Alþýðuhelgin - 24.12.1949, Blaðsíða 15
JÖLAHELGIN
13
AUGUSTE RODIN
Franski myndhöggvarinn Aguste
Rodin, f. 1840, d. 1917, mun af flest-
um talinn mestur höggmyndasmiður
sinnar kynslóðar, enda hefur áhrifa
frá list hans gætt mjög mikið, eink-
um um aldamótin síðustu og á fyrstu
áratugum þessarar aldar.
Eitt frægasta verk Rodins er hóp-
myndin Borgararnir í Calais. Heims-
fræg eru einnig líkön hans af skáld-
unum Victor Hugo ogBalzac. Ennmá
nefna höggmyndirnar IHið hcljar,
Hugsuðurinn, Krossinn og Jóhanncs
skírari. ■»
Rodin var fjölhæfur listamaður.
Til eru eftir hann stílfagrar og fág-
aðar höggmyndir í klassiskum stíl
(sjá Konuhöfuð), en hann gerði cinn-
ig stórbrotnar myndir, þrungnar af
frumstæðum krafti (sjá höggmynd-
ina af Balzac).
En Rodin var einnig góður rit-
höfundur. Fáir listamenn hafa ritað
betur um myndlist. Meðal þess, sem
eftir hann íiggur í því efni, er hin
svonefnda „erfðaskrá“ hans, alvöru-
orð viturs manns til ungra lista-
manna. Eiga þau enn fullt erindi til
vorrar kynslóðar, þótt rituð séu fyr-
ir nálega 40 árum.
ERFÐASKRÁ RODINS.
Þér ungu menn, sem viljið vera
þjónar fegurðarinnar, ef til vill get-
ur það glatt yður að kynnast hér nið-
urstöðum langrar reynslu.
Elskið af alhuga meistara þá, sem
á undan yður eru gengnir.
Lútið í lotningu þeim Feidiasi og
Michelangelo. Dásamið guðdómlegt
jafnvægið í verkum annars og hams-
lapsa angistina í verkum hins.
Aðdáun er guðaveig göíugum
anda.
En varist að stæla fyrirrennara
' yðar. Virðið arfhelgina og leitið það
uppi, sem leynist í henni af eilífri
gróandi: hreinskilni og ást til nátt-
úrunnar. Þetta tvennt eru hinar
voldugu ástríður mikilla snillinga.
Þeir hafa allir tignað náttúruna og
aldrei verið í falsi fundnir. Þannig
verður arfhelgin þeim töfrahnoða,
sem vísar þeim leið utan allra troð-
inna slóða. Arfhelgin sjálf brýnir
stöðugt fyrir yður að ráðfæra yður
við náttúruna og fyrirbýður yður að
fylgja í blindni nokkrum læriföður.
Tignið náttúruna eina. Treystið
henni afdráttarlaust. Verið þess full-
vissir, að hún er aldrei ljót, og hafið
trúnað og tryggð við hana að mark-
miði.
Listamanni er allt fagurt, því að
með skyggnum augum uppgötvar
hann hvarvetna hina sönnu eigind og
aðal hvers sem er, það er að segja hin
innri sannindi, sem birtast í ytra
formi. Þessi sannindi eru fegurðin
sjálf. Leitið og lærið af lífi og sál,
þá fer ekki hjá því, að þér finnið
fegurðina, því að þér leitið sann-
leikans.
Vinnið kappsamlega.
Myndhöggvarar, glæðið rúmkcnnd
yðar. Vitund vorri er erfitt um að
skynja þetta hugtak ljóslega. Það er
aðeins ytra borðið, sem hún greinir
skýrt. Magnið, inntakið, er henni
erfiðara að skynja. En það er þó
einmitt hlutverk hennar.
Umfram allt skuluð þér forma
ljóst í ' höfuðdráttum höggmyndir
yðar. Leggið ríka áherzlu á stefnu
höfuðs og herða, mjaðma og fóta.
Listin krefst ákveðni. Með því að
ákveða skýrt stefnu efnismagnsins,
náið þér tökum á rúminu og valdi
yfir dýptinni. Þegar þér hafið náð
höfuðdráttunum, er allt unnið. Þá
hafið þér gætt myndina lífi. Auka-
atriðin koma af sjálfum sér og rað-
ast sem þeim ber.
Þegar þér mótið myndir, þá hafið