari, þar eð þeir væru skuldbundnir Kristi, en öðrum eigi. Þar með kusu þeir píslarvættisdauðann. E1 Greco skiptir mynd sinni í þrjá hluta. Neðst á myndinni miðri sést Maurius skýra foringjum sínum -frá því, hvernig komið sé, og eggjar þá á að deyja fyrir trú sína. Til vinstri, nokkuð í baksýn, sést Maur- ius standa rólegur og horfa á, með- an hermenn hans, einn af öðrum, beygja höfuð sit undir öxi böðuls- ins. Hinir bíða þess þólinmóðir, að röðin komi að þeim, og sveigist fylk- ingin eins og slanga upp eftir mynd- fletinum. Efsti hluti myndarinnar sýnir engla, er taka á móti sálum píslarvottanna og flytja þær í hinar eilífu tjaldbúðir. Mynd þessi er geysistór. Listamaðurinn leggur megináherzlu á það, að túlka helga kyrrð og trúartraust píslarvottanna, svo að aftakan breytist raunveru- lega í fagnaðarhátíð. Greftrun Orgazar greifa, Þessi mynd er af mörgum talin frábær- asta verk E1 Greco. Greifinn hafði verið mjög ástsæll og trúaður aðals- maður í Toledo. Helgisagan segir, að dýrlingar tveir, heilagur Stefán og heilagur Ágústín, hafi stigið niður af himni, þá er greifinn var lagður í grafhýsi ættar sinnar, og tekið að sér stjórn helgiathafnarinnar. Iíin stórfenglega mynd E1 Greco sýnir 20 spænska aðalsmenn, sem horfa á þá er greifinn er lagður í grafreit- inn. Þeir mynda eins konar vegg að baki heilögum Stefáni og heilög- um Ágústín, sem halda uppi líkama hins látna, annar undir höfuð hans, hinn undir hnén. Efri hluti mynd- arinnar sýnir engla, sem bera sál greifans til himna, þar sem Kristur og María mey bíða hennar. Einkenni myndarinnar eru helgi og alvara. Þeirri túlkun lýtur hvert atriði þessarar geysistóru myndar. Þótt aðalsmennirnir hafi allir sín einstaklingseinkenni, svo að engir tveir eru eins, mynda þeiv eina
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68

x

Alþýðuhelgin

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðuhelgin
https://timarit.is/publication/1050

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.