Alþýðuhelgin - 24.12.1949, Blaðsíða 18

Alþýðuhelgin - 24.12.1949, Blaðsíða 18
16 JÓLAHELGIN Ben. Gröndal: Gamanbréf til ,,Rúka”. Benedikt Gröndal Sveinbjarnar- son var ekki pennalatur maður. Fáir íslendingar munu hafa skrifað lengri sendibréf en hann, þegar andinn kom yfir hann, sem oft var, og enginn skemmtilegri. Vafalaust má telja, að liingað og þangað séu í fórum manna bréf og aðrar ritsmíðar eftir Grön- dal. Þcir, sem eitthvað þess konar hafa undir liöndum, cru vinsamleg- ast bcðnir að tilkynna það og lána til afritunar, vegna hinnar nýju út- gáfu, ísafoldarprentsmiðju á ritum Gröndals. Gunnar Einarsson prent- smiðjustjóri og Gils Guðmundsson ritstjóri veita ölhi slíku móttöku fyrir hönd útgefanda. Nýlega hefur komið í leitirnar bréf það frá Gröndal, scm prentað er hér á eftir. Er aðalefni bréfsins leik- rit í gamansömum stíl, þar sem höf- uðpersónurnar eru hinn frægi Djúnki, sem allir íslendingar kann- ast við, þó ekki sé nema m' Heljar- slóðarorustu. og Jón Guðmundsson Þjóðólfsritstjóri. Fara hér á eftir nokkrar skýringar við bréfið. Rúki sá, sem bréfið er stílað til, var Eiríkur Jónsson, síðar Garðpró- fastur. Eiríkur var fæddur á Iloffelli í Öræfum 1822, sonur Jóns prests Bergssonar. Ilann varð stúdent frá Bessastöðum 1846, hóf síðan guð- fræðinám, en hætti því og tók að gefa sig að norrænni málfræði, án þess þó að ljúka prófi. Hann vann um allmargra ára skeið að orðabók Cleasbys og samdi sjálfur „Oldnor- disk Ordbog“, þarft rit á sinni tíð. Ritstjóri Skírnis var hann í mörg ár. Eiríkur var varapórfastur á Garði (Regensen) frá 1874 til dauðadags 18ÍKL Iíann var maður bæklaður og eineygður. Eiríkur var vel að sér í íslenzkri tungu og margfróður. Bréf þetta er skrifað í Lqwen (Louvain) í Belgíu í hinni frægu suð- urför Gröndals með Djúnka árin 1858—1859. Djúnki var Rússi, hafði gerzt kaþólskur trúboði og valið sér það hlutverk, að snúa Norðurlanda- búum til sinnar trúar. í Dægradvöl hefur Gröndal lýst Djúnka á þessa leið: „Djúnki var í minna lagi meðal- maður vexti, rússneskur, gulur í andliti og skakkeygur, svipaður Mongólum. ... Djúnki drakk alltaf jafnharðan. Hann var gáfaður og víða heima, en risti ekki djúpt í neinu. ... Var Djúnki vanur að ganga um á kvöldin og lesa bænir sínar úr Breviario, en annað Brevi- arium hafði hann einnig, sem var konjaksflaska og bundin eins og bók, og staupaði hann sig á henni jafnt og þétt, en aldrei varð hann útúr full- ur.“ Þegar Gröndal komst fyrst í kynni við þennan einkennilega trúboða, var Djúnki nýkominn úr „trúboðs- ferð“ norðan af Finnmörk. Fór Grön- dal síðan með Djúnka til Þýzkalands, þar sem Gröndal var komið fyrir þjá kaþólskum prestum. Þar var bóka- safn ágætt, og svo segir Gröndal í Dægradvöl, að þar hafi sér þótt gott að vera. Hann var áhyggjulaus um afkomu sína og hagi, lá í bókum, orti og eyddi tímanum eftir hjartans lyst. Eftir nálega ársdvöl í Þýzkalandi tók hann sig upp og hélt til Belgíu til móts við Ólaf frænda sinn Gunn- laugsson, er þá dvaldist við háskól- ann