Alþýðuhelgin - 24.12.1949, Blaðsíða 44

Alþýðuhelgin - 24.12.1949, Blaðsíða 44
42 JÓLAHELGIN í gamla pressu- salnum (um 1915). FYRSTA VÉLKNÚÐA PRESSAN. Hraðpressan, sem Björn Jónsson keypti árið 1897, var ný og vönduð, enda af fullkomnustu gerð, sem þá þekktist, smíðuð í Englandi. í sam- bandi við þessa nýju hraðpressu var settur steinolíumótor, sem sneri henni með „nokkurs konar gufuafli í stað handafls“, eins og í blaðinu segir. Mótor þessi var 1 hestafl. Hann var í miðjum prent-„salnum“ og vildi stundum verða slæmt loft- ið, þegar reyknum sló ofan í hann og inn í prentsmiðjuna. En það var ekki verið að fárast yfir smámun- um í þá daga. Lærlingarnir lögðu í ofnana, hreinsuðu lampana, sópuðu gólfin og gerðu margt fleira, sem drengir myndu nú gretta sig yfir. Og þeir áttu að hafa lokið þessu öllu, þegar prentararnir komu í vinnuna. Vinnan hófst klukkan 7 að morgni. Þá var engin miskunn hjá Magnúsi. Flestir prentararnir unnu akkorðsvinnu og tíminn var peningar. Fyrir gat það komið á þessum árum, engu síður en nú, að karlana langaði til að lyfta sér upp. Þá voru strákarnir sendir út til Gunnars- Þorbjarnarsonar eftir einni flösku af- brennivíni. Einokun var engin á brennivíninu í þá daga; þurfti ekki annað en að bregða sér með aura í næstu verzlun. Flöskuna höfðu karlarnir hjá sér í liorninu fram að þeim tíma er vinna hætti. Sumir voru þó svo bráðlátir, að þeir voru búnir að „afmeyja" áður en vinnu- tímanum var lokið. Helzt var þetta. á laugnrdögum, enda ekki á marg- an hátt hægt að gera sér dagamun, skemmtanalíf borgarinnar fábreytt- ara þá en nú. Dálítið var Vinnutilhögun lausari í reipunum framan af en nú er. Björn Jónsson átti nokkrar kýr og hafði dálítinn heyskap. Þegar þurrk- ur var og hey lá úti, gat það komið fyrir, að allúr mannskapurinn úr prentsmiðjunni var sendur út að hjálpa til við heyskapinn og hirða. Þetta var skemmtileg tilbreytni og þótti lærlingunum ekkert að því að bregða sér í heyskapinn frá setjara- kössunum á sólbjörtum sumardegi. En harðsperrur höfðu sumir eftir þessa heyvinnudaga. Árið 1886 varð Einar prentsmiðju- eigandi Þórðarson gjaldþroía og keypti þá Björn Jónsson prent- smiðju hans, Landsprentsmiðjuna gömlu, ásamt bókalager og öðru til- heyrandi, og sámeinaði það fyrir- tæki sínu. Má því með nokkrum rétti segja, að ísafoldarprentsmiðja hafi orðið arftaki annarrar elztu prentsmiðju landsins, Hr'appseyjar- prentsmiðju, síðar Leirái'garða- Beitistaða, Viðeyjar- og Landsprent- smiðju. AUSTURSTRÆTI 8. Hraðpressa ísafoldar var frá ár- inu 1880 í húsi því við Bankastræti (nr. 3) er Sigmundur prentari lét byggja. Síðan kevpti Sigurður Rristjánsson húsið af Sigmundi og leigði neðri hæð þess, þar sem prent- smiðjan hafði verið, Landsbanka íslands. Var prentsmíðjan þá um hríð til húsa í barnaskólaliúsinu við Pósthússtræti, en í 'ársbyrjun 1886 keypti Björn Jónsson húseignina nr. 8 í Austurstræti, er kölluð var Lambertsénsbúð. Reif Björn gamla húsið, sem var á lóðinni, og byggði hús það, sem enn stendur (aðalhús- ið). Smíðin gekk fljótt og vel, því prentsmiðjan var flutt í húsið í júlí- mánuði 188S. Svo segir í „ísafold“ 29. júlí: „ísafoldarprent.smiðja og afgreiðslustofa er í nýja húsinu milli Austurvallar og Austurstræt- is. Þetta töíublað ísafoldar er því hið fyrsta, sem prentað hefur verið í Isafoldarhúsinu við Austurstræti“- Sjálft aðalhúsið er óbreytt frá því sem það var upphaflega byggt fyr- ir rúmum 60 árum, en síðar byggði Björn annað hús vestan við aðal- húsið. Var það fyrst notað fyrir fjós og heyhlöðu, en síðar innréttað. Var þá höfð þar bóka- og pappírs- sala niðri, en bókbandsstofa og for- lagsbókageymsla upþi. Einnig byggði hann skúr austan við húsið: þar voru prentvélarnar í allmörg ár, unz reist var viðbótarbygging sunnan hússins, og vélarnar fluttar þangað. Þegar er ísafoldarprent- smiðja var komin á fót, tók hún að sér margvísléga smáprentun, prent- aði grafskriftir, eyðublöð, reikninga, kvittanir o. s. frv. Lítið var að vísu um slíka prentun þá, móts við það, sem síðar varð, en stöougt fór þess konar vinna þó vaxandi. Samt var hún hvergi nærri nóg, ásamt blað- inu, til þess að prentsmiðjan hefði nægilegt að starfa. Það voru því að verulegu leyti bækur, sém prent- Ólafur Björrisson.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68

x

Alþýðuhelgin

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðuhelgin
https://timarit.is/publication/1050

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.