Alþýðuhelgin - 24.12.1949, Blaðsíða 24
22
JÓLAHELGIN
Jokob og Sndíánornir.
Saga eftir Stephen Vincent Benet.
T------------7—------—----------—♦
STEPHEN VINCENT BENET,
or meðal fremstu skálda Ameríku-
manna á þessari öld. Hann er
fæddur árið 1898, lézt árið 1943.
Ilann varð snemma kunnur sem
ágætt ljóðskáld. Ljóðsaga hans,
„John Brown‘s Body“, er talin
meðal höfuðrita amerískra. bók-
mennta. Hún kom út árið 1928,
og hlaut höfundur fyrir hana
Pulitzer-verðlaunin og margvís-
lega sæmd aðra. Síðar lagði Ben-
et einkum stund á smásagnagerð,
og var þar einnig í fremstu röð.
Meðal frægustu smásagna hans
eru „Djöfullinn og Daníel
Webster“, „The King of the Cats“
og sagan um Jakob og Indíánana,
sem hér birtist í íslenzkri þýð-
ingu.
♦----:----1-------------------------i
Þessi saga gerðist fyrir langa
langa löngu, — guð sé með öllum,
sem þá lifðu, — og hún segir frá for-
feðrum okkar.
Jæja, þá var Ameríka allt öðru
vísi en nú, eins og þið vitið. Hún var
falleg, en þið hefðuð ekki þekkt hana
fyrir sama land. Engir strætisvagn-
ar, engar járnbrautir, engin fylki,
engir forsetar, ekkert!
Ekkert nema landnemar og Indí-
ánar og villiskógar milli fjalls og
fjöru og villidýr í villiskógunum.
Hugsið ykkur þvílíkt land! Þið
krakkarnir, þið leiðið ekki einu sinni
hugann að þessu. Þið lesið um það í
skólabókunum ykkar, en hvað er
það? Og ég hringi til hennar dóttur
minnar í Kaliforníu, og eftir þrjár
mínútur segi ég: „Halló, Rósa!“ og
þar er Rósa, og hún segir mér,
hvernig veðrið sé, eins og mig langi
til að vita það.- En þetta var nú ekki
ætíð þannig. Ég man, að tímarnir
voru aðrir, þegar ég var ungur. Og
þeir voru enn aðrir, þegar afi afa
míns var ofar foldu. Hlustið þið nú
á söguna. i
Afi afa míns hét Jakob Stein, og
vhann kom frá Rettlesheim í Þýzka-
landi. Til Fíladelfíu kom hann, for-
eldralaus á seglskipi, en hann var
samt ekki óbrotinn alþýðumaður.
Hann var skólagenginn og hefði get-
að orðið hlutgengur í hópi lærðra
manna. En það veltur á ýmsu í ver-
öldinni. Það kom landfarsótt og nýr
stórhertogi, eins og gengur. Hann
vildi lítið um það tala á síðan, —
hann hafði heilar allar tennur sínar,
en vildi lítið um það tala. Hann
þurfti ekki að segja: Við erum börn
dreifingarinnar; við þekkjum illan
dag, þegar hann kemur.
Gerið ykkur þetta í hugarlund:
ungur maður með viðkvæma drauma
og lærdóm, menntamaður, fölur í
framan og axlamjór, kemur og sezt
að í nýju landi eins og þessu og á
þessum tímum. Nú, hann varð að
vinna, og hann gerði það. Lærdóm-
urinn hans var ágætur, en hann
fyllti hvorki munn né maga. Hann
varð að bera poka á baki bæ frá bæ.
