Alþýðuhelgin - 24.12.1949, Blaðsíða 12

Alþýðuhelgin - 24.12.1949, Blaðsíða 12
10 JÓLAHELGIN Smásaga eftir Vilhjálm S. Vilhjálmsson. Láfii! drengur Vilhj. S. Villijálmsson cr m'i að Ijoka við hinn mikla sagnabálk sinn um upphaf og þróun félagsmála, og þá fyrst og fremst alþýðulircyfingar- iiinar á fyrstu þrcmur áratugum þessaiar aldar. Kemur fjórða og síðasta bindi skáldsagnaflokksins út scint á næsta ári. — Á komandi vori kcmur út fyrsta smásagnasafn þcssa mikilvirka höfundar. Smásagnasafnið hcfur ckki hlotið nafn, cn í því cru tíu sögur. Ein þeirra, „Lítill drerigur“ birtist liér. MÉR ER ORÐIÐ KALT, en ég ætla ekki að fara heim, ég ætla ekki að fara heim. Ég fór að heiman eftir matinn í dag og vissi eiginlega ekkert hvert ég ætlaði að fara, en ég gekk og gekk lengi og var alltaf að hugsa um það. Og svo, þegar ég var orðinn þreytt- ur, fór ég hingað og settist á bakk- ann og horfði á svanina — og þá hætti ég svolitla stund að hugsa um það, en horfði bara á svanina, þar scm þeir voru að synda og stundum köfuðu þeir svolítið, og það var gaman að sjá stélin á þeim hristast og titra svo skrítilega. Mér varð fyrst kalt á hnjánum, því að ég er bara í stuttum sokkum og gúmmstígvélum utanyfir, og hnén eru ber og mér er svo kalt á þeim. Mér varð líka kalt á brjóstinu af því að ég fór ekki í frakkann minn, heldur bara í peysuna, en ég er með húíuna mína, ég vissi ekkert að ég væri með hana fyrr en mér íór að kólna, ég vissi það ekki af því að ég var eitthvað svo leiður, þegar ég lór að heiman og vissi ekkert hvert ég ætlaði, ég vissi bara, að ég ætlaði eitthvað og koma ekki aftur licim af því allt er svona. Ég veit ekkert hvað klukkan er, en það er farið að skyggja, og svo er farið svo mikið að kólna, enda va^r svolítill snjór í morgun, þegar ég fór á fætur, en snjórinn fór allur strax, því að það var svo mikið sól- skin, cn nú er sandurinn hérna við bakkann orðinn harður og líka grár og sums staðar glitrar á hann eins og það séu ísperlur, voðalega skrítn- ar perlur. Það er alltaf að koma fólk og ganga hérna fram hjá, og svo geng- ur fólk eftir gangstéttinni, það er að koma úr Austurbænum og fara vest- ur í bæ, og það er að koma úr Vest- urbænum og far austur í bæ. Það fer svo oft þessa leið. En það staðnæm- ist ekki hérna, og það leggst ekki í grasið eins og í sumar, en þá fórum við pabbi hingað stundum ó sunnu- dögum og vorum hérna svolitla stund, þá lágum við líka í grasinu þarna fyrir ofan og stundum fórum við líka þangað, sem trén eru, og lág- urn þar og einu sinni Idæddi hann sig úr sokkunum og líka úr jakkan- um, og svo hljóp ég og steypti mér kollhnís eins og hann sagði, hann sagði, að hann hefði leikið sér svo- leiðis, þegar hann var lítill heima í sveitinni sinni. Mér þótti bara gam- an að því, og hann lét mig standa á höndunum. Ég átti fyrst erfitt með að gera það, en svo lærði ég að gera það, og ég get það vel. Hvár ætli hann pabbi minn sé? Svanirnir eru farnir, þeir eru komnir þarna inn í sefið, þeir eins og kúra sig hver í annan. Þeim þýkir víst voðalega vænt hverjum um annan. Þeir eru hvítir, og ég hugsa, að þeir séu mjúkir, ég sá það þegar golan kom í fiðrið og það ýfðist svo skrítilega. Það er alveg mjallahvítt. Það er líka hvítt í rúminu mínu, og sængin mín er svo létt og strax heit, þegar ég er búinn að vera svolitla stund uppi í. Pabbi lagaði alltaf til í kringum mig á kvöldin, og svo sat hann hjá mér alltaf og talaði við mig. Ég kann heilmikið af sögum, sem liann sagði við mig þá. Ég er búinn að sitja hérna voða lengi og mér er orðið svo kalt, en ég ætla ekki heim, ég ætla aldrei heim aftur. Það kom maður hérna áðan, hann var að ganga með hund í bandi og hann spurði, hvað ég væri að gera, en ég sagði. Ég er ekkert að gera, ég sit bara hérna. Og þá sagði hann, að ég hefði verið hérna uni kaffið og ég væri hérna enn, og hann spurði hvort mér væri ekki orðið kalt, en ég sagði. O, nei: Þá sagði hann. Farðu að fara heim, góði minn. Þú getur fengið kvef. En ég fer ekki heim, ég ætla áldrei heim aftur. Ég er að hugsa um að fara upp að hríslunum og leggjast þar í laut- ina, þar sem við pabbi vorum í sum- ar, það var daginn eftir afmælisdag- inn minn, þegar ég varð átta ára. Pabbi vildi endilega að við færum að labba eftir hádegið. Við vorum þá búnir að borða. Við sóttum matinn í fötu niður í bæ, því að mamma var ekki komin á fætur. Og svo fórum við þangað, sem hríslurnar eru, -því að pabbi sagðist ekki vilja fara þangað, sem allt væri fult af fólki. Og svo lágum við þar, og ég fór að leika mér, en þá vildi pabbi ekki leika við mig, hann var svo mikið að hugsa. Svo þegar ég hætti að leika mér, þá settist ég hjá honum, af því að ég var orðinn þreyttur, og ég ætlaði að fara að tala við pabba, en þá tók hann utan um mig og dró mig að sér, og hann faðmaði mig og sagði ekkert fyrst, en svo hvíslaði hann. Elsku litli Tóti minn, og hann var svo skrít- inn í málrómnum, alveg eins og ég, þegar ég ætla að fara að gráta, og þá leit ég í augun á honum óg það voru tár. Ég horfði bara á þau og gat ekkert meira, en hann sneri sér þá fljótt undan og vildi ekki láta mig horfa á sig, en svo stóð hann upp og klæddi mig í jakkann minn. Svo leiddi hann mig upp um hliðið og svo sagði hann allt í einu. Eru ekki stundum ókunnugir heima, þegar ég er að vinna? Ég sagði jú, það voru konurnar, sem stundum koma, hún Sigga hin- um megin og Jóna á Grettisgötunni, þær sitja stundum og drekka kafíi og reykja. Þá sagði pabbi áfram. Og fleiri líka? Já, svo stundum hann Stcfán í búðinni, hann á búðina og hann cr stundum. Hann gefur mér alllaf gott, pabbi, og þá segir mamma allt- af. Að þú skulir vera að þessu, Stefán. Jæja, íarðu nú út að leika þér, góði minn. Þá sagði pabbi ekkert meira. Ég
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68

x

Alþýðuhelgin

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðuhelgin
https://timarit.is/publication/1050

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.