Alþýðuhelgin - 24.12.1949, Blaðsíða 19

Alþýðuhelgin - 24.12.1949, Blaðsíða 19
JÓLAHELGIN 17 frá Árósum. Hann var hinn mesti ágætismaður og vinsælastur allra kaupmanna í Reykjavík um sína daga. Biering drukknaði fyrir fram- an Mýrar í ofsaroki 27. nóvember 1857. Var hann á útleið á skipi sínu hlöðnu. Birtust um hann mjög lof- samleg eftirmæli í Þjóðólfi, þar sem þess er sérstaklega getið, hve gjaf- mildur hann hafi verið og hjálpsam- ur við fátæklinga í harðinda- og bj argarley sisárum. Laugi Þórðarson er Gunnlaugur Þórðarson fornfræðingur frá Ási í Fellum. Hann var fæddur 1819, út- skrifaðist úr skóla 1840, sigldi síðan til Kaupmannahafnar og dvaldist þar til dauðajdags _1861. Gunnlaugur fékkst nokkuð við fornfræðarann- sóknir og gaf út ýmis fornrit. Árið áður en Gröndal lagði upp í suður- förina, hafði hann unnið með Gunn- laugi Þórðarsyni að danskri þýðingu á Grettis sögu. Voru þeir Gunnlaug- ur góðkunningjar, enda þótti báðurn gott í staupinu á þessum árum. Hefst nú bréf Gröndals. Louvain 2. august 1859. , Nú Rúki! Þú segir í bréfi þínu til Ólafs, að ef ég skrifi þér þrjár línur, þá munir -þú skrifa mér sex. Það er eiginlega að lofa upp í ermina sína, ég, sem er manna ólatastur að skrifa, og fljótastur allra — hvað mundi ég eiga hjá þér? — Eitthvað verð ég samt að skrifa þér, en hvað? Bréfið þitt til Ólafs var svo originalt, að ég mun varla hafa séð meira origin- alt bréf. Þá held ég verði að hripa þér originalitet aftur, sem heitir KVÖLDVAKA f IIEIJVIINUM. Scenan er við norðurheimskautið; .sólin er rétt fyrir ofan hafsbrún. Hvítabirnir nokkrir sitja á rössunum uppi við heimskautið og horfa suður í Róm. Tvö hrosshveli sofa á jökum. Jón Guðmundsson á hækjunni í Reykjavík. Djúnki á biblíunni í Al- ten, og kallast á yfir sjóinn. Fleiri persónur. Jón Guðmundsson: Bonjour, mon- sieur Djunkowsky. Djúnki: Bonjour, monsieur le Re- dacteur! Comme s’en vat-il. Jón: Það gleður mig innilega. Dj.: Ich spreche nicht gut islánd- isch. De’ kan blive got. Jón: Uddn uddn bdd bad — Herr Djunkowsky. Djöfullinn (kemur yfir Ðjún- ka í dúfulíkingu): Talaðu strax ís- 'enzku, Djúnki, eða þú færð ekk- ert konjak meir Dj.: Strax! — Komið þér sælir, Jón Guðmunds- son! Hvað drekk- ið þér? Jón: Ég drekk brennivín. Hvað drekkið þér? Dj.: Konjak. Er goít br,ennivímð, sem þér hafið? Jón: Já ,það er frá honum Bier- ing, sem gaf Álft- nesingum innan úr áttatíu kind- um. Er gott kon- jakið, sem þér hafið? Dj.: Já, gaf Biering Álftnes- ingum innan úr áttatíu kindum? Jón: Já, og nú er hann kominn í himnaríki fyrir bragðið, sá gamli. Dj.: Er hann dauður? Jón: Já, haldið þér kannske að Pétur postuli hafi ekki séð til Bier- ings, þegar hann var að gefa Álft- nesingunum innan úr áttatíu kind- um? I)j .: Jú, Pétur postuli sér allt. Var Biering kaþólskur? Jón: Nei, hann var ekta prótestant. Dj.: Ja, þá hefur Biering farið til helvítis. Jón: Haldið þér Pétur hafi ekki lokið upp fyrir Biering? Það kostar nokkuð innan úr áttatíu kindum, sem Biering gaf Álftnesingum. Dj.: Ég ætla að dramma mig og so skal ég svara yður. Jón: Ég ætla líka að staupa mig og so skal ég svara yður aftur. Dj.: Nú er ég búinn. Biering er sjálfsagt í helvíti. Jón: Þegar hann gaf Álftnesingum innan úr áttatíu kindum? Dj.: En vitið þér ekki að allir prótestantar fara til helvítis? Jón: Nei, það veit ég ekki, en ég veit að þér farið til helvítis. Dj.: Því þá? Jón: Þér hafið ekki gefið Álftnes- ingum innan úr áttatíu kindum, og so drekkið þér þann andskota dóm af konjaki, trú’ ég. Dj.: Ég drekk ekki meir af kon- jaki en þér af brennivíni. Jón: Viljið þér bera upp á mig, að ég hafi verið fullur? Dj.: Nei, Jón Guðmundsson, en ég drekk konjak til þess að hefja hjart- að í því til guðs. Ég legg það í spíri- tus, so það úldni ekki; sursum corda, sursum, Jón Guðmundsson. Jón: Ég er óánægður með yðar slúður. Dj.: Því þá, Jón Guðmundsson? Jón: Biering er sjálfsagt í himna- ríki, því hann hefur gefið Álftnes- ingum innan úr áttatíu kindum. Dj.: Drakk Biering? Jón: Nei, en hann gaf Álftnesing- um innan úr áttatíu kindum.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68

x

Alþýðuhelgin

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðuhelgin
https://timarit.is/publication/1050

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.