Alþýðuhelgin - 24.12.1949, Blaðsíða 55

Alþýðuhelgin - 24.12.1949, Blaðsíða 55
JÓLAHELGIN 53 Frh. af bls. 27. Jakob og Indíánarnir ... sá hann andlitinu á sér bregða fyrir, þegar hann fékk sér að drekka úr læk. Hann var kominn með skegg, en það var ekkert menntamanns- skegg, — það var úfið og dökkleitt. Auk þss gekk hann nú í fötum úr skinni. Honum hafði í fyrstu þótt skrýtið að ganga í skinnfötum, en nú fannst honum það ekkert skrýtið. En aldrei lagðist hann svo til svefns að kvöldi allan þennan tíma, að ekki yrði honum hugsað um Mir- jam Ettelsohn. En því skýrari mynd sem hann reyndi að gera sér af henni í huga sínum, því daufari varð hún, þótt undarlegt væri. Hann gleymdi öllu tímatali, •— hugurinn var allur við landabréfið, verzlunina og ferðalagið. Nú fannst honum, að þeir hlytu að fara að snúa heimleiðis, því að sekkir þeirra voru orðnir fullir. Hann færði það í tal við McCampbell, en McCampbell hristi höfuðið. Það var einhver bjarmi kominn í augu Skotans, und- arlegur bjarmi, fannst afa afa okk- ar, og hann baðst fyrir langt fram á nótt, stundum óþarflega hátt. Svo komu þeir fram á bakkann á stórri á, stórri og mórauðri, og þeir sáu hana og landið handan við hana eins og þeir væru að horfa yfir Jórdan. Þetta land var endalaust, það náði alla leið út að yztu himinrönd, og Jakob sá það með sjálfs sín augum. Það lá við, að hann væri hræddur við þetta í fyrstu, en svo hvarf hon- um allur ótti. Þarna var það, að hraustmennið McCampbell varð veikur, og þarna dó hann og var grafinn. Jakob gróf hann uppi á þverhníptum höfða við ána og lét gröfina vita í vestur. Á banasænginni hafði McCampbell talað mikið um hinar tíu týndu ætt- kvíslir og fullyrt, að þær væru rétt handan við ána og þangað skyldi hann fara. Jakob varð að taka á öllu afli til þess að halda honum kvrrum, og hann hefði ekki getað ráðið við hann, ef þetta hefði orðið í ferðar- byrjun. Síðan sneri hann heim á leið, því að hann hafði séð fyrir- heitið land, ekki aðeins fyrir sitt af- kvæmi, heldur fyrir ókomnar þjóðir. En þannig fór, að hann féll í hendur Sjanía, þegar kaldur vetur var kominn og síðasti hestui’inn han^ dauður. Þegar vandræðin tóku fyrst að steðja að honum, grét hann af að missa hesta sína og dýrmæt bifur- skinn. En þegar Sjaníarnir tóku hann, var hann hættur að gráta, því að honum fannst hann ekki lengur vera hann sjálfur, heldur ein- hver maður, sem hann ekki þekkti. Hann lét sér á sama standa, þegar þeir bundu hann við staur og báru að honum við, því að honum fannst enn, að verið væri að gera þetta við einhvern annan mann. Engu að síð- ur baðst hann fyrir, eins og við átti, og söng hástöfum; hann bað fyrir Zíon í óbyggðunum. Hann fann eim- inn af skólanum og lieyrði raddir, sem hann þekkti, raddir lærifeðr- anna Mósesar og Natans, og innan um þær heyrði hann hinn sérkenni- lega róm Rafaels Sanchezar tala í gátum. Þá lagði reykinn framan í hann, svo að hann hóstaði. Hann sveið í kverkarnar. Hann bað um drykk, og þótt orð hans skildust ekki, þá skilur hver maður, þegar vei’ið er að kvarta um þorsta, og honum var færð full kanna. Hann bar hana að vörum sér og svalg stórum, en drykk- urinn í könnunni var sjóðheitur og brenndi á honum munninn að innan. Þá varð afi afa okkar reiður, en ekkert hljóð kom yfir varir honum, heldur þreif hann báðum höndum um könnuna og þeytti henni beint framan í manninn, sem hafði fært honum hana, svo að hann brenndist. Þá kom upp kurr mikill og óp hjá Sjoníum, og eftir drykklanga stund fann Jakob, að hann var laus orð- inn, og skildi, að hann var lifandi. Hann átti líf sitt því að þakka, að hann fleygði könnunni framan í manninn, þar sem hann stóð við staurinn, því að það verður að haga sér rétt við svona tækifæri. Indíán- ar brenna ekki vitfirringa, og þegar Jakob fleygði könnunni, þótti Sjoní- um auðsýnt, að hann væri brjálaður, því að enginn óvitlaus maður hefði hagað sér þannig. Þetta sögðu þeir honum að minnsta kosti seinna, en hann var aldrei viss um, hvort þeir hefðu ekki verið að leika sér með hann til þess að reyna hann. Þeim hafði líka fundizt til um andláts- sönginn, sem hann söng á óþekktu tungumáli, og lögmálsgreinarnar, sem hann hafði tekið úr hylkinu og bundið við enni sér og handlegg fyrir dauðastundina, því að þeir ætl- uðu, að þessu fylgdu í-ammir töfrar, sem óvíst væri, hvar niður mundu koma. En það er víst, að þeir leystu hann, þótt ekki vildu þeir fá honum loðskinnin aftur. Hann dvaldist hjá Sjoníum um veturinn, og fóru þeir stundum með hann eins og þræl, en stundum eins og gest, og ætíð hékk líf hans í þræði, því að hann var þeim ókunnur og þeir gátu ekki myndað sér skoðun um hann, þó að maðurinn, sem brenndist í framan, hefði sínar skoðanir fyrir sig, að því er Jakob hélt sig sjá. En þar sem þessi vetur var mild- ari og veiði meiri en verið hafði undanfarna vetur, þá var honum þakkað það og hinum helgu lögmáls- greinum, og í vetrarlok var hann farinn að tala við Sjonía um verzl- unarviðskipti, þótt feimnislega væri í fyrstu. Nei, afi afa okkar, blessað- ur karlinn, átti ekki sjö dagana sæla þennan vetur. En ekki varð honum þó allt að óláni, því að hann lærði af Sjoníum, hvei’nig ætti að lifa í skógum, og hann fór að tala tungu þeirra. En aldrei treysti hann þeim til hlítar, og þegar vora tók og hann bjóst við að geta komizt leiðar sinn- ar, fór hann frá þeim. Þá var hann ekki framar menntamaður, heldur veiðimaður. Hann reyndi að glöggva sig á, hvaða dagur væri eftir alman- • akinu, en hann mundi ekki eftir öðru en býmánuði og berjamánuði. En þegar honum kom einhver há- tíðisdagur í hug, reyndi hann samt að halda hann, og hann bað ævin- lega fyi’ir Zíon. En nú hugsaði hann sér ekki Zíon eins og áður; hvíta borg uppi á fjalli, heldur sem víð- áttumikið, opið land, sem beið eftir fólki. Hann hefði ekki getað sagt,» hvers vegna hugmyndir hans höfðu breytzt, en breytzt höfðu þær. Ég segi ekki frá öllu, því að hver er það, sem veit allt? Ég segi ekki frá kaupstöðinni, sem hann fann auða og yfirgefna, og ekki heldur frá frönsku gulldölunum liundi'að
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68

x

Alþýðuhelgin

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðuhelgin
https://timarit.is/publication/1050

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.