Alþýðuhelgin - 24.12.1949, Side 43
JÓLAHELGIN
41
Pi'ent-
smiðju-
húsið við
Austur-
stræti.
hafði í fjórðung aldar verið aðalblað
íslendinga, annað blaðið hét Tíminn,
skammlíft blað, sem lognaðist
út af nokkru síðar, og loks
Víkverji, blað Jóns landritara og
fleiri borgara í Reykjavík, gott blað
og skemmtilegt, með miklu meira
nýtízkusniði en hin blöðin.
Haustið 1874 tókust um það samn-
ingar milli Jóns ritara og Björns
Jónssonar, að Víkverji legðist niður,
en hið nýja blað, sem Björn hugð-
ist stofna, yrði eins konar áfram-
hald hans. Blað Björns, ísafold, hóf
göngu sína 19. sepetember 1874 og
var prentað í Landspi-entsmiðjunni
hjá Einari Þói’ðarsyni, enda ekki
um aðra prentsmiðju að ræða í
Reykjavík þá. Blað Björns Jónsson-
ar náði þegar miklum vinsældum og
varð fljótlega áhrifamesta Jands-
málablaðið.
Þegar Björn Jónsson kom heim
frá námi og stofnaði ísafold, hefur
hann vafalaust verið félaus maður
og því ekki haft tök á að koma sér
upp prentsmiðju. En litlu síðar gekk
Björn að eiga Elísabetu Sveinsdótt-
ur prófasts Níelssonar. Hafði séra
Sveinn þá nýlega látið af prestskap
og flutzt til Reykjavíkur. Var hann
vel efnaður maður. Hann bjó í svo-
nefndu „Doktorshúsi“, og þar sett-
ustu ungu hjónin að.
í árslok 1876 keypti Einar prent-
ari Þórðarson Landsprentsmiðjuna
í Aðalstræti 9, en hann hafði árum
saman veitt prentsmiðjunni for-
stöðu. Munu þessi kaup hafa ýtt
undir Björn Jónsson, að eignast
prentsmiðju sjálfur og brjóta þar
með á bak aftur þá einokunarað-
stöðu, sem prentsmiðja Einars Þórð-
arsonar sat að, meðan hún var ein
um hituna. Fékk hann í lið með
sér þrjá kunna borgara, er lögðu
ásamt honum fram fé til kaupanna.
Þeir voru þessir: Árni landfógeti
Thorsteinsson, Jón rektor Þorkels-
son og Jón landshöfðingjaritari
Jónsson. Prentsmiðjan var keypt í
Danmörku og annaðist Sigmundur
Guðmundsson prentari um kaupin.
Kom prentsmiðjan hingað til lands
með póstskipinu 7. júní 1877; enn
fremur Sigmundur Guðmundsson,
sem ráðinn hafði verið yfirprentari.
Var prentsmiðjan sett upp í Dokt-
oi'shúsinu í stórri stofu í norðaust-
urendanum. Fyrsta blað ísafoldar,
prentað í þessari nýju prentsmiðju,
kom út 16. júní 1877, og er sá dag-
ur talinn afmælisdagur prentsmiðj-
unnar. Hefur hún því stai'fað í yfir
72 ár.
PRENTSMIÐJAN.
Hin nýja prentsmiðja, sem hlaut
nafnið Prentsmiðja ísafoldar, var
handpressa. Hraðpressur voru um
þetta leyti orðnar nokkuð algengar
erlendis, en þær voru svo dýrar, að
eigi hefur verið í það lagt að kaupa
slíkar vélar í byrjun. Allt prent-
verkið rúmaðist í einni stofu. Þar
voru setjararnir; á setningu byrj-
uðu allir lærlingar, og unnu. þeir
aðallega að henni. Þegar setningu
var lokið og prófarkir höfðu verið
leiðréttar, var byrjað á prentun.
Unnu að henni tveir menn. Var
annar nefndur „bullari“. Hann bar
svertuna á letrið. Var það erfitt
verk, eigi sízt fyrir kraftlitla og ó-
harðnaða unglinga. Bullan, sívaln-
ingur úr gúmmí, var stór og þung,
og engan veginn létt að strjúka
henni um svertuborðið til að drekka
í sig svertuna. Hinn maðurinn kall-
aðist „þrykkjari". Hann lagði örk-
ina á pressuna, þi'ýsti síðan efri
plötunni niður á blaðið og tók hana
úr pi’essunni aftui'. Röskir og vanir
pi'entai'ar gátu pi'entað allt að 250
eintök á klukkutíma, en það var
hin mesta þrælavinna, og ekki ætl-
andi nema harðduglegum niönnum.
Voi’ið 1879 sendi Björn Jónsson
Sigmund yfirprentara til Lundúna,
og keypti hann þar hina fyrstu
„hraðpressu“, sem til landsins kom.
Var það blað ísafoldai’, sem dag-
sett er 6. maí 1879 hið „fyrsta, sem
px'entað er í hraðpressu hér á landi“,
eins og segir í blaðinu sjálfu. Þess-
ari pi’essu var þó snúið með hand-
afli, en að henni þótti þó mikill
léttir og veruleg afkastaaukning frá
því, sem áður var. Tveir menn stóðu
á skyrtunni, hvor á móti öðrum, og
sneru undir ísafoldinni í gríð og
ergi. Máttu þeir ekki di’aga af sér,
ef blaðið átti að koma út á réttum
tíma. Stundum urðu lærlingai’nir
að gera þetta, þegar aðrir voru ekki
við hendina. Var það þrælavinna
hin mesta, og myndu ekki margir
fást til þess starfs nú. Með því að
hamast við snúninginn, var hægt að
stíga undir 500—600 eintökum á
klukkutíma. í því var hraðinn fólg-
inn.
Þessi hraðpressa var notuð í ísa-
fold til ársbyrjunar 1897. Þá keypti
Björn nýja og fullkomnari pressu,
en gamla vélin var seld Stefáni
Runólfssyni prentara og flutt til
ísafjarðar. Síðan komst hún í eigu
Kristjáns H. Jónssonar ritstjói’a, cr
prentaði í henni blaðið „Vestra“.
Um 1918 var pressan aftur seld til
Reykjavíkur og sett riiður á Berg-
st^ðastqæti 19. Var jAlþýðublaðið
prentað í henni um nokkurra ára
skeið. Pressa þessi mun hafa
vei'ið nothæf fram undir 1930.