Alþýðuhelgin - 24.12.1949, Blaðsíða 16

Alþýðuhelgin - 24.12.1949, Blaðsíða 16
14 JÓLAHELGIN Rodin: Konuhöfuð. í huga efnismagnið, en ekki yfir- borðið. Hugsið yður yfirborð sérhvers hlutar sem úthverfu efnismagns, sem þrýstir á að innan. Hugsið yður, að formin viti á móti yður. Allt líf stafar út frá miðdepli. Það grær og vex að innan og út. Á sama hátt ork- ar fögur myndlist á hug áhorfarda sem voldug eggjan. Þetta er leynd- ardómur fornlistarinnar. Málarar, þér skýlduð einnig gefa gaum að dýpt hlutanna. Athugið t. d. einhverja af mannamyndum Raf- aels. Þegar þessi snillingur málar mynd af manni og sér beint í and- lit honum, vindur hann brjóstinu við, svo að það hverfur aftur, og áhorfanda þykir sem hann sjái inn í þriðja víðernið. Allir miklir málarar kanna rúmið. Það er styrkur þeirra, að þeir kunna skil á dýptinni. Munið þetta: línur eru ekki til, að- eins efnismagn. Þegar þér teiknið, þá beinið aldrei athygli að umlínum heldur formi. Það er formið, sem ræður umlínunum. Æfið yður óaflátanlega. Ósvikin kunnátta er lífsnauðsyn. List er ekki annað en tilfinning. En bresti þekkingu á efnismagni, hlutföllum og litum, og sé höndin skeikul, þá stoðar ekki tilfinningin, hversu sterk og lifandi sem hú)i cr. Hvað mundi verða úr jafnvel hinu mesta stórskáldi, er kynni ekki mál þeirrar þjóðar, sem hann býr á með- al, og nennti ekki að læra það? Af liinni ungu kynslóð listamanna eru margir, sem nenna ekki að læra mál- ið. Þess vegna geta þeir aðeins babl- að. Verið þolinmóðir! Treystið ekki á innblástur, hann er ekki til. Hinar einu dyggðir listamanns eru vizka, árvekni, einlægni og sterkur vilji. Vinnið verk yðar sem Iieiðarlegii’ verkamenn. Verið sannir í list yðar, ungu menn. En það er allt annað en na- kvæmni hermikrákunnar. Til er lit- ilmótleg nákvæmni. Það er na- kvæmni Ijósmyndarinnar og sma- sumuguleg eftirstæling. Hin innri sannindi ein eru upphaf listarinnar. Öll form og allir litir skulu túlka tilfinningar. Listamaður, sem lætur sér nægía að iðka hreina og beina hillingalish eða apar nákvæmlega eftir einskis- verða smámuni, verður aldrei snill- ingur. Ef þér hafið komið í ítalskan kirkjugarð, munuð þér hafa veitt þvl athygli, að listamennirnir, sem skreyttu legsteinana, hafa af ain' berum barnaskap reynt að líkja eft- ir útsaumi, knipplingum eða har- fléttum. Vel má vera, að þeir hal1 gert þetta af mestu nákvæmni. En allt um það eru þeir ekki sannir 1 list sinni, því að þeir tala ekki t1 andans. Nær því allir myndhöggvarar vd' ir minna á þessa myndgerðarmenn ítölsku kirkjugarðanna. Hið eina- sem augað dvelur við á opinberum minnismerkjum vorum, er síðfrakK- ar, stólar, smáborð, vélar, loftbelgir> símtæki. Engin innri sannindi, þess vegna ekki heldur nein list- Látið þessi víti verða yður til varn- Verið hreinskilnir, afdráttarlaus og miskunnarlaust. Hikið ekki vi' að tjá tilfinningar yðar í verkum yðar, jafnvel þótt þér komist me því í andstöðu við hefðbundnar hugmyndir. Ef til vill skilja menn yður ekki strax. En þér munuð ekk1 lengi standa einir. Vinir munu fljóf' lega fylkja sér um yður, því að þa°> sem einum er djúpsettur sannleiku1' hlýtur einnig að vera það öllum öðrum. 4 En engar geiflur og grettur, engar skrumskælingar til þess að draga a" hygli fólksins að yður. Aðeins la leysi og hreinskilni! _ Hin fegurstu myndaefni blasa ur við augum. Þau eru einmitt þal > sem þér þekkið bezt. Ágætur vinur minn og ágseh-' listamaður, Eugéne Carriére, sem c a fyrir aldur fram, sýndi snilli sma því að mála konu sína og barn. H°n^ um var það ærið efni í háfleygt hsln verk að hylla móðurástina. Snillin& I
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68

x

Alþýðuhelgin

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðuhelgin
https://timarit.is/publication/1050

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.