Alþýðuhelgin - 24.12.1949, Blaðsíða 42

Alþýðuhelgin - 24.12.1949, Blaðsíða 42
40 JÓLAHELGIN ♦ Þættir úr 72 ára sögu Isafoidarprentsmiðju h.f. r Stærsta útgáfufyrirtæki á Islandi. FORMÁLSORÐ. Eins og kunnugt er, var Jón bisk- up Arason írumkvöðull þess, að prentlistin fluttist til íslands. Er það haft fyrir satt, að hann hafi um 1525 keypt þýzkt eða sænskt prent- verk, og vitað er, að hingað flutt- ist að hans tilhlutan sænskur prent- ari, séra Jón Matthíasson, er prest- ur varð á Breiðabólstað í Vestur- hópi. Skömmu eftir að Guðbrandur Þorláksson varð biskup að Hólum, komst prent- smiðian í hans eigu. Sum- ir telja, að Guðbrandur hafi upphaflega keypt nýja prentsmiðju, en gamla perntverkið síðar, og þá sameinað bæði. í prentsmiðju sinni lét Cuðbrandur síðan prenta fjölda rita, og er merkast þeirra biblían mikla, sem við hann er kennd. Prent- smiðja þessi var síðan rekin á Hólum til ársins 1684, er Þórður biskup Þorláksson fékk konungs- leyfi til að flytja hana suður að Skálholti. Þar var hún síðan í 18 ár, en árið 1703 var hún flutt aftur norður til Hóla. Að því sinni var hún þar í nálega heila öld. Var síð- ast prentað í henni árið 1799, en hún því næst dæmd ónýt og lögð niður, enda að stofni til orðin töluvert á þriðja hundrað ára gömul. Aðra prentsmiðju sína eignuðust íslendingar ár- ið 1773, er Hrappseyjar- prentsmiðja komst á fót. Hún starfaði vestur í Hrappsey um rúmlega 20 ára skeið, unz Magn- ús konferenzráð Steph- ensen keypti hana. Rak hann prentsmiðjuna síðan á Leir- árgörðum og Beitistöðum árin 1795—1819. Þá var hún flutt út í Viðey, þar sem hún var í 25 ár. Þá var tekið að ræða um flytja hana til Reykjavíkur, einkum vegna prentunar í þágu hins nýstofnaða alþingis. Varð það úr, að prentsmiðj- an var flutt þangað sumarið 1844, 'og komið fyrir í svonefndri Berg- mannsstofu, þar sem nú er Aðal- stræti 9. Höfðu stiftsyfirvöldin um- ráð yfir prentsmiðjunni, sem var þó sérstök stofnun og rekin fyrir eigin reikning. Nefndist hún prentsmiðja landsins eða Landsprentsmiðjan. Árið 1876 var hún seld Einari prent- ara Þórðarsyni, sem rak hana síðan til ársins 1886. Allt fram til 1877 var Landsprent- smiðjan eina prentsmiðjan í Reykja- vík, enda þótli þess gæta á ýmsan hátt, að hún hefði einokunaraðstöðu um bókagerð alla og blaðaprentun í bænum. En það ár eignaðist hún keppinaut, sem reyndist svo harð- ur í horn að taka, að eft- ir níu ára samkeppni gleypti hann gömlu prentsmiðjuna með húð og hári. Þessi keppinaut- ur var ísafoldarprent- smiðja, sem á nú að baki sér meira en sjö áratuga sögu. Hefur hún megin- hluta þess tíma verið í hópi hinba stærstu prentsmiðja hér, og síð- ustu áratugina einn- ig mesti bókaútgefandi landsins. Saga þessa fyrirtækis, sem hófst með því, að það braut niður einokun- araðstöðu Landsprent- smiðjunnar gömlu, verð- ur nú sögð hér á eftir í nokkrum megindráttum. BJÖRN OG ÍSAFOLD. Það er upphaf þessa máls, að þjóðhátíðarsum- arið 1874 kom Björn Jónsson cand. phil. frá Djúpadal í Barðastrand- arsýslu heim til íslatids frá háskólanum í Kaup- mannahöfn. Ætlun hans var sú, að stofna í Reykjavík þjóðmálablað og gera blaðamennsku að aðalstarfi sínu. Um þess- ar mundir komu út þrjú blöð í höfuðstaðnum. Voru það Þjóðólfur, er þá
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68

x

Alþýðuhelgin

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðuhelgin
https://timarit.is/publication/1050

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.