Það var engin vanvirða. Þannig
byrjuðu margir. En ekki voru það
lögmálsskýringar, og framan af
kvaldist hann af heimþrá. Á kvöldin
sat hann inni í herbergi sínu, lét
loga á einu kerti og las Kóhelet
prédikara, þangað til beiskja pré-
dikarans fyllti huga hans. Ég fyrir
mitt leyti er sannfærður um, að
Kóhelet var mikill prédikari, en
hefði hann átt sér góða konu, mundi
vera léttara yfir ritum hans. Þeir
áttu of margar kon.ur í þá daga, —
það gerði þá ruglaða. En Jakob var
ungur.
Honum fannst nýja landið, sem
hann var kominn tij, vera útlegðar-
staður, stór og ægilegur. Honum
þótti gott að losna af skipsfjöl, en
þar með var það líka búið. Og þegar
hann sá Indíána í fyrsta sinn á göt-
unni, — ja, það var nú það. En
Indíáninn var spakur eins og lamb
og gerði sig skiljanlegan með handa-
pati og keypti af honum borða, og
eftir það leið honum betur. En samt
var það svo, að stundum fannst hon-
um ólarnar í pokanum skera sig í
hjartaræturnar, og hann þráði skóla-
eiminn og kyrrlát strætin í Rettles-
heim og góða, reykta gæsabringu,
sem guðhræddar húsmæður geymdu
hánda menntamönnum. En það varð
ekki aftur tekið, — það verður
aldrei neitt aftur tekið.
En Jakob var iðjusamur maður og
prúður í framkomu. Og loks tók
hamingjan að brosa.við honum, eða
svo var að sjá. Hann fékk söluvarn-
inginn í pokann sinn hjá Símoni
Ettelsohn, og einhverju sinni heyi’ð1
hann Símon Ettelshon deila um lög'
málsgrein við kunningja sinn, þvl
að Simon var guðhræddur maður og
vel metinn í samkunduhúsinu. Af>
afa okkar stóð hljóður og hæversku1
hjá um stund, — hann hafði komið
til þess að fá í pokann sinn, og Símon
var húsbóndi hans. En loks komst
hann allur á loft, því að mennirnir
fóru báðir villir vegar, og hann tók
til máls og sagði þeim, í hverju þeim
skjátlaðist. Hann talaði í hálfa
klukkustund og var með pokann a
bakinu allan tímann, og aldrei hefm
lögmálsgrein verið nákvæmar útlist-
uð, jafnvel hinn mikli lærifaöir,
Samúel, hefði ekki gert það betun
Loks kom þar, að Símon Ettelsohn
hóf upp hendurnár og kallaði hann
ungan Davíð og lærdómsljós. O®
hann lofaði honum verzíunarleio-
sem meira væri upp úr að hafa. Þ
bezt af öllu var þó, að hann bau
Jakobi að heimsækja sig, og þar
snæddi hann vel í fyrsta sinn, síðan
hann kom til Fíladelfíu. Þar sá hann
líka Mirjam Ettelsohn í fyrsta sinn.
og hún var yngsta dóttir Símonar
og rós í Saron.
Eftir þetta fór Jakobi að ganga
betur, því að vernd hins volduga er
áþekk hellubjargi og svalalind. En
ekki gekk honum samt allt að ósk-
um. Símon Ettelsohn lét mikið me
hann í fyrstu, og hinum unga
menntamanni var borinn fyllfur
fiskur og berjavín, þótt hann v®ri
ekki annað en farandsali. En til el
augnaráð, sem segir: „Hm? Tengda*
sonur?“ — og það augnaráð sá Jako
ekki. Hann var maður lítillátur og
gerði sér ekki vonir um að vinna
meyna á einni nóttu, þótt hann þrá 1
hana. En smám saman varð honum
ljóst, hver staða hans var á heimi i
Ettelsohns: Hann var ungur mennta-
maður til að sýna vinum Símonar.
en aldrei mundi lærdómur þesS
unga manns nægja til að fylla maga
hans. Hann ásakaði ekki Símon, ea
það var ekki þetta, sem hann haf 1
hugsað sér. Hann fór að efast um
að
hann mundi nbkkurn tíma verða að