Alþýðuhelgin - 24.12.1949, Blaðsíða 19
JÓLAHELGIN
17
frá Árósum. Hann var hinn mesti
ágætismaður og vinsælastur allra
kaupmanna í Reykjavík um sína
daga. Biering drukknaði fyrir fram-
an Mýrar í ofsaroki 27. nóvember
1857. Var hann á útleið á skipi sínu
hlöðnu. Birtust um hann mjög lof-
samleg eftirmæli í Þjóðólfi, þar sem
þess er sérstaklega getið, hve gjaf-
mildur hann hafi verið og hjálpsam-
ur við fátæklinga í harðinda- og
bj argarley sisárum.
Laugi Þórðarson er Gunnlaugur
Þórðarson fornfræðingur frá Ási í
Fellum. Hann var fæddur 1819, út-
skrifaðist úr skóla 1840, sigldi síðan
til Kaupmannahafnar og dvaldist
þar til dauðajdags _1861. Gunnlaugur
fékkst nokkuð við fornfræðarann-
sóknir og gaf út ýmis fornrit. Árið
áður en Gröndal lagði upp í suður-
förina, hafði hann unnið með Gunn-
laugi Þórðarsyni að danskri þýðingu
á Grettis sögu. Voru þeir Gunnlaug-
ur góðkunningjar, enda þótti báðurn
gott í staupinu á þessum árum.
Hefst nú bréf Gröndals.
Louvain 2. august 1859.
, Nú Rúki!
Þú segir í bréfi þínu til Ólafs, að
ef ég skrifi þér þrjár línur, þá munir
-þú skrifa mér sex. Það er eiginlega
að lofa upp í ermina sína, ég, sem
er manna ólatastur að skrifa, og
fljótastur allra — hvað mundi ég
eiga hjá þér? — Eitthvað verð ég
samt að skrifa þér, en hvað? Bréfið
þitt til Ólafs var svo originalt, að
ég mun varla hafa séð meira origin-
alt bréf. Þá held ég verði að hripa
þér originalitet aftur, sem heitir
KVÖLDVAKA f IIEIJVIINUM.
Scenan er við norðurheimskautið;
.sólin er rétt fyrir ofan hafsbrún.
Hvítabirnir nokkrir sitja á rössunum
uppi við heimskautið og horfa suður
í Róm. Tvö hrosshveli sofa á jökum.
Jón Guðmundsson á hækjunni í
Reykjavík. Djúnki á biblíunni í Al-
ten, og kallast á yfir sjóinn. Fleiri
persónur.
Jón Guðmundsson: Bonjour, mon-
sieur Djunkowsky.
Djúnki: Bonjour, monsieur le Re-
dacteur! Comme s’en vat-il.
Jón: Það gleður mig innilega.
Dj.: Ich spreche nicht gut islánd-
isch. De’ kan blive
got.
Jón: Uddn uddn
bdd bad — Herr
Djunkowsky.
Djöfullinn
(kemur yfir Ðjún-
ka í dúfulíkingu):
Talaðu strax ís-
'enzku, Djúnki,
eða þú færð ekk-
ert konjak meir
Dj.: Strax! —
Komið þér sælir,
Jón Guðmunds-
son! Hvað drekk-
ið þér?
Jón: Ég drekk
brennivín. Hvað
drekkið þér?
Dj.: Konjak. Er
goít br,ennivímð,
sem þér hafið?
Jón: Já ,það er
frá honum Bier-
ing, sem gaf Álft-
nesingum innan
úr áttatíu kind-
um. Er gott kon-
jakið, sem þér
hafið?
Dj.: Já, gaf
Biering Álftnes-
ingum innan úr
áttatíu kindum?
Jón: Já, og nú er hann kominn í
himnaríki fyrir bragðið, sá gamli.
Dj.: Er hann dauður?
Jón: Já, haldið þér kannske að
Pétur postuli hafi ekki séð til Bier-
ings, þegar hann var að gefa Álft-
nesingunum innan úr áttatíu kind-
um?
I)j .: Jú, Pétur postuli sér allt. Var
Biering kaþólskur?
Jón: Nei, hann var ekta prótestant.
Dj.: Ja, þá hefur Biering farið til
helvítis.
Jón: Haldið þér Pétur hafi ekki
lokið upp fyrir Biering? Það kostar
nokkuð innan úr áttatíu kindum, sem
Biering gaf Álftnesingum.
Dj.: Ég ætla að dramma mig og so
skal ég svara yður.
Jón: Ég ætla líka að staupa mig og
so skal ég svara yður aftur.
Dj.: Nú er ég búinn. Biering er
sjálfsagt í helvíti.
Jón: Þegar hann gaf Álftnesingum
innan úr áttatíu kindum?
Dj.: En vitið þér ekki að allir
prótestantar fara til helvítis?
Jón: Nei, það veit ég ekki, en ég
veit að þér farið til helvítis.
Dj.: Því þá?
Jón: Þér hafið ekki gefið Álftnes-
ingum innan úr áttatíu kindum, og
so drekkið þér þann andskota dóm
af konjaki, trú’ ég.
Dj.: Ég drekk ekki meir af kon-
jaki en þér af brennivíni.
Jón: Viljið þér bera upp á mig, að
ég hafi verið fullur?
Dj.: Nei, Jón Guðmundsson, en ég
drekk konjak til þess að hefja hjart-
að í því til guðs. Ég legg það í spíri-
tus, so það úldni ekki; sursum corda,
sursum, Jón Guðmundsson.
Jón: Ég er óánægður með yðar
slúður.
Dj.: Því þá, Jón Guðmundsson?
Jón: Biering er sjálfsagt í himna-
ríki, því hann hefur gefið Álftnes-
ingum innan úr áttatíu kindum.
Dj.: Drakk Biering?
Jón: Nei, en hann gaf Álftnesing-
um innan úr áttatíu kindum.