í Löwen. Þar voru saman kopin- ir stúdentar frá mörgum kaþólskum löndum. Var þar allmikið svallað, og tóku þeir frændur drjúgan þátt í stúdentalífinu. Innan um glauminn þarna í Löwen orti Gröndal ágæt kvæði og ritaði hina óviðjafnanlegu Heljarslóðarorustu. Dvaldist hann í Löwen þar til síðla í ágústmánuði 1859, og er bréf það, sem hér er prentað, því ritað skömmu áður en Gröndal yfirgaf hinn belgiska stúd- entabæ og hélt til Kaupmannahafn- ar. Ólafur sá, sem um er talað í upp- hafi bréfsins, er að sjálfsögðu Óiaf- ur Gunnlaugsson. Ólafur var sonur Stefáns land- og bæjarfógeta Gunn- laugssonar og Ragnhildar konu hans, móðursystur Gröndals. Ólafur var gáfumaður mikill. Hann varð rit- stjóri áhrifamikils blaðs í París (Le Nord) og reyndist að öllu hinn mik- ilhæfasti maður. Jón Guðmundsson ritstjóri Þjóð- ólfs er svo kunnur maður, að óþarft ætti að vera að segja á honum deili. Þess eins skal getið til skýringar á orðum Gröndals, að Jón hafði um skeið (1835—1847) verið umboðs- maður Kirkjubæjarklausturs. Þegar Gröndal fór í suðurförina með Djúnka, gat Jón Guðmundsson þess í blaði sínu og fór allhörðum orðum um Gröndal fyrir að játast undir áraburð kaþólskra manna. Hefur Gröndal auðsjáanlega fengið fréttir af þessu suður í lönd, sennilega í bréfi frá einhverjum landa sínum. Er hann Jóni allreiður, eins og „leik- ritið“ hér á eftir ber vott um. Síðar sættust þeir Jón og Gröndal, og er til skemmtilegt bréf frá Gröndal til Jóns, þar sem hann minnist nokkuð á þessi efni, á sinn sérkennilega og frumlega hátt. Þar segir: „Ég man einungis, að ég reiddist út af Þjóðólfi hérna um árið, þegar hann sagði að ég væri að.yrkja ka- þólska sálma fyrir Djúnka, því það var lygi; ég skrifaði upp fyrir hann Lilju, sem er kaþólskt kvæði, og þar mcð gerði ég ekki meira en sá prót- estantiski biskup Finnur hafði áður gert, og fékk lof fyrir en engar skammir. Ég hef nú tekið revanche á Djúnka fyrir öll hans strákapör, nefnilega með kapítulanum í Heljar- slóðarorustunni. Nú er Djúnki fyrir nokkrum tíma búinn að kasta trúnni og hempunni og er í Wúrtenberg ein- hvers staðar. ... Jæja, sem sagt, ég varð nú reiður Þjóðólfi, en í raun- inni hef ég alténd haldið upp á hann, því hann er þó okkar bezta blað — sem er þér að þakka — nota bene samt ef hann ekki verður of danskur, því Danir eru raunar per- sónuleg góðmenni, en pólitísk skít- menni, og við íslendinga ætíð falsk- ir, fláir og níðingslegir. Þessu var ég nú raunar búinn að gleyma, og þú hefðir ekki þurft að minnast á það. Ég er ákafamaður og verð oft illur við vini mína, en svo er það horfið þvi nær samstundis ...“ Biering sá, er Gröndal talar mest um að gefið hafi Álftnesingum „inn- an úr áttatíu kindum“, er Moritz Wilhelm Biering kaupmaður í Reykjavík, danskur maðui;, ættaður i
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68

x

Alþýðuhelgin

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðuhelgin
https://timarit.is/publication/1050

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.