Alþýðuhelgin - 24.12.1949, Side 57

Alþýðuhelgin - 24.12.1949, Side 57
JÓLAHELGIN 55 tegundir af pappír, t. d.: Blaðapappír Bókapappír Umbúðapappír Smjörpappír Umslög Reikningshefti Stílabækur og m. fl. pappírsvörur. Verð og sýnishorn fyrirliggjandi. S. ARNASON & (0. Einkaumboðsmenn fyrir The Finnish Paper Mills Association, Helsingfors. — — Finnish Board Mills Association, Helsingfors. — — Finnish Paper and Board Converters’ Association, Helsingfors. sagði Jakob áður en þeir skildu. „Iíandgenginn því fólki?“ sagði Meyer Kappclhuist og varð svartur eins og þrumuský á svipinn. Svo gerði hann sér upp hlátur. „Ég er hsettur að umgangast það fólk,“ sagði hann. „Karluglan hefur heitið i'rænda Seixasar dóttur sinni, ný- komnum græningja, en ríkum að sögn. En þér að segja, lærði maður, þá held ég, að við megum hrósa happi að sleppa, því að hún var allt- af of beinaber fyrir minn smekk.“ Og liann hló óþýðlega. „Hún var rós í Saron og lilja í dalnum,“ sagði Jakob, og það var lotningarhreimur í röddinni, en það vantaði í hana sársaukann, sem hann hefði búizt við, að væri þar eftir slíka frétt. En nú var hann onn staðráðnari en áður í því að verða ekki samferða Meyer Kappel- huist. Við þetta skildu þeir, og fór Meyer Kappclhuist leiðar sinnar. Jakob fór hins vegar annan stíg, sem McGillvray rataði, og það var gott fyrir hann, því að þegar hann kom til Lancaster, frétti hann, að kaup- maður hefði verið drepinn af Indí- ánum nokkrum, sem verið höíðu í för með honum, og þegar Jakob fór að inna nánar eftir þessu, var honum bent á eitthvað þurrt og skorþið, sem hékk þar á víðigrind; Jakob leit á það og sá, að hárið á því var rautt. „Þeir skelltu af honum höfuð- leðrinu, en við náðum því aftur,“ sagði útstöðvarmaðurinn ánægður. „Rauði fjandinn bar það á sér, þegar við gripum hann. Ég geri ráð fyrir, að við hefðum átt að grafa þetta, en við vorum búnir að jarða mann- inn, svo að við gátum ekkert við það átt. Mér datt í hug að fara ein- hvern tíma með það til Fíladelíu, — það kynni að hafa einhver áhrif á landstjórann. En heyrðu, ef þú ert að fara þangað, þá gætirðu —. Hann var þaðan, hvort eð er. Fólkið hans gæti átt þetta til minja.“ „Þetta hefði getað verið af mér, ef ég hefði orðið honum samferða,“ sagði Jcikob. Hann starði aftur á skráþurra skinnpjötluna, og honum svall móður, þegar hann kom við hana. En það var jafngott, þó að borgarfólkið sæi, hvað komið gæti fyrir menn í óbyggðunum, og fengi að vita um blóðgjaldið. „Já, ég skal taka það,“ sagði hann. Jakob stóð við dyrnar hjá Rafael Sanchez í Fíladelfíu. Hann kvaddi dýra með hnúunum, og gamli mað- urinn gægðist sjálfur út um gáttina. „Hvaða erindi átt þú við mig, út- stöðvamaður?“ sagði öldungurinn og kipraði saman augnalokin. „Landið kostar blóð,“ sagði Jakob Stein. Hann hækkaði ekki róminn, én í röddinni var einhver blær, sem ekki var þar, þegar hann knúði fyrst á dyr hjá Raafel Sanchez. Gamli maðurinn horfði gaum- gæfilega á hann. „Gakk þú inn, son- ur,“ sagði hann að lokum, og Jakob snart veggskrautið hjá dyrastafnum og gekk inn. Hann gekk í gegnum salina eins og maður, sem gengur í svefni. Loks var hann setztur við dökka rauða- viðarborðið. Allt var við sama þar í stofunni. Hann furðaði sig mjög á, að ekkert skyldi hafa breytzt þar. „Og hvað hefur þú séð, sonur?“ sagði Rafael Sanchez. „Ég hef séð landið Kanaan, sem flýtur í mjólk og hunangi," sagði Jakqb, lögmálsfræðingurinn. „Ég hef með mér vínber frá Eskal og aðra hluti, sem hræðilegt er að sjá,“

x

Alþýðuhelgin

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Alþýðuhelgin
https://timarit.is/publication/1050

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.