Alþýðuhelgin - 24.12.1949, Blaðsíða 47

Alþýðuhelgin - 24.12.1949, Blaðsíða 47
JÓLAHELGIN 45 Starfsfólk ísafoldar- prentsmiðju 1927. foldarprentsmiðju nokkru fyrir alda- mótin, var einn aðalbrautryðj- andi leikfimi, knattspyrnu og frjálsíþrótta á íslandi. Var hann íþróttamaður ágætur. Margir erlendir menn hafa unnið í ísafoldarprentsmiðju, bæði fyrr og síðár, jafnvel fremur en í öðrum prentsmiðjum hér, og hafa stund- um borizt með þeim ýmsar nýjung- ar og framfarir í prentiðninni. Einu sinni urðu allmikil átök milli prent- aranna og eiganda prentsmiðjunn- ar. Það var þegar prentsmiðjan Gutenberg var stofnuð. Var þá send- ur hingað danskur prentari, Christ- ensen að nafni, fulltrúi frá prentara- sambandinu danska. Átti hann að rannsaka og leggja úrskurð á, hvort þessi ágreiningur væri þess eðlis, að ísafoldarprentsmiðja mætti ekki hafa í þjónustu sinni danska prent- ara, sem ráðnir höfðu verið. Leit hann svo á, að ekkert væri því til fyrirstöðu, að þeir ynnu við prent- smiðjuna. Síðar breytti Christen- sen þessi um nafn og kallaði sig Bramsnæs. Hann hefur um langt skeið verið meðal mestu atkvæða- manna í dönskum stjórnmálum, og einn af fremstu leiðtogum jafnað- armanna, tvisvar fjármálaráðherra, samtals um sex ára skeið, og lengi bankastjóri. Hann er nú aðalbanka- stjóri þjóðbankans danska. PRENTSMIÐJAN STÆKKAR. Þegar Vilhjálmur Finsen stofnaði Morgunblaðið árið 1913, samdi hann um prentun þess við ísafoldarprent- smiðju, enda mun Ólafur Björnsson prentsmiðjustjóri hafa átt þátt í stofnun blaðsins. Hófst þá í prent- smiðjunni eitt hið erfiðasta vinnu- tímabil, sem prentarar muna eftir. Það var ofraun starfsmönnum, með handsetningu og þeim hlutfallslega frumstæðu tækjum, sem þá voru fyrir hendi, að koma Morgunblað- inu út á hverjum degi, enda var margur prentarinn hart leikinn eft- ir þá raun. Bein afleiðing af hinni örðugu glímu við prentun Morgun- blaðsins, var. öflun nýrra og fljót- virkari tækja í prentsmiðjuna, bæði fullkomnari og afkastameiri prent- véla og setjaravéla, þá er þær komu til sögunnar. Má segja, að síðan hafi prentsmiðjan stöðugt verið að vaxa, vélar hennar og tæki orðið fleiri, betri og hraðvirkari nálega með hverju ári, þótt mestur hafi vöxtur hennar orðið síðustu 10—15 árin. / STJÓRNENDUR. Þegar Björn Jónsson varð ráð- herra íslands 1909, varð hann að sjálfsögðu að láta bæði af ritstjórn ísafoldar og yfirstjórn prentsmiðj- unnar. Tók þá við þeim störfum sonur hans, Ólafur Björnsson. Af- salaði Björn syni sínum til fullrar eignar prentsmiðjunni og blaðinu, ásamt bókbandi og pappírsbirgðum. Gegndi Ólafur ritstjórn ísafoldar til dauðadags, 1919, en stjórn prent- smiðjunnar hafði hann með hönd- um þar til árið 1916, er Herbert M. Sigmundsson gerðist prentsmiðju- stjóri. Herbert var sonur Sigmund- ar Guðmundssonar, hins fyrsta prentara ísafoldar. Hann hóf iðn- nám í ísafoldarprentsmiðju 1897, dvaldist um skeið við prentstörf er- lendis að námi loknu, en kom heim og gerðist verkstjóri í prentsmiðj- unni 1906. Prentsmiðjustjóri var hann síðan frá árinu 1916 til 1929, er hann lét af því starfi og stofnaði eigin prentsmiðju. Eftir lát Ólafs Björnssonar var ísafoldarprentsmiðja gerð að hluta- félagi. Voru það erfingjar feðganna Björns Jónssonar og Ólafs Björns- sonar og nánustu vinir þeirra, sem hlutafélagið mynduðu. Fyrsti stjórn- arformaður hlutafélagsins var Sveinn Björnsson, núverandi for- seti íslands. Árið 1929, þegar Herbert M. Sig- mundsson hvarf frá ísafold, tók
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68

x

Alþýðuhelgin

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðuhelgin
https://timarit.is/publication/1050

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.